Friday, May 30, 2008

Topp 5 random uppáhaldslög - Kristín Gróa


Glen Campbell - Wichita Lineman

And I need you more than want you
And I want you for all time


Ég get ekki að því gert en ég bara elska þetta lag út af lífinu.


The Beatles - Long, Long, Long

It's been a long long long time
How could I ever have lost you?
When I loved you?


Rósa vinkona spurði mig í vikunni hvað væri uppáhalds Bítlalagið mitt og þó ég hafi ekki treyst mér til að svara því þá kom þetta lag ósjálfrátt fyrst upp í hugann. Þetta fallega lag af hvíta albúminu er eitthvað svo látlaust að yfirleitt þegar ég tala um það þá annaðhvort man fólk ekki hvernig það er eða þekkir það yfirhöfuð ekki.


Elliott Smith - Between The Bars

Drink up baby, look at the stars
I'll kiss you again between the bars


Þetta er fyrsta lagið sem ég heyrði með Elliott Smith og ég varð svo bergnumin við fyrstu hlustun að ég rauk út í búð og keypti eina diskinn með honum sem ég fann. Það var XO og ég hlustaði á hann og ekkert annað í margar vikur á eftir.


Devendra Banhart - At The Hop

Put me in your tongue tied
Make it hard to say
That you ain't gonna stay


Ég verð nú seint talin brjálaður aðdáandi hans Devendra en hann á sín gullnu móment eins og þetta. Þetta er lítið ljúfsárt ástarlag sem er pínku sorglegt en samt alveg ofboðslega yndislegt um leið.


David Bowie - Rebel Rebel

You like me, and you like it all
You love dancing, and you look divine


Þetta er eitt af "ég er að fara á djammið og er strax búin að drekka tvö hvítvínsglös alveg óvart á meðan ég mála mig" lögunum mínum. Þegar enginn sér til þá hlusta ég á þetta og dansa um á nærfötunum með ælænerinn í annari hendi og hvítvínsglasið í hinni.

Thursday, May 29, 2008

topp 5 uppáhalds - zvenni

men an sa kan ingen bli - bob hund
Du kan kalla mig for idiot
Det har jag ingenting emot
Jag ar en idiot...


lag um hálfvita...

The Outdoor Type - The Lemonheads
lag um innipúka...

Tattoo - The Who
Me and my brother were talking to each other
'Bout what makes a man a man
Was it brain or brawn, or the month you were born,
We just couldn't understand

lag um karlmennsku...

(If Paradise Is) Half As Nice - Amen Corner
Gott lalla lag...

Satellite of Love - Lou Reed

Gott gerfihnattarástarlag með bowie í bakröddum (a o ó hó...)

Óvissa


Ég hef ásamt öðru góðu fólki verið á fullu að skipuleggja óvissuferð fyrir vinnufélagana sem farin verður á morgun. Nú vil ég ekki ljóstra upp of miklu þar sem það er aldrei að vita hver læðist hingað inn og ég vil ekki gerast sek um að kjafta frá og eyða allri óvissunni... en ég tók allavega að mér að gera mixdisk sem verður spilaður á einhverjum tímapunkti þetta kvöld. Það er visst þema í gangi hérna sem ég ætla þó ekki að segja upphátt og ég þori ekki einu sinni að setja mixið inn í heild sinni en ég get þó sagt að ég rifjaði upp nokkur ansi góð lög sem ég var búin að gleyma. Eins og til dæmis...

Statler Brothers - Flowers On The Wall
The Flying Burrito Brothers - Christine's Tune
Burl Ives - Ghost Riders In The Sky

Wednesday, May 28, 2008

Eldað með rokkstjörnum


Fyrir þau ykkar sem eruð áhugafólk um bæði mat og rokktónlist (eins og ég) er til hin fullkomna síða sem sameinar þetta tvennt... Cooking With Rockstars! Jessss. Þetta virkar þannig að það er tekið matartengt viðtal við tónlistarmann og svo lætur hann frá sér eina uppskrift sem er birt með viðtalinu. Fullkomið! Nýjasta myndbandið er með Will Sheff og Jonathan Meiburg úr Okkervil River og þarna má líka finna klippur með Rufus Wainwright, Jack Black, Britt Daniel úr Spoon og mörgum fleiri. Já og hversu mikið meira er ég orðin skotin í Will Sheff eftir að hafa heyrt hann tala um carpaccio og sjá að uppskriftin hans er að "Chocolate Caramel Tart with Sea Salt"?! OMG, be still my beating heart.

