Monday, March 31, 2008

Diskakaup


Ég freistaðist til að fara á geisladiskamarkaðinn í Perlunni á laugardaginn sem hefði nú ekki verið dramatískt ef ég hefði ekki stoppað í Nóatúni á leiðinni og horft upp á eldri konu detta beint fyrir framan mig og handleggsbrotna. Þetta þýddi auðvitað neyðarlínusímtal, sjúkrabíl og allan pakkann. Hei en eftir góðverk dagsins átti ég nú alveg skilið nokkra geisladiska! Merkilegast fannst mér að finna Plants & Animals plötuna á 1200 kall, bæði kom mér á óvart að hún skyldi vera til þarna og að hún væri ekki dýrari verandi nýleg og allt það. Ég keypti líka Low með David Bowie, Private Dancer með Tinu Turner, Crosby, Stills & Nash með Crosby, Stills & Nash og þrjár aðrar plötur sem ég get í augnablikinu bara ekki munað hverjar voru. Segi ykkur kannski bara frá þeim á morgun. Það er allavega alveg þess virði að tékka á þessum markaði til að fylla inn í diskasafnið ef maður er þessi risaeðlutýpa sem vill endilega eiga allt í hardcopy.

Plants & Animals - Early In The Morning af Parc Avenue
David Bowie - Sound And Vision af Low
Tina Turner - What's Love Got To Do With It af Private Dancer
Crosby, Stills & Nash - Marrakesh Express af Crosby, Stills & Nash

Friday, March 28, 2008

Veðurlög - zvenni

The Cold Swedish Winter - Jens Lekman



We went home to her place
and cooked up some chili
Warmed us from the inside
'cause the outside was chilly


Að ríma Chili við Chilly ber vott um fágaða textasmíði. Lekman stendur fyrir sínu.


Fifteen Feet Of Pure White Snow - Nick Cave & The Bad Seeds



Where is Mona?
She's long gone
Where is Mary?
She's taken her along
But they haven't put their mittens on
And there's fifteen feet
of pure white snow?


Allir að drukkna í snjó og vettlingalausir í þokkabót. Ekki gott mál.


Lazy Old Sun - Kinks



Looking for you
For you are my one reality
When Im dead and gone
Your light will shine eternally
Sunny rain, shine my way
Kiss me with one ray of light from your lazy old sun


ég kem og fer en sólin er þarna alltaf og skín og skín...

A Pillow Of Winds - Pink Floyd



When night comes down you lock the door
The book falls to the floor
As darkness falls and waves roll by
The seasons change
The wind is raw.
....
And I rise like a bird
In the haze and the first rays touch the sky
And the night winds die.


Draumkennt lag um veður og syfjulega tíma.


Didn't It Rain - Songs: Ohia



no matter how dark the storm gets overhead
they say someone’s watching from the calm at the edge
what about us when we’re down here in it
we gotta watch our own backs
...
if i see you struggle and givin all that you got
i see you work all night burning your light
to the last of its dim watts
i’m gonna help you how i can,
if you see me struggle all night
and give me a hand cause i’m in need
i’ll call you friend indeed
but i’m going to watch my own back
didn’t it rain


Langt lag um storminn og rigninguna í lífinu, en ef við gætum hvors annars þá stöndum ekki ein í þessu.

Topp 5 veðurlög - Vignir

5. Botnleðja - Sjónvarpssnjór
Það er þekkt vandamál að í gömlum sjónvörpum sást snjór mjög illa. Þetta vandamál komst ekki í lag fyrr en að við fórum að sjá Hi-Def sjónvörp dagsins í dag.

4. Bob Dylan - A Hard Rain's A-Gonna Fall
Hérna er Bob Dylan að skrifa um sumarfrí sem hann fór einu sinni í í Karabíahafinu. Þar lendi hann í mikilli hitabeltisrigningu. Minnesota strákurinn var þarna í fyrsta skipti á heitum stað og hafði aldrei séð svona mikla rigningu þar sem að droparnir voru það stórir og þungir að þegar þeir lentu á manni leið manni eins og þeir væru einfaldlega harðir. Sagan segir að hann hafi hlaupið inn á hótel til að taka upp rigningu til að nota sem trommuslátt en spólan hafi verið búin í upptökutækinu og hann því ekki náð þessum takti sem hann vildi nota.

3. Bill Withers - Ain't No Sunshine When She's Gone
Bill Withers samdi þetta lag þegar hans fyrsta kona, Jacqueline Withers, fór frá honum í miðri tónleikaferð um Skandinavíu. Þetta tók sárt á hann og hann hélt að hann væri búinn að missa það af söknuði þegar einhver benti honum á að það væri einfaldlega hávetur og þess vegna væri sólin búin að vera svo lengi í burtu. Lagið hélt sér þó.

