Thursday, May 31, 2007

Næsti listi...


Jæja gott fólk, það verður aldeilis þrusulisti á morgun! Í þetta sinn ætlum við nefnilega að lista upp "guilty pleasures" eða tónlistarskömm okkar. Já við munum gangast við lögunum sem við vitum að eru hallærisleg en getum bara ekki neitað okkur um að hlusta á.

Ber einhver leynilega ást í brjósti til Michael Bolton? Er einhver veikur fyrir ljúfum klarínettutónum Kenny G? Kveikir Shania Twain í karlmönnunum og Garth Brooks í okkur stelpunum? Það er aðeins ein leið til að komast að því...

Tuesday, May 29, 2007

Matthew Dear


Það er nú ekki ætlun mín að drekkja ykkur í danstónlist en ég er bara svo heilluð af laginu Pom Pom með manni að nafni Matthew Dear að ég get ekki hamið mig. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta flokkast undir danstónlist (enda er ég algjörlega vonlaus þegar kemur að því að flokka tónlist) en platan Asa Breed kemur allavega út 5. júní og það sem ég hef heyrt af henni lofar mjög góðu. Mér finnst þetta í raun vera dálítið í ætt við Caribou svo ef þið fílið hann þá er um að gera að tékka á þessu.

Matthew Dear - Pom Pom

Friday, May 25, 2007

Topp 5 baðlög - Erla Þóra

Þegar ég fer í bað (sem ég geri eiginlega aldrei, fer í sturtu eða í pottinn) þá vil ég slappa af big time. Helst vera með maska framan í mér og gúrkur yfir augunum, the whole package! Listinn minn er í því rólegheitalisti.

1. Teardrop - Massive Attack.
Skemmtilegt rólegheita-sing-along-song sem er ómissandi í karinu.

2. Blur - This is a Low
Svoooooooo gott lag! Geggjaður texti og bara GOTT LAG. Og að mínu mati svolítið baðlegt.

3. The The - This is the day (feel good)
Þetta er feelgood song. Nauðsynlegt að hafa eitt slíkt í baðinu svo það sé bros á andlitinu (ef það er hægt sökum maskans, þeir eiga það til að harðna og gera það þar með erfitt að brosa).

4. Iron and Wine & Calexico - Prison on Route 41
And on with the calm calm music. Þetta er líka bara svona líðandi baðmúsík. Ofboðslega flott lag sem ég datt inn á þegar ég var að shuffla músíkina frá Krissu og Vigga á flakkaranum mínum.

5. Smashing Pumpkins - Melon collie and the infinite sadness
Langar ekki bara öllum að læra á píanó þegar þeir heyra þetta lag?! Mér skilst allavega að Billy Corgan hafi samið þetta þegar hann var að læra á píanó... veit ekkert hversu mikill sannleikur er í því but I like the story. Einnig gott baðlag, maður finnur bara þreytuna líða úr sér.

Topp 5 lög til að hlusta á í baði - Zvenni

Að fara í bað er ferli.
Ferlið skiptist í fimm stig.

1. Hvati

Bathtime - Tindersticks
Mellankólían og þunglyndið sem fylgir Tindersticks lætur mann langa til að leggjast í langa baðsetu og velta sér upp úr vandamálum sínum og heimsins. Það sér enginn þig væla í baði.

2. Undirbúningur

I'll be ready (Baywatch-lagið) - Jimi Jamison (úr Survivor)
Þegar á að fara í bað er góður undirbúningur mikilvægur. Vatnið þarf að vera rétt stillt, ekki of heitt, ekki of kalt, hæfilega miklar sápukúlur. Allt þarf að vera klárt, ég þarf að vera klár.

3. Stemmning

Yellow Submarine - Beatles
Ef einhver kemur manni í stuð, læknar mellankóliuna og gefur manni trú á mannkynið á ný þá er það Ringo Starr. Einlægur söngur um betra líf neðansjávar. Þar fjarri amstri og örvæntingu hversdagsleikans býr hann með öllum vinum sínum í gulum kafbát. Hvern langar ekki í gulan kafbát.

4. Galsi

Splish splash (I was taking a bath) - Bobby Darin
Á vissu stigi tekur baðgalsinn yfir, busl í baði, fátt skemmtilegra.

5. Alvara lífsins

Cold Water- Tom Waits
Eftir gott busl í góðu baði er auðvelt að syfja. Þægilegur hiti, næði, loka augunum, sofna. Vakna síðan upp hálftíma seinna í köldu vatni.
Baðið búið.

Topp 5 lög til að hlusta á í baði - Kristín Gróa

Hvað í fjáranum eru baðlög? Ef ég hef fyrir því að láta renna í baðkarið þá vil ég liggja þar og slappa af svo ég vil hlusta á eitthvað rólegt. Hins vegar fer ég einna helst í baðkarið þegar ég er að fara eitthvað út um kvöldið svo það er oft nett stemning í mér. Þessi listi er einhverskonar furðuleg samblanda af þessu tvennu.