Bonnie "Prince" Billy


Will Oldham gaf skyndilega út plötu á dögunum eða það var allavega skyndilegt í mínum huga því ég vissi ekkert að þetta væri í bígerð. Svo þykist ég vera að fylgjast með tónlist! Piff. Platan nefnist Lie Down In The Light og er gefin út undir nafni Bonnie "Prince" Billy. Ég er nú ekki búin að heyra plötuna í heild en það sem ég hef heyrt bendir til þess að þetta sé algjör skyldueign eins og flest það sem maðurinn sendir frá sér. Til að byrja með er hægt að svala forvitninni með þessum tveimur lögum sem eru bæði virkilega góð.

Bonnie "Prince" Billy - Easy Does It
Bonnie "Prince" Billy - You Want That Picture (með Ashley Webber)

Tuesday, May 27, 2008

Nýtt frá Sigur Rós



Strákarnir í Sigur Rós voru að tilkynna það að þeir ætla að henda í okkur nýrri plötu eftir skitinn mánuð, þann 23. júní. Svona á að gera þetta! Gera mann spenntan og gefa plötuna út meðan spennan er í algleymingi. Platan heitir hinu frábæra nafni með suð í eyrum, við spilum endalaust. Með fréttunum fylgdi líka fyrsta lagið af plötunni sem heitir gobbledigook. Það er greinilegt að nýtt hljóð er á ferðinni og ég fagna því að drengirnir séu að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst þetta lag vera alveg frábært, mikið vor og sumar í því. Ég vona bara að fólk taki vel í breytingarnar en ég sé strax fyrir mér bandarískar háskólastelpur vera alveg:
"I love Segöhr Rohs but I think they are really moving away from... blah blah blaaah!" Gott lag! Tjekkaðu á því

Sigur Rós - gobbledigook

Svo er hér linkur á myndbandið en ekki vera að smella á þetta í vinnunni nema allir séu líbó á því að það sé tillar og brjóllur á skjánum þínum.

Dylan og næsti listi

Dylan var góður í gær og eiginlega bara alveg eins og ég bjóst við að hann yrði. Mér leist nú ekkert á þetta í byrjun því það komu bara undarleg hljóð út úr honum í fyrstu tveimur lögunum en hann komst svo allur á flug og var bara orðinn silkimjúkur í röddinni undir lokin. Tjah eða svona eins mjúkur og hann getur orðið. Eins og þegar ég sá hann í fyrra tók hann langmest af Modern Times og tók þau lög eiginlega af mesta kraftinum sem mér fannst bara frábært. Mér finnst það líka góð plata og hef hlustað mikið á hana svo ég er kannski sáttari en þeir sem hafa ekki heyrt plötuna. Gömlu lögin tók hann mörg í nýjum búningi eins og hann á til að gera og af þeim fannst mér It's Alright Ma (I'm Only Bleeding) standa upp úr. Ég er sátt!

Úr því ég er byrjuð þá ætla ég að tilkynna næsta lista. Í þetta sinn ætlar hvert okkar að segja frá fimm lögum sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þetta er alls ekki definitive topp 5 uppáhaldslaga listi enda gæti örugglega ekkert okkar gert slíkan lista en við ætlum að velja fimm lög af handahófi sem eru í miklu uppáhaldi. Það er aldrei að vita nema við gerum þetta einhverntíma aftur við tækifæri enda er víst af nógu að taka.

Svo ég beri sál mína þá var þetta einu sinni í miklu uppáhaldi hjá mér (já þegar ég var vitlaus unglingur en SAMT). Þið megið hlæja að mér núna.

Monday, May 26, 2008

Mimas

Á degi sem þessum væri það eina rétta að skrifa eitthvað um Bob Dylan en hvað get ég sagt um hann sem þið hafið ekki heyrt áður? Hvaða lögum get ég póstað sem þið hafið ekki heyrt áður? Þið hljótið að vita að Dylan er snillingur svo ég þarf ekki að hamra neitt á því. Ég held ég segi því sem minnst um hann og vonast bara til að sjá ykkur á tónleikunum í kvöld.

Það sem ég ætla að gera í staðinn er að koma með fyrsta official toppfimm plöggið (about bloody time heyri ég ykkur segja og amen við því). Mimas er dönsk/íslensk hljómsveit staðsett í Danmörku sem er að gera góða hluti. Þeir eru á mála hjá breska plötufyrirtækinu Big Scary Monster Records og fyrsta platan þeirra, The Worries, kemur út í Bretlandi í september. Þeir hafa verið að túra um Bretland og hituðu upp fyrir hina frábæru sveit Why? í Kaupmannahöfn á dögunum svo það er allt í gangi á þeim bænum. Ég væri ekki að tjá mig um þessa hljómsveit ef mér litist ekki vel á þá svo ég hvet ykkur eindregið til að skokka yfir á download svæðið á heimasíðunni þeirra og tékka á nokkrum lögum. Fyrir þá sem neita að ráfa út af toppfimm þá eru hérna beinir linkar á tvö lög af plötunni. Tékkið á þessu, þetta er gott stöff.