2. Bob Dylan - Blowin in the Wind
Annað lag tengt veðri frá Bob Dylan en þetta lag samdi hann sem ungur strákur á fyrsta ári sínu í háskólanum í Minnesota. Samkvæmt sögunni, þá var hann á leiðinni í heimspekipróf þegar mikil vindhviða kom og feykti glósunum hans í burtu. Hann hafi ætlað að lesa yfir svörin sín í seinasta skipti áður en hann færi í prófið. Honum gekk illa á prófinu en lagið var gott og styrkti hann seinna í þeirri ákvörðun að háskólalífið væri ekki fyrir hann og hann gæti kannski lagt tónlistina fyrir sig. Seinna sagði Dylan í gríni að ef þessi vindhviða hefði ekki komið þá væri hann örugglega heimspekikennari í dag í litlum háskóla.

1. The Beatles - Here Comes the Sun

Eftir mikið streð við að koma lögum sínum á bítlaplöturnar kom George Harrison þessu lagi á Abbey Road sér að mikilli undrun. Hann hafði samið þetta lag í gríni fyrir konu sína eftir að henni brá eitt sinn þegar Sun dagblaðið kom inn um lúguna hennar. Þetta átti bara að vera einhver einkadjókur milli þeirra tveggja en þetta rataði í eyru John Lennon og hann barðist fyrir því að lagið fengi að fara á plötuna. Ringo Starr sagði seinna að það hefði kannski átt í hlut að Paul var Daily Express maður og væri John því aðeins að stríða honum með þessu lagi um Sun blaðið sem hafði fyrr um árið skrifað grein um Paul þar sem ýjað var að því að hann væri lélegur elskhugi. Þarna hafi John því ætlað að gera aðeins grín að Paul. Grínið hafði því miður þveröfug áhrif og gerði lítið annað en að auka spennuna milli John og Paul sem olli að lokum sliti Bítlana.

Topp 5 veðurlög - Kristín Gróa

Fjögur þessara laga eru ýmist hávær, bjöguð, illa upptekin eða allt þrennt. Topplagið bætir upp fyrir það því það er silkimjúkt.


5. Beck - Sweet Sunshine

Lag af fyrstu plötu Becks sem hljómar allt öðruvísi en titillinn gefur til kynna. Það er enginn fuglasöngur og sumarandvari hérna.


4. Clap Your Hands Say Yeah - Some Loud Thunder

Ef ég man rétt þá hatar Vignir toppfimmari þetta lag en mér finnst það bara flott. Ég ber líka alltaf sterkar taugar til laga með áberandi kúabjöllu enda annálaður kúabjölluleikari.


3. Daniel Johnston - The Sun Shines Down On Me

Það er textinn sem grípur mig hérna. Einfaldur en hittir í mark.

I’m getting closer to the fact
I’ve turned my back on silly dreams
I’m walking down that lonely road
And my heavy load I didn’t bother to bring it



2. Sonic Youth - Rain King

Þetta kemur af meistaraverkinu Daydream Nation og ég vil benda sérstaklega á hvað trommurnar eru flottar.


1. Fleetwood Mac - Storms

Eitt af mörgum uppáhalds lögum. Tengi það reyndar við slæmt kvöld en ég get samt ekki hamið mig um að hlusta á það í sífellu. Þetta er tekið af hinni vanmetnu Tusk sem er óðum að taka fram úr Rumours sem uppáhalds Fleetwood Mac platan mín.

Topp 5 veðurlög - Krissa

Það er oldies föstudagur í dag...


5. Ella Fitzgerald - Stormy Weather

When he went away
The blues walked in and met me


Úff þessi rödd!
Ella Fitzgerald - Stormy Weather [video]


4. Bill Withers - Ain't No Sunshine
Ain't no sunshine when she's gone
It’s not warm when she's away


Ótrúlega fallegt og segir allt sem segja þarf. Flott lag þegar allt gengur vel, enn betra í ástarsorginni...
Bill Withers - Ain't No Sunshine [video]


3. Ray Charles & Betty Carter // Leon Redbone & Zooey Deschanel - Baby It's Cold Outside
So really I'd better scurry
-Beautiful, please don't hurry
Well, maybe just a half a drink more
-Why don't you put some records on while I pour


Eins óóótrúlega margar útgáfur og til eru af þessu lagi eru þessar tvær í sérlegu uppáhaldi og ég get engan veginn valið á milli...
Ray Charles & Betty Carter - Baby It's Cold Outside [video]
Leon Redbone & Zooey Deschanel - Baby It's Cold Outside [mp3]


2. Nick Drake - Saturday Sun
Saturday sun brought people and faces
That didn't seem much in their day
But when I remember those people and places
They were really too good in their way


Ahhh ótrúlega einfalt og fallegt lag þar sem rödd Drake nýtur sín vel. Ég hlustaði svo mikið á það fyrir nokkrum árum að ég hélt að ég (og allir í kringum mig) myndu fá ógeð en það hefur ekki gerst enn - ég elska elska elska þetta lag!
Nick Drake - Saturday Sun [video]


1. The Beatles - Here Comes the Sun
Little darling, it's been a long cold lonely winter
Little darling, it feels like years since it's been here
Here comes the sun, here comes the sun
and I say it's all right


Með yndislegri og fallegri lögum fyrr og síðar. Það er ekki annað hægt en leggja allt frá sér, brosa pínu og vera glaður og sáttur þegar maður heyrir það.