1. Fleetwood Mac - Albatross


Þetta er auðvitað ferlega flott lag og ég sé albatrossinn stóra alveg fyrir mér að svífa yfir hafinu þegar ég hlusta. Ahhhhhhh afslappandi. Svo reyni ég líka að nota hvert tækifæri til að koma aðdáun minni á Fleetwood Mac á framfæri.

2. Animal Collective - Banshee Beat

Maður má nú ekki alveg koðna niður í baðinu svo það er gott að taka eitt langt rísandi lag til að færa sig örlítið úr rólegheitunum. Mér finnst þetta lag líka hápunkturinn á þeirri annars stórgóðu plötu Feels.

3. Interpol - Stella Was A Diver And She Was Always Down

Ég held þetta hafi verið fyrsta lagið sem ég heyrði með Interpol og ég man ég hugsaði bara wtf! Þess ber að gæta að mér fannst Interpol fyrst um sinn mjög töff en mjög leiðinlegir þar til einn daginn bara SNAP... ég dýrkaði þá og dáði. Þegar Paul Banks hrópar "STELLA! STELLA-HA!" í miðju laginu fæ ég alltaf svona jesssss tilfinningu.

4. Clap Your Hands Say Yeah - Underwater (You And Me)

Ég veit ekki af hverju CYHSY hafa almennt fengið frekar neikvæða dóma fyrir nýju plötuna þar sem mér finnst hún bara ansi hreint skrambi fín! Þetta lag og Emily Jean Stock eru í mestu uppáhaldi og mig langar alltaf alveg rosalega mikið að dilla mér þegar ég heyri þetta lag.

5. The Monkees - The Porpoise Song

Ekki það að mér líði eins og litlu hvaldýri þegar ég ligg í baði (hehemm) en þetta finnst mér alveg fjári gott baðlag. Ég ætla nú ekki að fara út í neina umræðu um gæði The Monkees (þar sem ég hef ekkert á móti þeim fyrir það sem þeir voru) en þetta lag er alveg frekar ólíkt þessum dæmigerðu Monkees lögum. Þetta er svona meira Monkees á sýru sem er auðvitað bara gott.

Thursday, May 24, 2007

Sumarsmellurinn?

I've got hugs for you if you were born in the 80's

Óli.is spáir því að þetta verði sumarhittarinn í ár og ég held hann hafi bara rétt fyrir sér! Þetta lag er alveg ótrúlega smitandi og ef þið getið hlustað án þess að dilla ykkur þá hafið þið meiri sjálfstjórn en ég . Búið ykkur undir að dansa!

Calvin Harris - Acceptable In The 80's

Wednesday, May 23, 2007

Heaven

Ég er að fara á árgangsmót á laugardaginn og í einhverju stundarbrjálæði tók ég það að mér að sjá um tónlistina á svæðinu. Ég hefði aldrei trúað því hvað maður hlustaði á gífurlegt magn af slæmri tónlist á þessum árum og þá sérstaklega í kringum 12 ára aldurinn. Váts! Í tilefni af þessari nostalgíu sem ég hef verið að upplifa síðustu vikur læt ég fylgja vídjó af vangalaginu sem hljómaði á öllum bekkjarkvöldum.

Dömur mínar og herrar... hin eina og sanna Powerballaða með stóru P-i:

Monday, May 21, 2007

Boxer með The National að koma út!


Nýja platan með The National kemur út á morgun og er það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni! Gripurinn nefnist Boxer og ef eitthvað er að marka þau lög sem ég hef heyrt þá virðist hún ætla að mæta öllum mínum væntingum og rúmlega það. Ég var lengi að grípa Alligator fullkomlega en hún er nú ein af uppáhalds plötunum mínum svo ég geri alveg ráð fyrir að það sama verði upp á teningnum með þessa.

Ég læt hér fylgja lagið Start A War sem er að verða nýja uppáhalds lagið mitt. Njótið!

The National - Start A War

Sunday, May 20, 2007

Nýtt með Interpol!

Þriðja plata Interpol, Our Love to Admire, er á leiðinni!



Hún á að koma út 10. júlí n.k. og er ég allavega orðinn alveg ótrúlega spenntur. Nokkur lög af plötunni hafa komið á netið í formi tónleikaupptakna og hljóma mjög vel. Svo er komin almennileg stúdíó upptaka af laginu Heinrich Manuever sem þú getur nálgast hér.

Þetta er ekkert að springa úr því að vera öðruvísi eða að fara í nýja átt hjá svölustu íbúum New York borgar. Ég er hins vegar alveg mjög sáttur og líkar bara alveg gríðarlega. Mér finnst eins og að þeir séu bara einfaldlega búnir að fullkomna sándið sitt og að við munum fá að heyra það á nýju plötunni.

Spennó stöff!

Interpol - Heinrich Manuever

Friday, May 18, 2007

Topp 5 Musical Travesties - Dan(Gestur)

Hann Dan vinur okkar vildi prófa að vera með gestalista hjá okkur. Við sögðum að sjálfsögðu já því hann er góður drengur og svo er hann líka kanadískur en þaðan kemur stór hluti góðrar tónlistar heimsins. Ef þig langar að prófa að vera memm, sendu þá póst á vignir hjá gmail púnktur com.