Mimas - Mac, Get Your Gear
Mimas - Cats On Fire

Mimas á MySpace

Saturday, May 24, 2008

topp 5 lokalög - zvenni


Bike - The Piper at the Gates of Dawn - Pink Floyd


I know a room full of musical tunes
Some rhyme
Some ching
Most of them are clockwork
Let's go into the other room and make them work

Skrítið lag samið af skrítnum gaur.

Blackhole - Mellow Gold - Beck

alphabet
alphabet
can't afford a telephone
black hole
black hole
nothing's gonna harm you


Held ég hafi hlustað mest á þetta lag á plötunni. Gott lokalag.

Death is Not the End - Murder Bllads - Nick Cave & the Bad Seeds

Smá vonarglæta eftir öll ósköpin, hryllingin, ofbeldið og það sem Cave er búinn að láta okkur hlýða á. Sama hvað er búið að ganga yfir þá er alla veganna hægt að hugga sig við það að dauðinn er ekki endirinn.

Two-Headed Boy Part 2 - In The Aeroplane Over The Sea - Neutral Milk Hotel

Einhvers konar endir á undarlegri plötu. Minnir mig á súrrealíska bók eftir Sjón sem ég las. Skildi ekkert í henni en var að drepast úr spenningi og hrifningu á síðustu blaðsíðunum sem samt færðu mig engu nær. Það er eins og lagið bindi plötuna saman án þess að gera það í raun.

Anywhere I Lay My Head - Rain Dogs - Tom Waits

Well I dont need anybody,
because I learned, I learned to be alone
Well I said anywhere, anywhere, anywhere I lay my head, boys
Well I gonna call my home


Allt í rugli, Thames í logum, hjartað í skónum og heimurinn á hvolfi. En það er í lagi, einveran lærist og heima er þar sem höfuðið liggur.

Friday, May 23, 2008

Topp 5 lokalög - Kristín Gróa

Jæja það eru bara golden oldies á listanum í þetta skiptið...


5. Dire Straits - Brothers In Arms af Brothers In Arms (1985)

Mér finnst þetta bara svo fallegt. Punktur.


4. Neil Young - Tonight's The Night - Part II af Tonight's The Night (1975)

Ég var fyrst að pæla í því að hafa byrjunarlögin og endalögin spegluð, þ.e. finna plötur þar sem byrjunarlagið er frábært og endalagið líka og byggja listana tvo þannig upp. Ég guggnaði samt á því en þessi plata hefði verið sjálfkjörin á listana því það er sama lagið í upphafi og í lokin, bara í öðrum búningi. Að ljúka plötu á sama hátt og hún byrjaði er eitthvað sem Neil Young á það til að gera, ekki alltaf svona augljóslega en mér finnst þetta rosalega flott leið til að gera plötuna að einni heild. Það lokar hringnum.


3. Stevie Wonder - I Believe (When I Fall In Love It Will Be Forever) af Talking Book (1972)

Þetta lag potar í einhvern auman blett innan í mér svo mig verkjar alltaf smá í hjartað þegar ég hlusta á það. Samt er lagið í raun uppfullt af von svo það er ekki vondur hjartaverkur heldur svona meira hjartað að segja "Hei ég er hérna! Ekki gleyma mér!". Sem er eins gott því maður má ekki gleyma hjartanu sínu.


2. Bob Dylan - Sad Eyed Lady Of The Lowlands af Blonde On Blonde (1966)

Þessi ástaróður til Söru Lownds er líklega uppáhalds Dylan lagið mitt og þá er nú mikið sagt. Þetta er einmitt það sem Dylan gerir best, það virðist ekki mikið vera í gangi en hann ryður út úr sér erindi eftir erindi og maður fær aldrei nóg þrátt fyrir að lagið sé ellefu mínútna langt. Lagið tók alla fjórðu hlið meistarverksins Blonde On Blonde og er heldur betur stórfenglegur endir á frábærri plötu.


1. The Beatles - A Day In The Life af Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band (1967)

Ekki frumlegt val en ég get bara ekki ímyndað mér betra lokalag. I read the news today, oh boy er svo auðvitað ein besta upphafssetning lags ever.

Topp 5 lokalög -Krissa

Pínu snemma í því í þetta skiptið en það hlýtur að vera viðeigandi því ég er alltaf síðust. Here goes...