Lagið er auðvitað best í flutningi Bítlanna sjálfra en mér þykir líka ofboðslega vænt um Nina Simone coverið.
The Beatles - Here Comes the Sun [mp3]
Nina Simone - Here Comes the Sun [video]

Thursday, March 27, 2008

The Kills


The Kills voru mikið hæp þegar debut platan þeirra, Keep On Your Mean Side kom út árið 2003. Ég sjálf var (og er) virkilega hrifin af þeirri plötu og hlustaði mikið á hana á sínum tíma. Þau voru svo eitt af stærstu nöfnunum á Airwaves sama ár en það ár var einmitt árið sem ég fór alein á Airwaves fjögur kvöld í röð. Hvort er það sorglegt eða bara rokk? Ég veit það ekki en ég veit að mér fannst settið þeirra það gott að mér var sama þó ég væri ein.

Þau gáfu út plötuna No Wow árið 2005 sem var ágæt en heillaði mig aldrei mjög mikið. Akkúrat núna þegar Jamie Hince er alltaf í fréttunum fyrir það að vera nýi gaurinn hennar Kate Moss droppa þau þriðju plötunni sem nefnist Midnight Boom og lofar reyndar góðu enn sem komið er. Lagið Cheap And Cheerful þykir mér ansi gott og svo byrjar það á hrottalegum horhósta sem hlýtur að vera svaka töff.

The Kills - Cheap And Cheerful
The Kills - Goodnight Bad Morning

Wednesday, March 26, 2008

Rólegt og rómantískt?


Mér finnst svo magnað þegar lag sem ég hef hlustað margsinnis á hreyfir skyndilega við mér þegar það hefur aldrei gert það áður. Ég er að taka algjört æðiskast á laginu Northern Sky með Nick Drake. Ég er með það á repeat á daginn og glamra það á gítarinn á kvöldin svo ég er farin að óttast að ég skemmi það fyrir mér bráðum. Lagið er að finna á plötunni Bryter Later sem þykir nú yfirleitt síst af plötunum hans þremur en hún inniheldur þó þetta lag og líka hin frábæru Hazy Jane II og One Of These Things First.

Nick Drake - Northern Sky


Annað lítið lag sem hreyfir við mér þessa dagana er lag sem ég ofspilaði á sínum tíma en datt einhverra hluta vegna í gleymsku. Það er með honum Devendra Banhart sem ég hef reyndar aldrei getað gúdderað algjörlega því mér finnst hann svo mistækur. Þetta lag er allavega gott og textinn þá sérstaklega.

Devendra Banhart - At The Hop

Tuesday, March 25, 2008

Adam Green


Furðufuglinn Adam Green er einn af þessum tónlistarmönnum sem ég veit aldrei alveg hvort er að djóka eða ekki. Tónlistin hans er allavega mjög spes... part crooner, part indístrákur með sérkennilega texta. Eins og margir vita startaði Adam fríkfólk bandinu The Moldy Peaches ásamt henni Kimya Dawson og þó bandið hafi verið í pásu síðustu árin þá hefur það verið dálítið í umræðunni undanfarið vegna kvikmyndarinnar Juno en á sándtrakki þeirrar myndar er að finna eitt lag með sveitinni og nokkur með Dawson einni. Adam Green var annars að gefa út sína fimmtu sólóplötu á dögunum og nefnist gripurinn Sixes & Sevens. Þessi plata grípur mig meira en fyrri plötur hans þó hún sé vissulega spes eins og við er að búast.

Adam Green - Twee Twee Dee
Adam Green - Broadcast Beach

Til gamans má geta að Adam Green og Carl Barat eru góðvinir og ég á hérna Libertines cover af Moldy Peaches laginu Who's Got The Crack? sem er mjög losaralegt en engu að síður mjög skemmtilegt.

The Libertines - Who's Got The Crack?

Monday, March 24, 2008

Músík á Rúv...



Var að horfa á Stranger Than Fiction á rúv. Í henni spilar skattmaðurinn Will Ferrell lag fyrir bakarann Maggie Gyllenhaal og heillar hana með einlægni sinni. Lagið spilast svo áfram á meðan þau kela á sófanum og er bara asni smellið.

Ég fór á netið og komst að því að það heitir (I'd Go The) Whole Wide World og er eftir Wreckless Eric.


I'd Go The) Whole Wide World - Wreckless Eric

Wednesday, March 19, 2008

Roadtrip!