--


1. Garth Brooks - Red Strokes

Six white baby grand pianos were destroyed in the making of the video for this song.

I hope the weight of six negative baby grand pianos is heavy on the shoulders of whoever thought this was a good idea. There are six schools right now where the children will never see a real piano in their lifetime, which is a travesty that makes me sadder than I can bear. Maybe Garth should have made a video with a bonfire of 100 copies of the complete works of Shakespeare. I bet it would sell in the US like hotcakes.

2. The untimely death of Jakob Ludwig Felix Mendelssohn Bartholdy

Felix Mendelssohn was a German composer with the genius of Mozart and the passion of Beethoven. He died at age 38 from a series of strokes. You need to hear his Violin Concerto in e Minor and his overture, "The Hebrides (Fingal's Cave)." The world would have been a better place if he had been around to continue is work; now we can only imagine what he might have written.

3. Any Classical Music With Nature Sounds In the Background

Seriously, what is with these? Why do people want to imagine themselves on the beach with a full orchestra playing some hideously boring rendition of Pachelbel's Canon? (Aside - there's a gigue that goes with the canon that nobody ever plays and is actually way cool. Poor Pachelbel.) Regardless, I do NOT want seagulls shitting on my Bach, thank you very much.

4. Celine Dion

On behalf of all of Canada: Sorry about that.

5. Phil Collins - You Can't Hurry Love

Phil, with more reverb than is legal in 38 states, makes a soulless, synthetic reprise of this outstanding Motown classic. Tacky as a plastic couch cover and about as comfortable.

Topp 5 Musical Travesties - Kristín Gróa

Musical travesties... eitthvað sem hægt er að túlka á marga vegu en ég kaus að hafa "glæpir gegn tónlistinni" í huga þegar ég setti þennan lista saman. Það er auðvitað til svo mikið af slæmri tónlist að það væri efni í listasyrpu að telja það upp svo hér kemur það sem hefur ýmist lagst verst á mína sál eða er bara svo skelfilegt að það hefur svert nafn annars ágætra tónlistarmanna.

1. Creed - With Arms Wide Open

Well I just heard the news today
It seems my life is going to change
I closed my eyes, begin to pray
Then tears of joy stream down my face


Ég. Hata. Þetta. Lag. Svo. Mikið! GAHHHH! Ég tel mig almennt vera frekar víðsýna þegar kemur að tónlist en þetta er bara of mikið. Scott Stapp er náttúrulega nógu skelfilegur út af fyrir sig í wifebeaternum, með vindinn í hárinu og hnefana kreppta til himins en þegar þetta lag bætist svo ofan á allt saman þá er mér bara allri lokið. Ég trúi ekki að ég hafi virkilega náð í þetta og hlustað á það áður en ég setti það hingað inn... mig langar að skríða saman í kúlu undir borð og sjúga þumalinn.

2. Linkin Park - In The End

Keep that in mind
I designed this rhyme
To explain in due time
All I know
Time is a valuable thing


Að hæðast að Linkin Park er eiginlega of auðvelt eins og textabrotið að ofan gefur klárlega til kynna. Mér líður næstum illa yfir að gera grín að þeim þá því það er dálítið eins og að hlæja að heyrnarlausu og blindu barni. Ég meina ég efast um að þeir geti að því gert hvernig þeir líta út og hljóma enda ef þeir vissu hvað þeir eru kjánalegir þá myndu þeir gera eitthvað í því. Er það ekki? Mér skilst annars að þeir hafi verið að gefa út nýja plötu... uhm... vei.

3. Starship - We Built This City On Rock And Roll

Marconi plays the mamba
Listen to the radio
Don't you remember
We built this city on rock and roll


Að þessi hljómsveit skuli vera mjög bjöguð afmyndun á Jefferson Airplane er svo skelfileg staðreynd að ég vildi eiginlega ekki minnast á það. Það er eins og hljómsveitin hafi lent í skelfilegu kjarnorkuslysi, glatað nokkrum en stigið upp úr öskustónni sem einhverskonar fátækra manns ABBA. Ég veit ekki hvað ég á að segja.

4. Celine Dion - My Heart Will Go On

Once more you open the door
And you're here in my heart
And my heart will go on and on


Mér var aldrei í nöp við Céline Dion hérna einu sinni. Ég fílaði hana auðvitað ekki en setti hana bara í flokk með Whitney Houston og Mariuh Carey... svaka söngkona en ekki fyrir mig takk. Það var þangað til að þetta lag varð ofspilaðasta lag allra tíma og ég sver að það var bara engrar undankomu auðið á tímabili. Ojj ég fæ grænar bólur. Já og er þetta PAN FLAUTA?!

5. Genesis - Illegal Alien

Got out of bed, wasn't feeling too good
With my wallet and my passport, a new pair of shoes
The sun is shining so I head for the park,
With a bottle of tequila, and a new pack of cigarettes


Phil Collins syngur um ólöglega innflytjendur og það með mjög furðulegri gervi-mexíkóskri rödd. Algjörlega óskiljanlegt og fáránlegt lag sem ég veit eiginlega ekki hvernig á að túlka. Ég held að aðdáendur gömlu Genesis hljóti að hafa dáið smá innan í sér þegar þeir heyrðu þetta fyrst.