5. The Streets - Empty Cans af A Grand Don't Come for Free
"My jeans feel a bit tight,
think I washed them a bit too high

I was gonna be late,
so I picked up my pace to run. "

Úff ég hlustaði svo aaaðeins of oft á þessa plötu og tókst samt einhvern veginn að fá ekki leið á henni. ég trúi því í raun ekki að ég hafi gleymt upphafslaginu í síðustu viku því það er líka most awesome. Þetta er kannski ekki besta lag plötunnar en Skinner tekst með því að loka sögunni (og þar með plötunni).


4. Liars - The Other Side of Mt. Heart Attack af Drum's Not Dead
"I won't run far.
I won't run far.

I can always be found.

I can always be found."

Einhvern veginn tekst þeim að loka plötunni á rólegu nótunum eftir allt sem á undan hefur gengið. Voðalega krúttlegt alltsaman...þetta er svona kúrilag ;)


3. Jeff Buckley - Dream Brother af Grace
Að síðasta línan í síðasta lagi einu plötunnar sem Buckley náði að koma út sjálfur skuli vera "asleep in the sand with the ocean washing over" er eiginlega bara pínu eerie.


2. Beirut - After the Curtain af Gulag Orkestar
Bara yndislegt lag og frábær endir á plötunni. Ef þetta væri spilað síðast á tónleikum myndi maður ganga út með bros út að eyrum og langa í meira, þetta er svoleiðis lag. Það sama á við plötuna.


1. Bob Dylan - Sad Eyed Lady of the Lowlands af Blonde on Blonde
Það er einfaldlega allt gott við þetta lag, textinn frábær og söngurinn er svo afslappaður og rólegur.

Thursday, May 22, 2008

The Breeders


Nýja Breeders platan hefur fengið æði misjafna dóma en þar sem ég dýrka og dái Kim Deal þá keypti ég hana algjörlega óheyrða og hunsaði allar aðvaranir. Síðasta afurð þeirra, Title TK, þótti líka gloppótt en mér fannst hún alveg æðigæði svo ég var nokkuð viss um að þessi yrði bara stórfín líka. Nú hef ég hlustað dálítið á hana og er satt að segja ekki alveg búin að gera upp við mig hvað mér finnst. Mér finnst hún eiginlega síðri en síðasta plata en aftur á móti var ég frekar lengi að melta hana svo kannski þarf ég bara að vera þolinmóð? Ég held það.

The Breeders - We're Gonna Rise

The Breeders - Here No More

Wednesday, May 21, 2008

Duchess Says


Ég var búin að láta Vigni lofa mér að skrifa um kanadísku synthpönk hljómsveitina Duchess Says en þar sem hann er ekki enn búinn að því og ég er gjörsamlega að springja úr hrifningu á þeim þá get ég ekki orða bundist lengur. Krissa og Vignir fá samt algjörlega kúdósið fyrir að hafa sagt mér frá þessari hljómsveit og hvatt mig til að kaupa plötuna svo þið getið þakkað þeim þegar þið verðið ástfangin af þessu eins og ég.

Já en þessi hljómsveit er sem sagt frá Montréal eins og allt sem er gott og fagurt og er virkilega að hrista upp í veröldinni minni. Það er langt síðan ég hef sett plötu á fóninn og hugsað "hvað er ÞETTA?!". Það er allavega ekki oft sem maður heyrir stelpu öskra svona, svo mikið er víst. Platan sem nefnist Anthologie Des 3 Perchoirs virðist ekki koma út utan Kanada fyrr en í lok ágúst en það er samt hægt að kaupa hana á Insound.

P.S. Ef þú ert kóðaapi eins og ég þá mæli ég sérstaklega með þessu því maður forritar eins og vindurinn með þetta í eyrunum.

Duchess Says - Cut Up
Duchess Says - La Friche

Tuesday, May 20, 2008

Eurovision

Ég veit ekki af hverju ég er með kveikt á júróvisjón en VÁ hvað ég er fegin. Atriðin eru svo slæm að það liggur við að mér finnist íslenska lagið gott í samanburði og þetta er bara endalaust fyndið allt saman. Azerbaijan eru með í fyrsta skipti og ég hélt bara að ég myndi tryllast úr hlátri þegar ég sá atriðið þeirra. Þetta er myndbandið og þeir voru bara nákvæmlega svona á sviðinu. Úff allt of fyndið.

M83


Ég keypti plötuna Saturdays = Youth með M83 nýlega án þess að langa sérstaklega mikið í hana. Ég veit ekki alveg hvað varð til þess að ég bætti henni í bunkann hjá mér en það var líklega af því hún fékk svo góða dóma og einhver (Snorri? Vignir? Krissa? Man ekki...) sagði að hún væri góð. Ég hef í raun aldrei hlustað á M83 en minnti alveg endilega að ég hefði tékkað á þessu einhverntíma og fundist það frekar leiðinlegt.