Ég hef tekið að mér að vera sérlegur útsendari toppfimmáföstudegi á Aldrei fór ég suður - Rokkhátíð alþýðunnar. Þetta er mikið ábyrgðarhlutverk þar sem ég verð að sjúga í mig tónlist og skemmta mér fyrir okkur öll en ég er nokkuð viss um að ég ráði við það. Þar sem ferð á Ísafjörð þýðir roadtrip og þar sem það er ekkert roadtrip án tónlistar og þar sem ég er playlistasjúk þá er ég auðvitað búin að búa til massívan roadtrip playlista. Hann er allt of langur til að birta hérna en ég held að þessi lög verði pottþétt mest spiluð ef ég þekki mig og ferðafélagann nógu vel. Ójá þetta verður stelpuferð!

Moloko - Indigo
Mark Ronson feat. Amy Winehouse - Valerie
The Supremes - You Keep Me Hangin' On
Gwen Stefani feat. Akon - The Sweet Escape

Páskar


Vegna fjarveru, anna og annarra hvimleiðra ástæðna ætlum við á toppfimm að taka okkur páskafrí. Föstudagurinn langi verður því listalaus en við komum tvíefld til baka þarnæsta föstudag og tæklum þá veðurguðina eins og ekkert sé.

Sem sárabót er hérna eina lagið sem kemur upp í helvítis iTunes þegar ég filtera á "easter" (tjah fyrir utan Russian Easter Festival Overture eftir rússneska tónskáldið Rimsky-Korsakov en einhvernveginn efast ég um að þið hafið áhuga á því þó það sé reyndar mjög fallegt). Það vill svo skemmtilega til að lagið er með stúlku sem allir eru að blogga um svo við slysumst til að vera með puttann á púlsinum. Mér finnst hún reyndar ekkert spes en endilega dæmið um það sjálf.

Emmy The Great - Easter Parade

Tuesday, March 18, 2008

Holy Fuck og Fuck Buttons

Ég gerði þau herfilegu mistök í morgun að uppfæra iTunes hjá mér, bara svona af því það var í boði. Það er ekki að spyrja að því að libraryið mitt fór allt í fokk og iTunes fann ekki einhver 10 gíg af tónlist sem voru samt á sínum stað á drifinu. Djöfull er ég pirruð á þessu drasli. Ég var búin að skrifa þessa færslu fyrir en vá hvað hún er innilega við hæfi núna. Dömur mínar og herrar... hljómsveitirnar Holy Fuck og Fuck Buttons!



Holy Fuck eru elektrónískur kvartett frá Toronto í Kanada sem hefur gefið út tvær plötur, Holy Fuck árið 2005 og LP síðastliðið haust. Mér finnst báðar góðar en það sem mér finnst virkilega æðislegt er lagið Lovely Allen sem er af þeirri seinni. Það fær mig til að vera glöð innan í mér sem er eitthvað sem ég þarfnast sárlega eftir iTunes klúðrið.

Holy Fuck - Lovely Allen
Holy Fuck - Milkshake

Holy Fuck á MySpace



Það hefur verið að byggjast upp mikið hæp í kringum dúettinn Fuck Buttons síðasta árið. Þeir voru að gefa út sína fyrstu plötu, Street Horrrsing á dögunum, og hafa fengið prýðisdóma fyrir hana. Ég veit ekki alveg hvernig höfuðið á mér yrði eftir að hlusta á heila plötu af þessu en í smá skömmtum virkar þetta vel.

Fuck Buttons - Bright Tomorrow
Fuck Buttons - Ribs Out

Fuck Buttons á MySpace

Monday, March 17, 2008

Mystery Jets


Eftir veikindi í síðustu viku og ólifnað um helgina er kominn tími á að spýta í lófana og hlusta á tónlist!

Bresku gaurarnir í Mystery Jets eru að fara að gefa út plötuna Twenty One í næstu viku. Fyrsti síngúllinn er ferlega catchy og þar syngur hún Laura Marling líka með sem hann Vignir skrifaði um fyrr á árinu. Platan sjálf er frekar bresk og frekar hress sem mér þykir bara gott mál. Ég þarf hressleika í dag því það er mánudagur í mér.

Mystery Jets - Young Love (feat. Laura Marling)
Mystery Jets - Flakes

Mystery Jets á MySpace

Friday, March 14, 2008

Topp 5 kántrí - Kristín Gróa

Ég tek altkántrítwist á þennan lista því það er svona meira ég.



5. The Magnetic Fields - A Chicken With Its Head Cut Off

Kántrí ala Stephen Merritt. Magnetic Fields eru almennt ekkert kántrí en þetta er sko kántrílag og ekkert annað.



4. Uncle Tupelo - Acuff-Rose

Hljómsveitin Wilco hefur alltaf haft altkántrí stimpilinn á sér en mér hefur nú alltaf fundist þeir vera meira alt en kántrí. A.M. var dálítið kántrí og Sky Blue Sky líka en allt þar á milli hefur verið mun óflokkanlegra. Wilco reis aftur á móti úr öskum altkántrísveitarinnar Uncle Tupelo sem sendi frá sér fjórar plötur en svo gátu forsprakkarnir Jeff Tweedy og Jay Farrar ekki lengur verið vinir og þá fór sem fór.