PS: Ekkert Muse á listanum! Who'da thunk it?

Topp 5 Musical Travesties - Erla Þóra

And she's back! Eftir nokkura vikna fjarveru sökum prófa kem ég tvíefld til baka og ætla ekki að missa af fleiri listum.. fyrr en í næstu prófatörn ;) Hér koma því Topp 5 Musical travesties að mínu mati.

1. Milli Vanilli – Girl you know it’s true

“Together we are one, seperated we are two..”

The ultimate marketing scam. Súper-hallærislegir gaurar (en very hot at the time) sem sungu ekki einu sinni lögin sín sjálfir. Varð allt crazy þegar komst upp um þá. Mæli með VH1’s Behind The Music with Milli Vanilli. Þetta hefði bara aldrei átt að gerast.

2. Paris Hilton – Stars are Blind

“Those other guys all wanna take me for a ride
But when I walk their talk is suicide”

Hún segist vera vörumerki og heldur að allt sem hún geri verði að gulli. Það varð nú ekki alveg raunin með tónlistarferil skvísunnar. Þvílíkt og annað eins tölvu-lagað-froðupopp hefur sjaldan heyrst. Hún ætti bara að halda sig við það sem hún gerir best... stand there and look... uhhh... vacant.

3. Cheeky Girls – Cheeky Song (Touch my Bum)

“Don't ask why
Don't be shy
Touch my bum
This is life”

Spurning hvaða lyrical genius samdi þennan texta! En held annars að nafn hljómsveitarinnar og lagsins útskýri þetta allt. Óbjóður í hæsta (lægsta?) gæðaflokki. Þær geta varla sungið á ensku, geta varla sungið yfir höfuð og líta út fyrir að hafa ekki étið neitt í nokkrar vikur. Ullabjakk

4. Bruce Willis - Respect Yourself

“' Respect yourself
Respect yourself
If you dont respect yourself
Aint nobody gonna give a good
Ca-hoot na na na oh oh

Turtildúfurnar Krissa og Viggi gáfu mér fyrir ekki svo löngu forláta CD með Herra Bruce. Í stuttu máli sagt þá ætti hann, rétt eins og Paris Hilton, bara að halda sig við það sem hann gerir best; að leika og look rugged and handsome. Tónlistin er svoooooo ekki his thing.

5. William Hung – She Bangs

“And she bangs, she bangs
Oh baby,
When she moves, she moves
I go crazy”

(sungið illa með lélegum hreim).

Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju langversta Idol-wannabe-ið er að græða múltímonní á því að vera hallærislegur og syngja illa. Þetta er bara ósanngjarnt, I can do that! En ekki eru mér boðnir neinir peningar fyrir það.

Topp 5 musical travesties - Krissa

1. Black Eyed Peas - My Hump
My love, my love my love my love
You love my lady lumps
My hump my hump my hump
My humps they got you

Það kom bara eiginlega ekkert annað til greina - þetta lag er THE musical travesty! Heiminum er svo ekki gerður neinn greiði með þessu lagi? Hverjum datt eiginlega í hug að það væri bara frábær hugmynd að gefa þetta út? Og hver fór og keypti það? Spilaði það? Söng það? æks...skelfing!

2. Vanilla Ice - Ninja Rap
YO! It’s the green machine
Gonna rock the town without bein’ seen

Have you ever seen a turtle Get Down?
Slammin’ Jammin’ to the new swing sound


99% örugg á að þetta sé aaalversta tilraun at white rap ever made! Það er bara einfaldlega allt hræðilegt við það! Lagið er ekki flott, textinn er hræðilegur, flauturnar í endanum eru verri en allt og maður þjáist af alvarlegum kjánahrolli allan tímann sem maður hlustar á það! Lagið er svo slæmt að það er varla hægt að hlæja að því - nema "Ninja, ninja rap! Go ninja, go ninja go! Go ninja, go ninja go!" Skelli bara einu stóru ÆJJJ á þetta!

3. Rednex - Cotton Eye Joe / Old Pop in an Oak
Where did you come from where did you go
Where did you come from Cotton-Eye Joe

Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Rednex að láta spila Cotton Eye Joe fáranlega mikið...í mörgum löndum...og komast á vinsældalista og ég veit ekki hvað og hvað! OK kannski að ná að láta spila þetta eina. En svo gáfu þeir sama lagið út aftur - með öðru texta - og fullt af fólki virtist finnast það góð hugmynd að spila það líka! Þannig að Cotton Eye Joe og Old Pop in an Oak eru sama lagið fyrir mér og bæði nákvæmlega jafn leiðinleg og vond vond vond!

4. Snow - Informer
Informer...
#$=()/$)("/&"($/&%Ö

Átsj! Skilur einhver hvað maðurinn er að segja? Og afhverju?