Það var svo ekki fyrr en núna um daginn sem ég nennti að setja plötuna í spilarann og um leið og hún byrjaði hugsaði ég "ohh af hverju var ég að kaupa þetta... vissi að þetta yrði svona tónlist". Mér til mikillar undrunar snérist mér aftur á móti hugur þegar ég hélt áfram að hlusta því þrátt fyrir að þetta virki dálítið væmið og tilgerðarlegt þá er það ekki raunin ef betur er að gáð. Það böggar mig pínku að vita að þetta er franskt (ekki spyrja, ég er kjáni) og þetta verður kannski aldrei uppáhalds en kom mér samt ánægjulega á óvart.

M83 - Skin Of The Night
M83 - Graveyard Girl

Monday, May 19, 2008

No Age


Plön sumarsins breytast á tveggja daga fresti en eitt er víst, ég var að kaupa mér miða á Hróarskeldu í gær svo jeijj fyrir því. Ég gæti reyndar þurft að nýta ferðina og fara að vinna í Danmörku í leiðinni en það er svo sem allt í lagi, þá fæ ég bara flugið mitt frítt í staðinn. Maður er alltaf að græða.

Á meðal þeirra sem stíga á stokk á Hróarskeldu er hin losangelíska tveggja manna sveit No Age sem gjörsamlega tryllti gagnrýnendur með plötunni Nouns á dögunum. 9.2 á Pitchfork? Really now? Svona dómar skemma eiginlega bara fyrir mér því ég býst við svo miklu að þegar ég loksins heyri tónlistina þá hugsa ég bara "er þetta allt og sumt?". Mér líður dálítið eins og mér leið þegar ég hlustaði á hina ofsahæpuðu Person Pitch með Panda Bear í fyrsta skipti. Mér fannst þetta alveg flott en var ekkert að pissa á mig yfir snilldinni. Með tíð og tíma varð ég reyndar ansi hrifin af þeirri plötu svo kannski fer ég að elska þessa líka þegar ég fer að hlusta meira á hana og hugsa minna um snilldarstimpilinn sem er á henni. Hún lofar vissulega góðu svo ég hvet ykkur til að tékka á henni.

No Age - Teen Creeps
No Age - Sleeper Hold

Saturday, May 17, 2008

Topp 5 opnunarlög - Krissa

Ég hef sjaldan átt jafn erfitt með að velja bara 5 lög. Þegar ég var komin með 10 laga lista gat ég engan veginn valið og velti þessu fyrir mér fram og til baka. Eftir niðurskurð standa þó þessi 5 eftir...þau eru topp 5 - í dag allavega ;)


5. Pixies - Debaser af Dolittle
Á síðasta grunnskólaárinu mínu heyrði ég fyrst í Pixies. Ég man ennþá nákvæmlega hvar, hvenær og með hverjum það var. Vinur minn átti eldri systur sem bjó í útlandinu. Hún átti fáranlega gott tónlistarsafn sem af einhverjum ástæðum var geymt heima á Íslandi og mátti helst ekki snerta því diskarnir máttu alls ekki rispast. Hann leyfði mér nú samt einhvern tíma að hlusta á Dolittle og mér fannst það alltsaman frábært og langaði bara að heyra meira og meira og meira. Dolittle er því Pixies platan mín og Debaser er fullkomið opnunarlag fyrir hana.



4. The Cure - In Between Days af The Head on the Door
Mér finnst The Head on the Door svo miklu miklu poppaðari útgáfa af The Cure en var á The Top að In Between Days er algjörlega rökrétt opnunarlag. Það segir þér strax á fyrstu hálfu mínútunni að þarna er kominn annar tónn og aðrar áherslur. Robert Smith að segja okkur að það er hægt að poppa upp depurðina og dansa við hana ;)



3. Radiohead - Everything in Its Right Place af Kid A
Af einhverjum ástæðum féll ég gjörsamlega fyrir Kid A strax við fyrstu hlustun. Mér fannst opnunarlagið svo ótrúlega flott að það lá við að ég setti það strax á aftur en sem betur fer gerði ég það ekki því næsta lag var líka frábært. Og þarnæsta og þarþarnæsta. Everything In Its Right Place setur einhvern veginn tóninn fyrir plötuna sem enginn vissi hvernig yrði, plötuna sem kom á eftir OK Computer, plötuna sem var allt öðruvísi en það sem Radiohead hafði áður gert.