3. Silver Jews - How Can I Love You If You Won't Lie Down?

Titillinn einn er nóg til að verðskulda sæti á listanum en svo er lagið líka frábært svo þetta er no-brainer.



2. Gram Parsons - Return Of The Grievous Angel

Gram Parsons er einn af þeim sem hefði kannski aldrei orðið költ hetja ef hann hefði ekki dáið ungur en það þýðir ekki að það sé óverðskuldað, þvert á móti. Hann er almennt talinn upphafsmaður altkántrís og þetta lag fellur bæði vel í þann flokk og er í miklu uppáhaldi hjá mér.



1. Loretta Lynn & Jack White - Portland Oregon

Eina ástæðan fyrir að ég setti þetta ekki á comeback listann er að ég vildi endilega setja það á toppinn á þessum lista. Þvílíkt comeback og þvílíkt lag! Ég fæ alveg verki þegar ég hlusta á það og er ekki enn búin að fyrirgefa vinkonu minni sem sagði "ojj hvaða ÓGEÐSLEGA leiðinlega lag er þetta?" þegar mér varð á að spila það fyrir hana. Sumt fólk sko.

topp 5 köntrí - zvenni

Fyrir mér er köntrí bæði einfalt og flókið fyrirbæri. Það sem gerir það að sönnu köntríi er einfaldleiki þess, þessi einlæga og stundum barnslega tjáning sem kemur beint frá hjartanu. Samt sem áður eru yfirlýstir köntrí tónlistarmenn ekki alltaf að ná þessu þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir, hatt, stígvél og spora. Stundum vantar beinlínis köntríið í köntríið.
Aftur á móti ná tónlistarmenn sem hafa annars litla sem enga tengingu við köntrí af og til að fanga þennan fíling hvort sem það er gert í gríni eða alvöru, af tilviljun eða ásetningi.

Eftirfarandi tónar eru tilraun eins manns til að fanga fimm dæmi um kjarna köntrís.

Dear Doctor - Rolling Stones


Oh help me, please doctor, I'm damaged
There's a pain where there once was a heart
It's sleepin, it's a beatin'
Can't ya please tear it out, and preserve it
Right there in that jar?


Hér tjáir Jagger af mikilli innlifun örvæntingu sveitta og skaðaða brúðgumans sem bíður stóru stundarinnar. Við fylgjum honum í gegnum vangaveltur, efasemdir, hjálparbeiðnir, ráðleggingar móður hans og loks lestur bréfsnifsins úr jakkavasanum.

Teenagers - The Funerals


Pimple face and evil eyes
Talking way too loud
Pushing me in the video store
Acting so horny

I am still afraid of teenagers
I will never be a man


Sögumaðurinn tjáir sinn innsta ótta og vonleysi. Allir hafa sinn djöful að draga og bólugrafnir táningar eru hans.

Muswell Hillbilly - Kinks



Cos I'm a Muswell Hillbilly boy,
But my heart lies in Old West Virginia,
Though my hills, they're not green,
I've seen them in my dreams,
Take me back to those Black Hills,
That I ain't never seen.


Ray Davies sýnir okkur að köntrí er einfaldlega hugarástand og Bretar geta líka verið sveitó.

I Hung My Head - Sting


I hung my head...
I hung my head...
I hung my head...


Johhny Cash kom auga á köntríið í þessu lagi. Þrátt fyrir afar Sting-lega umgjörð er það er stútfullt af köntrí og eiginlega eins og það hafi verið samið með Cash í huga. Stór plús fyrir Sting.


Girl from the North Country - Bob Dylan (með Johnny Cash)



Please see for me if her hair hangs long,
If it rolls and flows all down her breast.
Please see for me if her hair hangs long,
That's the way I remember her best.


Bob Dylan endurvinnur lag af eldri plötu og fær Johnny Cash til að raula það með sér. Einfalt og einlægt lag sem segir máski ekki mikla sögu en tjáir hug sögumanns til gamallar kærustu sem var einu sinni sú eina sanna.

Wednesday, March 12, 2008

Næsti listi...

Þema vikunnar er topp 5 köntrílög og til að komast í gírinn taka Hayseed Dixie fyrir okkur Mötorhead smellinn Ace of Spades...

Tuesday, March 11, 2008

Hressum okkur við!


Ég veit ekki hvað gengur að mér í dag, ég er svo dofin og syfjuð að það mætti halda að mér hafi verið byrlað eitthvað. Ég svaf samt algjörlega út og byrjaði svo daginn á allbran, tómatsafa og lýsi... mér finnst satt að segja ekki sanngjarnt að ég skuli vera vönkuð eftir svo heilbrigða byrjun á deginum. Þar sem markmið dagsins er að reyna að hressa mig við þá verður boðið upp á hressandi tónlist í dag.

Subtle - The Mercury Craze
Kate Bush - The Big Sky
Augie March - This Train Will Be Taking No Passengers
Brakes - Ring A Ding Ding

Why?