5. New Kids on the Block - Hangin' Tough
Listen up everybody if you wanna take a chance.
Just get on the floor and do the New Kids' dance.


Ég viðurkenni að ég hlustaði á NKOTB þegar ég var 6 ára...og jafnvel 7 ára - svo vil ég meina að ég hafi komist til vits og ára og fattað að lög eins og Hangin' Tough eru bara alveg jafn hræðileg og Rokklinga- og Stjórnarlögin sem mér fannst allir vera að hlusta á.

Topp 5 Musical Travesties - Vignir

1. Fallout Boy
Vá! Þetta er svo léleg hljómsveit! Ég veit það að gera grín að henni er svona álíka auðvelt og að detta og hitta á jörðina. Hvar á maður að byrja?

Er það tónlistin?

Eru það textarnir?
Lie in the grass, next to the mausoleum
I'm just a notch in your bedpost

But you're just a line in a song

Er það útlitið?


Er það út af því hvað þeir láta út úr sér?
"One time I fell in love with a cat, then I realized it wasn't a human being. It was not as sexy as we thought."

Er það af því að þeir eru svo rosalega þjáðir og emo?

Eða er það af því að þeir eru actually komnir með eigið label og ætla að gefa okkur bönd eins og Panic! at the Disco?

Eða kannski af því að þeir ala upp aumingjaskap í æsku stærsta superpowers í heiminum. Vilt þú fá forseta Bandaríkjanna eftir 20-30 ár sem ólst upp við Fallout Boy?!?!


Gvuð hvað ég þoli þá ekki...

Fallout Boy - This ain't a scene, it's an ar... blah blah veljið styttri nöfn á lögin ykkar!

2. Madness
Ég hef aldrei skilið þessa gaura. Aldrei þolað þá. Aldrei fattað af hverju fólki finnst þeir vera æði og fögnuðu mögulegu re-unioni


Ég man að einu sinni var ég veikur heima og lagið Our House kom á VH-1 og ég fékk ælupest upp úr því. Svo var ég með lagið á heilanum í svona tvær vikur og kúgaðist reglulega!

Hérna er helvítis vídjóið(held ég, því að ég opnaði þetta bara fyrir embed kóðann, ekki séns að ég hlusti á þetta)


Madness - Our House

3. Korn - Twisted Transistor
Svona var Korn einu sinni

Bara metal aðdáendur sem hlustuðu á hip-hop. Lúðar. Nörd. Snillingar. Gerðu góðar plötur sem var vel hægt að nýta til að losa sig við flösu.

Þetta er Korn í dag.

Orðnir kjánalegir og ljótir en á vondan hátt. Hanga allt of mikið með liði úr Evanescence og eyða milljónum í míkrófónstanda og missa meðlimi í Jesus Freakness.
Eftir Take a Look in the Mirror kom út fór virkilega að halla undan fæti. Greatest Hits platan innihélt hið hrikalega Word Up! lag. Mér fannst það alveg í lagi þar sem að þeir voru að kover gamlar hetjur sínar og þeim var auðveldlega fyrirgefið í minni bók. Svo kom þetta lag út. Ég var nú ekkert búinn að tjalda fyrir utan Skífuna að bíða eftir plötunni en þegar ég heyrði þetta missti ég allt álit á þessari hljómsveit. Ég ætla bara að halda mig við Life is Peachy og fyrstu plötuna héðan í frá.



4. Britney Spears! - Satisfaction
Woman! Know Your Limits!!!



5. U2 - Vertigo
Hello, hello (¡Hola!)
I'm at a place called Vertigo (¿Donde esta¡?)
It's everything I wish I didn't know
But you give me something
I can feel, feel

Ef að það var ekki löngu búið að gerast þá var þetta definetly mómentið fyrir U2 þegar þeir stukku yfir hákarlinn






(Dis)Honorable Mentions:
Mika! Shjii hvað þessi gaur vill láta mann fá leiðinleg lög á heilann!
Fat Boys ft. The Beach Boys. Botninn á annars glæsilegum ferli Beach Boys

Friday, May 11, 2007

Topp 5 fyndin lög - Krissa

Fyrst vissi ég ekki alveg með þennan lista því í hausnum á mér var fyndið lag einhvern veginn synonymous við lélegt lag. En svo ákvað ég að það væri bara eitthvað bölvað kjaftæði, ákvað að sleppa Leoncie og skellti fullt af fyndnum og góðum lögum á playlista sem er svo búið að pikka af síðustu vikuna...svo eftir standa 5 lög...here goes:

1. Max Caulfield (Rex Manning) - Say No More, Mon Amour
"Say no more
Mon Amour
I'll bring my lovin' right to your front door
Here I come
Baby je t'adore
Lips are for kissing baby
So say no more"

Ok ok, þetta lag er admittedly skelfing! En hver sem hefur séð Empire Records getur ekki annað en hlegið þegar hann heyrir þetta lag. Þegar ég heyri það sé ég allavega fyrir mér sólbrúnkukremsappelsínugulan mann með wavey topp, allt of bláar linsur og í sleazy fötum...eeew!!!