2. The Libertines - Can't Stand Me Now af The Libertines
"Cornered the boy, kicked out at the world

The world kicked back

A lot fuckin' harder"

Lagið sem segir allt sem segja þarf. Strax í fyrsta lagi plötunnar fær maður að heyra allt um vesenið á Pete og ósættið milli Pete og Carl. Bæði lögin og textarnir á restinni af plötunni staðfesta þetta svo alltsaman. Enda náðu Libertines rétt að klára að taka plötuna upp saman. Þegar við Kristín sáum þá svo í ágúst 2004, helgina áður en platan kom út, var búið að reka Pete og Libertines því eiginlega sjálfkrafa dauð enda gekk allt út á samspilið milli Pete og Carl.



1. TV on the Radio - The Wrong Way af Desperate Youth, Blood Thirsty Babes
"I don't wanna cast pearls to swine

I don't wanna march peacefully
No no no no no no no no no"
Opnunarlag Desperate Youth, Blood Thirsty Babes er grípandi, spennandi og með fáranlega flottum texta. Getur maður beðið um meira?

Topp 5 byrjunarlög - Vignir

5. Okkervil River- Our Life is Not a Movie or Maybe
Gott byrjunarlag þarf að grípa mann dálítið og gefa manni hugmynd um hvað maður á í væntum. Þetta lag nær að uppfylla það allt saman. Virkilega flott lag sem kemur manni meira og meira í gírinn fyrir plötuna. Textinn er alveg frábær og söguframsetningin er sterkasta spilið þar. Þegar komið er á 1:43 og Will Sheff öskrar "Hey! I'd watch it!" þá er maður búinn að kokgleypa þetta.

4. The Knife - Silent Shout
Silent Shout er alveg rosalega þétt plata með sinn eigin heim. Maður fær hálfgerða innilokunarkennd á því að hlusta á hana. Það er því mjög vandvirkt að koma manni inn í svona heim og verður byrjunarlagið því að hleypa manni inn í heiminn. Það er einmitt sem að þetta lag gerir. Maður eltir melódíuna í gegnum spegilinn.

3. Radiohead - Everything in its Right Place
Þegar Radiohead gáfu út Kid A var hemurinn búinn að bíða í ofvæni. Seinasta plata þeirra, OK Computer, var búin að skilgreina hvernig rokk yrði næsta áratuginn og sögur um nýtt sánd voru búnar að ganga um. Þegar maður fekk loksins plötuna í hendurnar og setti hana í, þá lét fyrsta lagið mann alveg vita að þetta væri ekki sama hljómsveit og maður hafði þekkt hingað til. Engin gítar heyrðist(reyndar ekki fyrr en í fjórða lagi) , rödd Thom Yorke effektuð í tætlur og það heyrðist ekki einu sinni í trommum. Þegar maður var búinn að venjast þessu nýja sándi komst maður að því að þetta væri bara alveg heví góð plata.

2. Led Zeppelin - Good Times, Bad Times
Ekki bara frábært byrjunarlag, heldur líka byrjunarlag einna bestu hljómsveitar allra tíma. Frábært riff byrjar lagið og trommusláttur Bonham keyrir mann inn í nýjan rokkheim, fullan af álfum, svikulum konum og alvöru rokki.

1. Black Sabbath - Black Sabbath
Ekki bara frábært byrjunarlag og ekki bara frábært byrjunarlag hljómsveitar heldur frábært byrjunarlag heillar tónlistarstefnu. Black Sabbath setti saman alla réttu íhlutina og bræddi þá saman og hamraði saman fyrsta alvöru þungmetalinn.

Friday, May 16, 2008

Topp 5 byrjunarlög - Kristín Gróa

Það er ekki hægt að gera svona lista án þess að skilja útundan fullt af svakalegum plötubyrjunum svo þetta er í mínum huga ekki definitive listi heldur meira dæmi um góð byrjunarlög.


5. Megas og Senuþjófarnir - Konung Gustavs III:s mord af Frágangi (2007)

Þetta fær sæti fyrir einskært skemmtanagildi. Sjaldan hefur plata gripið mig svona strax frá fyrstu sekúndu... ég varð bara ofsaglöð og langaði ekkert meira en að hlusta áfram.


4. The Cure - Plainsong af Disintegration (1989)

Þetta fallega lag sem byrjar hægt og er instrumental fyrstu tvær og hálfa mínútúna er fullkomið intro að þessari frábæru plötu. Mér hefur alltaf fundist Disintegration vera eins og dimmur og blautur kjallari... ég fæ allavega þá mynd í höfuðið þegar ég hlusta á hana. Að byrja á þessu lagi setur mann í réttar stellingar fyrir það sem er í vændum.