Í roadtrippi Montréalútsendara toppfimmáföstudegi í lok febrúar datt lag með hljómsveitinni Why? ansi oft inn á shuffle listann. Þetta var hið ágætasta lag en ég var nú ekkert 'smitten' þannig séð. Í kvöld heyrði ég svo cover hljómsveitarinnar á Close to Me sem, fyrir einum meðlim toppfimmáföstudegi, er Cure lagIÐ! Í fyrstu var ég ekki alveg viss en eftir nokkrar hlustanir finnst mér það gott! Það er mun rólegra og lágstemmdara en upprunalega útgáfan en það virkar einhvern veginn.

Nýjasta plata Why?, Alopecia, kom annars formlega út í dag eða gær. Í tilefni af því eru þeir að spila á hverju einasta kvöldi frá 11. mars til 19. apríl. Ég er bara búin að heyra tvö lög af plötunni en þau gefa allavega til kynna að hún sé þess virði að tékka á henni. Montréaldeildin mun athuga málið nánar þann 26.


Why? á Myspace
Why? - Close to Me (The Cure cover) [.mp3]
Why? - Good Friday [.mp3]

ps. er ég ein um að finnast miðjudúddinn á myndinni líta meira út fyrir að vera veikur rúmenskur maður en hress dúddi frá Californiu?

Monday, March 10, 2008

She & Him


Ef nokk-þekkt leikkona með skrítið nafn gefur út plötu með nokk-þekktum indístrák er það ekki ávísun á að allir indíkrakkarnir hlaupi upp til handa og fóta og hæpi plötuna upp? Mér finnst það ansi líklegt, sérstaklega þegar platan er bara skrambi góð. Umrædd leikkona og indístrákur eru Zooey Deschanel (Almost Famous, Elf, Hitch Hiker's Guide...) og M. Ward sem er þekktastur fyrir hina stórgóðu Post-War og fyrir að vera góðvinur Bright Eyes. Ég skal viðurkenna að ég er ekki búin að heyra alla plötuna en af því sem ég hef heyrt er ekki eitt slakt lag svo það eitt og sér er fyrir mér næg ástæða til að bæta plötunni á must-buy listann.

She & Him - Why Do You Let Me Stay Here?
She & Him - Sentimental Heart

She & Him á MySpace

Friday, March 7, 2008

Topp 5 comebacks - Krissa

5. David Bowie - Heathen
Ég tók alveg tímabil þar sem ég hlustaði á gamla Bowie dótið og fannst það bara algjör snilld. Svo datt áhuginn eitthvað niður og ég hlustaði eiginlega ekkert á Bowie í alveg tvö ár. Þangað til annar sambýlingurinn minn í Frakklandi keypti Heathen. Kannski ekki jafn hresst og það sem hr. Bowie gerði á síðustu öld en fín plata engu að síður.
David Bowie - A Better Future [video]

4. Kings of Leon - Aha Shake Heartbreak (2005)
Þessi plata comebackaði sjálfa sig fyrir mér. Mér var gefið eintak af henni og ég heyrði hana nokkrum sinnum þegar hún kom út en fannst hún bara ekkert spes. Eintakið fór upp í geisladiskahillu og sat þar næstu mánuðina. Tæpu ári seinna prófaði ég svo að renna í gegnum hana og fannst hún instantly bara æði. Stórundarlegt en ánægjulegt. Síðan þá poppar platan alltaf upp öðru hverju, það virðist t.d. alltaf eitt lag læðast með á playlista fyrir roadtrip, það var óspart hlustað á hana í bakpokaferðalagi um Evrópu og platan í heild sinni er frábær til að hlaupa við.
Kings of Leon - Milk [video]

3. Prince - Musicology (2004)

Prince var svona mójókóngur. Svo missti hann það, skipti um 'nafn' 5 sinnum eða eitthvað og var bara all-round ekkert spes í einhver ár. En með Musicology kom hann aftur!
Prince - Musicology [video]

2. Beck - Sea Change
Ég átti nú Midnite Vultures og hlustaði slatta á hana en hún greip mig aldrei jafn mikið og fyrri plötur Beck. Þess vegna langaði mig mest að hoppa af gleði þegar ég heyrði Sea Change, þrátt fyrir að platan sé róleg hún-hætti-með-mér plata. Flestir verða voða voða leiðir, reiðir jafnvel fúlir þegar einhver hættir með þeim. Væla, væla aðeins meira og jafna sig svo á endanum. Ekki Beck. Beck gerir næstum klukkutíma langa plötu þar sem hver einasta mínúta er góð. Frábær plata og fullkomin fyrir ástarsorgina!
Beck - Golden Age [video]