2. Rolf Harris - Jake the Peg
"I had a dreadful childhood really, I s'pose I shouldn't moan
Each time they had a three legged race, I won it on me own "
Jake the Peg er bara alltof fyndið! Svo er ég líka búin að vera með það á heilanum í rúma viku...og búin að vinna í hópvinnu 2/3 sólarhringsins allan þann tíma. Ég er þ.a.l. búin að ná að dreifa gleðinni svo rooosalega, það eru allir búnir að vera að syngja diddle-liddle-liddle-lee síðustu 8 dagana eða svo :)

3. Hotels - Farewell to Love
Ok, ég fann þetta lag á einhverju mp3 bloggi - man ekkert afhverju ég ákvað að sækja það to begin with en vá! Það er eins og hljómsveitin sé samsett af meðlimum sem aðhyllast allir sitthvora tónlistarstefnuna og hver fái að part af laginu fyrir sig. Í viðlaginu kemur t.d. bútur sem gæti verið tekinn úr laginu sem heyrist alltaf í bakgrunninum á lélegri kínverskum veitingahúsum (er þetta ekki bara eitt lag annars sem er alltaf verið að spila á þessum stöðum?)

4. Loudon Wainwright III - Swimming Song

"This summer I swam in a public place and a reservoir to boot,
At the latter I was informal,
At the former I wore my suit,
I wore my swimming suit."
Segir textabrotið ekki allt sem segja þarf? Fyrir utan að vera með brjálæðislega fyndinn texta er það sumarlegt og frábært að öllu leyti!

5. Fujiya&Miyagi - Collarbone
"Toe bone connected to the ankle bone
ankle bone connected to the shin bone
shin bone connected to the knee bone
knee bone connected to the thigh bone"
Mér finnst frábært að láta sér detta í hug að byggja viðlagið sitt upp á einhverri anatómíu. Erlu Þóru fannst það minna sniðugt þegar hún komst að því að hún væri á ensku en ekki latínu...oh well...mér finnst þetta allavega hilarious!

Honorable mention: klárlega Maxwell's Silver Hammer með Bítlunum! JÁÁÁ!!! :D

Topp 5 fyndin lög - Kristín Gróa

Hvaða lög eru fyndin? Ég meika persónulega ekki týpísk fyndin lög... Weird Al er alveg off í mínum eyrum og við skulum nú ekki einu sinni byrja að tala um Frank Zappa! Þessi lög finnst mér skondin :D

1. Johnny Cash - Boy Named Sue

And if I ever have a son
I think I am gonna name him...
Bill or George any damn thing but Sue!


Þetta lag er einhvernveginn bæði kántrý, töff og fyndið... hvernig sem það er nú hægt. Þessi upptaka er líka eitthvað svo frábær því Cash er hálfhlæjandi í gegnum lagið og áheyrendur hrópa og kalla.

2. Green Jelly - Three Little Pigs

So they called nine-eleven, like any piggy would.
They sent out RAMBO, just as fast, as they could.

"YO, WOLF-FACE, I'M YOUR WORST NIGHTMARE, YOUR ASS IS MINE!!!"


Ég fæ nú bara nostalgíukast þegar ég hlusta á þetta lag. Einhverra hluta vegna var myndandið alveg ljóslifandi í höfðinu á mér og vá ég fékk alveg kast þegar ég sá það aftur! Þið verðið að horfa á það! Það ætti svo að gleðja Vigni að Maynard James Keenan er fyrrverandi meðlimur í Green Jelly og ég kemst ekki nær því að setja Tool lag á lista en það.



3. Isaac Hayes - Chocolate Salty Balls

Say everybody have you seen my balls?
They're big and salty and brown
If you ever need a quick pick-me-up
Just stick my balls in your mouth!


Þetta South Park lag er auðvitað alveg orðin klassík enda hefur engum tekist að láta bakstur hljóma eins sleazy eins og Isaac Hayes gerir hér. Lagið sjálft er reyndar töff burtséð frá textanum enda er það alveg ferlega funky og catchy!

4. Bob Dylan - Talking World War III Blues

Down at the corner by a hot-dog stand
I seen a man, I said, "Howdy friend,
I guess there's just us two."
He screamed a bit and away he flew.
Thought I was a Communist.


Eitt af mörgum uppáhalds Dylan lögunum mínum og pottþétt einn af fyndnustu textunum hans. Ég glotti alltaf út í annað þegar ég hlusta á þetta.

5. The Beatles - You Know My Name (Look Up The Number)

You know my name you know you know you know you know you know my name

Já Bítlarnir fá síðasta sætið enda er þetta lag alveg einstaklega súrt og skrítið. Lagið sjálft er svo sem ekki í neinu sérstöku uppáhaldi en samt get ég nú ekki annað en flissað þegar vitleysisgangurinn tekur yfirhöndina. Let's hear it for Denis O'Bell!

Tuesday, May 8, 2007

Bwahahaha indeed!