3. Art Brut - Formed A Band af Bang Bang Rock & Roll (2005)

Að byrja fyrstu plötuna sína á Formed a band...We formed a band...Look at us! We formed a band! er auðvitað algjört snilldarmúv. Við vorum að stofna hljómsveit, erum nýbyrjaðir og já ég syng svona asnalaega í alvörunni en við ætlum að semja lagið sem fær Ísrael og Palestínu til að vera vini. Snilld? Já.


2. Nick Drake - Time Has Told Me af Five Leaves Left (1969)

Það var þetta lag sem dró mig að Nick Drake og ég man alveg nákvæmlega hvenær ég heyrði það fyrst. Þetta var fyrir einhverjum sjö árum og bróðir minn hafði lánað mér bílinn sinn á meðan hann var í útlöndum. Eftir nokkra daga fór ég að róta í diskunum sem voru úti í bíl og dró þá upp þennan disk sem ég hafði aldrei heyrt en kannaðist óljóst við nafnið á söngvaranum. Um leið og ég stakk disknum í og þetta lag byrjaði þá varð ég dolfallin og hlustaði ekki á neitt nema Nick Drake næstu vikurnar. Það kalla ég gott byrjunarlag.


1. Bob Dylan - Like A Rolling Stone af Highway 61 Revisited (1965)

Algjörlega epískt lag. Ekki nóg með að þarna sé hann að byrja eina af sínum sterkustu plötum á einu af sínum sterkustu lögum heldur var hann líka að starta rafmagnsvæðingunni sinni með þessu lagi. Þetta lag markar því í raun algjör tímamót á hans ferli og er þar með eitt af bestu byrjunarlögum allra tíma.

topp 5 upphafslög - zvenni

Prayer to God - 1000 Hurts - Shellac

Alltaf gott að byrja á bæn. Setur stemmninguna fyrir restina og restin er eins og byrjunin, frekar reið.

Neighborhood #1 (Tunnels) - Funeral - Arcade Fire

Var búinn að eiga plötuna lengi áður en ég gat haldið áfram með hana og byrjað að hlusta á lag númer 2. Tunnels var bara svo massíft að ég komst ekki lengra. Held að þetta sé fyrsta og besta lagið sem ég hef heyrt með þeim.

The Mercy Seat - Tender Prey - Nick Cave & The Bad Seeds

And the mercy seat is waiting
And I think my head is burning
And in a way I'm yearning
To be done with all this measuring of truth.
An eye for an eye
And a truth for a truth
And anyway I told the truth
But I'm afraid I told a lie.


Engar málalengingar heldur hoppað beint í sjö mínútna vangaveltur og játningar á dauðadeild, enda ekki eftir neinu að bíða, stóllinn kallar.

Trompe Le Monde - Trompe Le Monde - Pixies

go
go little record go
it is named by
some guy named joe
and the words
are the letters of the words


Ahh... Trompe Le Monde, þurfti að hlusta sjö sinnum á hana áður en ég fór að skilja, uppáhalds Pixies platan mín og ein af uppáhaldsplötum mínum almennt. Þetta lag setur tóninn fyrir það sem koma skal, og það er allt gott.

In The Flesh - The Wall - Pink Floyd

So you thought you might like to,
Go to the show.
To feel the warm thrill of confusion,
That space cadet glow.

Tell me is something eluding you, sunshine?
Is this not what you expected to see?
If you wanna find out whats behind these cold eyes,
Youll just have to blow your way through this disguise.


Magnað upphaf á magnaðri plötu. Waters hefur ferðalagið inn í skúmaskot hrjáðs huga með sinni ískyggilegu og brjálæðislegu rödd. Hvort sem hann hvíslar yfirvegað eða öskrar í tryllingi er það óaðfinnanlegt í mínum eyrum .

Thursday, May 15, 2008

The Duke Spirit


Ég keypti nýju plötuna með The Duke Spirit úti um daginn og er aðeins að byrja að hlusta á hana. Platan nefnist Neptune og virkar við fyrstu hlustanir algjörlega rökrétt framhald af Cuts Across The Land sem kom út árið 2005. Ég keypti þá plötu algjörlega út í loftið á sínum tíma án þess að vita við hverju ég ætti að búast en varð síðan alveg ofboðslega hrifin af henni. Það er of snemmt að dæma um hvort þessi nýja er betri eða verri en ég fíla hana allavega og þá sérstaklega lögin tvö sem eru hér að neðan. Ég næ bara ekki enn upp í það að hafa labbað framhjá Lídó þegar Airwaves tónleikarnir þeirra voru að byrja og ekki nennt inn! Ég var alveg yfirgengilega þreytt og hafði séð þau spila frábært off venue sett fyrr um daginn en samt! Skandall!