1. Pete Doherty - For Lovers // Fuck Forever (2005)
Þrátt fyrir allt vesenið á honum má Pete eiga það að hann semur góð lög og enn betri texta. 2004 náði hann að láta reka sig úr hljómsveitinni sinni, taka sig alltof oft, dæma sig þónokkru sinnum og almennt vera bara svo mikið í ruglinu að það voru allir hálfpartinn búnir að afskrifa hann. En Pete kom aftur árið 2005. Hann kom aftur! For Lovers 'samstarfið' með Wolfman var fínt og þrátt fyrir mistæka fyrstu plötu Babyshambles er Fuck Forever alveg hriiikalega gott lag.
Babyshambles - Fuck Forever [video]
Babyshambles - Fuck Forever [.mp3]
Wolfman & Pete Doherty - For Lovers [.mp3]

Topp 5 comeback - Vignir

5. Velvet Revolver
Árið 2003 þegar platan Contraband kom út voru menn ekkert voðalega spenntir. Söngvarinn úr Stone Temple Pilots að syngja með gaurunum úr Guns n' Roses. Algjört skallarokk örugglega. Eini galinn við að vera neikvæður var að þetta var bara mjög gott. Straight up rokk sem sem minnir á blæjubíla, bjór og Bollywood(mér datt ekki neitt annað sem byrjaði á B).

4. Pink Floyd - Live 8
Saga Pink Floyd er löng og dramatísk saga. Geðsýki, ótrúlegir hæfileikar, ofuregó, barátta við frægðina og stór svín. Þegar Roger Waters hætti árið 1985 fylgdi löng barátta milli hans og eftirstandandi meðlima Pink Floyd um réttinn á nafninu og fleira ofuregósvesen. Þó komu upp af og til orðrómar um að þeir ætluðu að taka aftur saman, í eina tónleika eða stundum í heila tónleikaferð eða m.a.s. nýja plötu. Það eina sem vantaði alltaf upp á var írskur góðgerðarmaður sem fer sjaldan í sturtu. Bob Geldof, sem lék aðalhlutverkið í Wall myndinni, náði að gera hið ómögulega: Að fá þessa menn til að standa saman á sviði og spila nokkur lög. Endurkoma Pink Floyd voru án alls vafa hápunktur Live 8 tónleikanna og þeir litu m.a.s. út fyrir að hafa gaman af því að spila saman. Reyndar kom aldrei neitt meira út úr þessu eins og fólk var að vonast til en þetta var þó gaman meðan þetta endist í þessar fáu mínútur.


3. Tina Turner
Í byrjun 9. áratugsins var stjarna Tinu Turner ekki há. Eftir stormasamt hjónaband með Ike Turner var hún útlamin á líkama og sál. En litla Anna Mae frá Tennessee var ekki búin að syngja sitt síðasta. Hún reif sig upp, búddaði sig í betra ástand og hóf langa og stranga uppbyggingu á sólóferlinum sínum. Það takmark náðist loks með útgáfu Private Dancer plötunnar þar sem hún söng sína leið aftur inn í hjarta fólks, þ.á.m. föður míns sem spilaði Tinu óspart á mínum uppvaxtarárum.

2. Elvis
Þegar Elvis kom aftur úr hernum á 7. áratugnum þá voru allir eiginlega búnir að gleyma honum. Hann eyddi áratugnum í hundlélegum bíómyndum sem hann rölti í gegnum. Það voru allir komnir í Bítlana og árið 1968 þá var Elvis farinn að vera bara eitthvað gamalt og öllum fannst betra rokk til heldur en það sem hann gerði. Elvis þurfti að minna á sig og tók því þátt í TV special um... sjálfan sig! Þátturinn gekk alveg upp og var víst vinsælasta "TV Special" ársins og minnti alla á hvað hann væri góður performer og gerði honum kleyft að enda feril sinn með reisn í Las Vegas(eða kannski ekki reisn).
Þessi sjónvarpsþáttur er alveg frábær og ég man eftir því að hafa rekist einhvern tímann á þetta í sjónvarpinu og þetta er algjör snilld. Elvis í leðurgallanum fyrir framan risa ELVIS skilti. Svalasti maður í heimi!


1. Johnny Cash
Johnny Cash kom oft með comeback á sínum ferli. Í raun er erfitt að tala um comeback hjá svona stjörnum eins og Cash og Elvis, í raun voru menn bara að minna aftur á sig. Johnny Cash gerði þetta t.d. með Folsom Prison plötunni sinni sem varð gríðarlega vinsæl.
En það sem ég vildi tala um hérna var samstarf hans með Rick Rubin. Rick Rubin hafði samband við Johnny og vildi taka upp cover með Johnny þar sem að hann tæki lög eftir tónlistarmenn sem hefðu, með beinum eða óbeinum hætti, verið undir áhrifum Cash. Uppistaðan var American Recordings plöturnar sem gáfu fólki nýja mynd af svartklædda manninum og kynnti fullt af nýjum aðdáendum fyrir þessum ótrúlega manni.

Topp 5 comeback - Kristín Gróa

Það ber ekki að taka þennan lista of hátíðlega. Þetta eru frekar dæmi um kombökk en eiginlegur topplisti.