Af því við erum öll svo óendanlega fyndin og skemmtileg þá munum við lista upp topp fimm fyndin lög næsta föstudag! Til þess að enginn rifni úr hlátri þá mæli ég með að fólk hiti upp með því að horfa á þetta:

Sunday, May 6, 2007

Friday, May 4, 2007

Topp 5 lög flutt af stelpnahljómsveitum - Kristín Gróa

1. The Supremes - You Can't Hurry Love
No I can't bear to live my life alone
I grow impatient for a love to call my own


Ég sagði alltaf að þetta væri einkennislagið mitt enda krónískt einhleyp og þó það eigi ekki við lengur þá er þetta samt eitt af uppáhalds lögunum mínum. Ég er reyndar með fáránlegt 60's stelpnahljómsveita fetish og hefði auðveldlega getað fyllt listann með slíkum lögum. The Shirelles, The Ronettes, The Shangri-Las, The Angels, The Tammys, The Dixie Cups og ég gæti talið endalaust áfram. Þetta er þó toppurinn og það tekur efsta sætið á listanum fyrir hönd allra hinna.

2. Client feat. Carl Barat - Pornography
And I love the way you talk to me
And I love your whole philosophy


Þó ég og Krissa höfum upplifað mikið af tónlist saman þá er þetta pottþétt "lagið okkar". Það minnir mig bara alltaf á Krissuna mína... páskadaginn sem við héldum upp á saman, ótalmörgu margarítukvöldin á Freyjunni og síðast en ekki síst Glastonbury ferðina þar sem við þraukuðum einmitt í gegnum heilt Client sett í klessu dauðans til að vera í fremstu röð á Bright Eyes. Ahhh good times... og þó við séum hvorugar sérlega miklir aðdáendur Client þá er þetta lag bara alveg fáránlega gott og það skemmir svo sem ekkert fyrir að Carl Barat skuli stynja þarna með ;)

3. OOIOO - UMA

Ef þið hafið ekki heyrt þetta lag þá VERÐIÐ þið að tékka á því ekki síðar en núna! OOIOO er hliðarverkefni trommarans úr japönsku noiserokksveitinni The Boredoms en ólíkt þeirri sveit eru hér bara stelpur innanborðs. Ég held ég hafi aldrei heyrt jafn geðveikislega en um leið catchy tónlist og þessa. Hearing is believing.

4. Le Tigre - Deceptacon
I'm a gasoline girl with a vaseline mind but
Wanna disco?
Wanna see me disco?


Ég tengi þetta lag einhverra hluta alltaf við Ellefuna og kannski hefur það eitthvað að segja um það af hverju ég kemst alltaf í stuð við að heyra það. Le Tigre hafa orð á sér fyrir að vera mjög pólitískar og miklir femínistar en ég er svo grunn að mér finnst þetta bara hresst og það er nóg fyrir mig.

5. Chicks On Speed feat. Peaches - We Don't Play Guitars
We like using gaffer tape
But we don't play guitars


Ég held að allt sem Peaches kemur nálægt verði sjálkrafa alveg óendanlega töff og þetta lag er óneitanlega mjög töff.

Topp 5 lög sungin af 'chick bands' - Krissa

Elastica – 2:1
Don't ask for more
'Cause somewhere along the line
I've forgotten already

Vá, hvar á ég að byrja? Ég er búin að hlusta á þetta lag reglulega síðan það kom út og er ekki ennþá komið með leið á því! Til að setja það í samhengi þá kom lagið út árið 1995! Árið 1995 varð ég 13 ára...þannig að ég er búin að hlusta á það af og til næstum hálfa ævina! Svo skemmdi ekki fyrir að 2:1 var á Trainspottin soundtrackinu og Trainspotting er ein af uppáhalds myndunum mínum. Þess utan byrjaði Justine á að stofna Suede með þáverandi kærastanum sínum, hætti svo með honum og var með Damon Albarn í staðinn. Þannig að á tímabili mundi enginn eftir Elastica nema aðallega afþví að Damon og Justine voru alltaf út um allt í öllu bresku slúðri. Justine og Britpopið eru bara eitt!

Byrjunin á laginu...með trommunum, svo bassanum og svo Justine Frischmann að syngja ‚Keeping a brave face‘ með fyndnasta hreim í orðinu brave er bara pjúra æði! Svo halda þau kúlinu út allt lagið...yndi!

Cansei de ser Sexy - A la la

A la la, a la la
I'm so worried
I bought that posh clothing
But it still looks ugly

Ég neita að nota CSS, mér finnst Cansei de ser Sexy bara svo alltof flott nafn á hljómsveit til að stytta það! Platan er frábær, hljómsveitin er svöl, textarnir eru fyndnir, lagið er skemmtilegt, með fyndnum texta og yfirmáta sexy – what more can a girl ask?

The Bangles – Walk Like an Egyptian
The blonde waitresses take their trays
They spin around and they cross the floor
They've got the moves (oh whey oh)
You drop your drink then they bring you more

Þetta lag er bara svo yfirmáta hresst! Það er meira að segja partur í því sem maður getur flautað með – ef það er ekki bara ávísun á hressleika veit ég ekki hvað. Svo er erfitt að sitja kyrr við það – sem er líka góður eiginleiki. Svo er fáranlega svalt þegar það eru tæpar 3 mín búnar af laginu og það kemur svona ‚bassi...“walk like an egyptian“........‘ og svo svona ofur understated kafli út lagið...I likes it, jább!