The Duke Spirit - Lassoo

The Duke Spirit - Wooden Heart

Tuesday, May 13, 2008

Glastonbury line-up


Toppfimm hugðist vera stórtækt þetta árið og gera út festival deildir bæði á Hróa og Glastonbury. Vegna landfræðilegra örðugleika þurfti að fresta Glastoför ársins (því miður búhú) en line-upið hefur verið birt og er ekki af verri endanum.

Enn eru til miðar svo það er um að gera að skella sér til Somerset, kíkja á Stonehenge, hafa það gott á Glasto, rölta á milli sviða/tjalda og sjá fáranlegt úrval hljómsveita, tékka á sirkusnum, fara á stand-up, smakka epla ciderinn og fá smá healing hjá shaman í Healing Fields. Krakkar - glasto er yndi!

Glastonbury line-up 2008

The Black Keys

Jæja þá er ég (því miður) komin heim frá Montréal þar sem ég heimsótti tvo fimmtu hluta topp fimm veldisins. Borgin, veðrið, maturinn, tónlistin og síðast en ekki síst gestgjafarnir voru yndisleg og mig langaði bara ekkert að fara heim eftir aðeins viku. Við afrekuðum að fara á frábæra tónleika með The Kills sem voru yfirburða svöl eins og við var að búast. Við íhuguðum að fara að sjá Foals en vorum óviss og löt svo við köstuðum upp á það og peningurinn sagði rólegheit en ekki rokk. C'est la vie.


Ég sleppti mér ekkert í tónlistarkaupunum en náði þó að versla smá bunka af diskum. Ég hef ekkert náð að hlusta á þá að ráði en ég setti þó nýja Black Keys diskinn í græjurnar um helgina og hann hefur fengið að rúlla nokkrum sinnum þar sem ég hef ekki nennt að skipta um disk (hvað get ég sagt... ég er löt). Það er skemmst frá því að segja að þessi plata venst hratt og vel og ég er mjög hrifin af henni. Ég hef reyndar alltaf verið veik fyrir blús þeirra félaga en mér finnst þessi fimmta plata þeirra vera nokkuð melódískari og fallegri en fyrri plötur sem er bara jákvætt. Það má nú samt segja að miðað við að þessi plata hafi byrjað sem samstarf við Ike Turner og að hún er pródúseruð af Danger Mouse þá sé stefnubreytingin mun minni en maður hefði haldið. Ég mæli hiklaust með þessari.

The Black Keys - Strange Times af Attack & Release
The Black Keys - Things Ain't Like They Used To Be af Attack & Release
The Black Keys - Hard Row af Thickfreakness (gamalt æði!)

Friday, May 9, 2008

topp 5 þáttalög - zvenni

Löggu- og glæpaþættir

Á margar sjónvarpsminningar úr æsku sem tengjast löggæslu á einhvern hátt. Þættir um fólk sem leysti glæpi og ráðgátur heilluðu mig. Það gilti einu hvort um væri að ræða löggur, lögmenn, rithöfunda eða þúsundþjalasmiði, það sem skipti máli var að þau hefðu sterka réttlætiskennd og samúð með smælingjanum.

MacGywer

Sá ekki marga MacGywer þætti í æsku en man bara hvað mig langaði að vera svona gaur sem getur bjargað sér úr hvaða klípu sem er með hverju sem er. Flísatöng, tíkall, smáspotti og bakgrunnur í vísindum og ekkert er í veginum.


Morðgátan

(eða "Mord ist ihr Hobby á þýsku)
Hresst og halló intró lag, soldið eins og glæparithöfundurinn Jessica Fletcher.


Matlock

Hafði mjög gaman af Matlock, eins og Morðgátan var Matlock sona fjölskyldusakamálaþáttur, þó fólk slæmir hlutir gerðust þá var ekkert of grafískt í gangi og ekki mikil raunveruleg illska.

Derrick

"Mein Name ist Derrick"

Derrick og Harry Klein voru hetjur mínar. Lagið situr fast minningunni, gott og einkennandi fyrir þættina. Hasar í upphafi sem setur atburðarásina af stað en svo taka ígrunduð rólegheit við er Derrick mætir á svæðið, tekur sér sinn tíma og meltir málið. Harry sveiflar byssunni aðeins en svo róar Derrick allt niður á ný með lausn á málinu. Fín formúla.

Taggart

Það var heilög stund í stofunni er Taggart var í sjónvarpinu, undarlegt hvað þessi úrilli (and)skoti hafði mikinn sjarma, bölvandi samstarfsfólki sínu og í raun öllu í kring um sig.

Lagið í þáttunum sat í mér, er eiginlega bara nokk gott. Sungið af Maggie Bell sem ég kann engin deili á en fjallar um glæpaborgina Glasgow sem hún segir þó ekki svo slæma.