The Supremes - Can't Hurry Love

You can't hurry love
No, you just have to wait
You got to trust, give it time
No matter how long it takes


So true! Supremes með motown prinsessuna Diana Ross eru klárlega æði…tambúrínan, brasshópurinn og glymrandi hressleiki – já glimrandi segi ég! Breakið rétt eftir miðjuna þegar þau minnka hljóðfæraleikinn niður í bara bassann og byrja svo að bæta í aftur er yndi! Tíhí

Eina sem ég hef út á lagið að setja er að það fade-ar út…ég þoli ekki þegar lög fade-a út…ef maður semur lag verður maður að semja byrjun OG enda!

Sleater-Kinney – Jumpers
The lemons grow like tumors they
Are tiny suns infused with sour

OK, ég er búin að hlusta slatta á Sleater-Kinney, ég sá þær spila á Nasa, mér finnst þær nokk svalar og bý með S-K fan EN ég hef aldrei heillast neitt rosalega af þeim – nema þessu lagi. Þetta lag er bara æði! Gítarinn og takturinn er frábær, textinn er æði og raddirnar tvær saman eru næstum of flottar! Þegar trommurnar koma loksins almennilega inn og „lonely as a cloooud“ – úff púff svo flott!


Honorable mention (já, pínu svindl, en ég bara verð): I know what boys like með hinni ever so frábæru hljómsveit Shampoo! JÁ JÁ JÁ!!!


Topp 5 stelpuhljómsveitir - Vignir

Ég er á því að þetta hafi verið erfiðasti listinn sem ég hef gert hingað til. Ég er greinilega ekki í nægilega góðu sambandi við kvenhliðina mína og þarf að gefa stelpum meiri gaum.

1. Sleater-Kinney - Good Things
broken pieces, try to make it good again
is it worth it, will it make me sick today
it's a dumb song, but i'll write it anyway
it's an old mistake, but we always make it, why do we

Það var svo 100% öruggt að það færi lag með Sleater-Kinney í efsta sæti, það eina sem var spurning var bara hvaða lag. Ég ákvað að setja Good Things af hinni frábæru plötu Good Things sem er frá 1996. Seinasta plata Sleater-Kinney, The Woods, hefur fengið svo mikla (og verðskuldaða) umfjöllun að ég vildi minna aðeins á eldra efnið þeirra. Því miður virðist vera sem að þær hafi ákveðið að hætta störfum sem er klárlega ekki nógu gott þar sem að þetta var eitt af þessum sjaldgæfu böndum sem varð betri með hverri plötu.

2. The Bangles - Eternal Flame
Þetta lag gefur mér alltaf ótrúlega 80s nostalgíu tilfinningu fyrir gömlu tímunum með skífusímum. Ég man eftir að ég vissi að þetta væri alveg rosalega tilfinningaríkt lag þótt ég skildi ekki textann eða neitt. Væri svo til í að vita af hverju þetta lag er brennt inn á heilabörkinn minn :)

3. The Breeders - Cannonball

Þetta lag minnir mig á sumar í Kópavoginum og gamla X-ið. Skemmtilegt lag með stelpuhljómsveitinni hennar Kim Deal úr Pixies. Ég gaf þessari hljómsveit samt aldrei almennilegan séns og ætlaði mér alltaf t.d. að athuga á seinustu plötunni þeirra, Title TK, sem fékk mest tvísýnu dóma sem ég man, annað hvort var þetta geðveik plata eða best nýtt sem glasamotta.

4. CSS - A la la
Hin brazilíska stelpusveitin. Brazilian Girls komast náttúrulega ekki inn á þennan lista þar sem að sú sveit hefur einungis 25% stelpuhlutdeild en CSS kemst auðveldlega inn sökum þess að þar er bara einn strákur í bandinu, en hann semur örugglega öll lögin og textana :)
Ég var dálítinn tíma að samþykkja þetta band, fannst eiginlega ekki mikið til koma en ég man hvenær ég fattaði að þetta væri snilld. Það var í einhverju af ófáum ölæðum mínum heima hjá Kristínu þegar þessi diskur fékk að rúlla í gegn og ég komst að því að hann virkaði bara mjög vel á mann, þegar maður er með smá buzz og er í stuði.

5. L7 - Pretend We're Dead
Ég er nú frekar ánægður með að það sé bara tvö Riot Grrrl bönd á listanum en ég var farinn að óttast að það yrðu bara stelpu pönk bönd á listanum. L7 syngja hér um apathy, en mig vantar almennilegt íslenskt orð sem coverar það. Afskiptaleysi? Alla vega, fólk lætur ekki heyra almennilega í sér um það sem að skiptir máli og það finnst stelpunum í L7 ekki vera nógu gott.

Thursday, May 3, 2007

Bananarama!

Til að hita upp fyrir lista vikunnar kemur þetta gríðarlega hressa lag! Þetta er svo töff! Bwahahaha....