5. Fiona Apple - Extraordinary Machine (2005)

Fiona Apple lét aðdáendur sína bíða í sex ár á milli platna svo þegar þessi kom út þá var eftirvæntingin orðin mikil. Þessi langa bið og vandræði með plötufyrirtækið ollu því að fólk var farið að halda að stúlkan væri kannski búin að missa það en það reyndust óþarfa áhyggjur enda platan alveg frábær. Þetta er svona gott hæfileikastaðfestingakombakk.

Fiona Apple - Tymps (Sick In The Head Song)



4. Beck - Sea Change (2002)

Beck kom öllum í opna skjöldu þegar hann gaf út þessa ljúfu breakup plötu á eftir hinni skitsófrenísku Midnite Vultures. Þessi plata nær inn á listann því þetta var mikið Beck comeback fyrir mér persónulega. Ég hafði misst áhuga á því sem hann var að gera en eftir þetta lagði ég aftur við hlustir.

Beck - Lost Cause



3. King Crimson - Discipline (1981)

Þegar minnst er á King Crimson þá kemur platan In The Court Of The Crimson King ósjálfrátt fyrst upp í hugann. Þessi fyrsta plata sveitarinnar er almennt talin klassík en eftir því sem skipt var tíðar um hljómsveitarmiðlimi og progið fór meira úr böndunum þótti sífellt ólíklegra að King Crimson myndu gera stóra hluti. Eini fasti punkturinn í sveitinni, Robert Fripp, tók sig svo til í byrjun níunda áratugarins og stofnaði enn eina útgáfu af sveitinni sem gaf svo út hina bráðskemmtilegu Discipline sem er dálítið prog, dálítil nýbylgja og satt að segja dálítið Talking Heads-leg.

King Crimson - Elephant Talk



2. George Harrison - Cloud Nine (1987)

Eftir hina frábæru All Things Must Pass gaf George Harrison út nokkrar ansi misjafnar plötur og náði botninum með hinni arfaslöku Gone Troppo sem var algjört flopp. Eftir það gaf hann ekki út plötu í fimm ár en snéri svo aftur með Cloud Nine sem hann hafði unnið með félaga sínum Jeff Lynne. Poppuð, hress, skemmtileg og með einu fyndnasta plötucoveri sem ég man eftir! Vídjóið við lagið When We Was Fab er líka skylduáhorf...



George Harrison - When We Was Fab



1. Johnny Cash - American Recordings (1994)

Mér dettur ekki í hug svakalegra comeback en American Recordings plöturnar sem Johnny Cash tók upp með Rick Rubin. Hæfileikar Cash og frábært lagaval gerðu það að verkum að hann eignaðist skyndilega nýjan hlustendahóp sem hafði áður ekki áhuga á kántrítónlist. Hann gerði tökulögin algjörlega að sínum eigin og þetta Leonard Cohen lag er gott dæmi um það.

Johnny Cash - Bird On A Wire

Æ koddu aftur... - zvenni

Ákveðið var að leyfa frjálslega túlkun á þema vikunnar sem er "come back" lög og hér er mín.

Ansi mörg lög hafa verið samin sem fjalla um þemað þ.e. bón eða ósk um að einhver eða eitthvað komi aftur og að hlutirnir verði eins og þeir voru áður. Slík lög eru oftar en ekki full eftirsjá eða fortíðarþrá sem eru afar mannlegar kenndir. Er okkur finnst við hafa glatað einhverju sem var okkur kært eða mikilvægur partur af lífinu er eðlilegur hlutur af aðlögunarferlinu að þrá fyrra ástand. Breytingar geta virst ógnandi og neikvæðar því þær neyða okkur til þess að horfast í augu við staðreyndir, veruleikann og loks inn á við þar sem tilvistarlegar spurningar blasa við og krefjast svara.

En hér er listi vikunnar...njótið.

Come Back Jonee - Devo


hey come back Jonee
you´ve gotta come back now
Jonee Jonee Jonee
hey, come back Jonee

Jonee keyrði Datsuninn sinn inn í tengitrukk og það eina sem var eftir var gítarinn hans. Núna söknum við hans og viljum fá hann aftur heim,
komdu aftur heim Jonee, komdu aftur heim... Jonee vertu góður.

Come Back To Camden - Morrissey



Where taxi drivers never stop talking,
Under slate grey Victorian sky
Here you'll find, my heart and I,
And still we say come back,
Come back to Camden


Morrissey samur við sig, einmana, örvæntingarfullur, raular lokaorðin og kallar á hjálp. En vill hann raunverulega hjálp?... er ekki viss.


Come Back From San Francisco - The Magnetic Fields



Come back from San Francisco
and kiss me; I've quit smoking.
I miss doing the wild thing with you.

Fallegt lítið lag um söknuð, fórnir, von og vonleysi.


So Come Back, I Am Waiting - Okkervil River



So come back and we’ll take them all on.
So come back to your life on the lam.
So come back to your old black sheep man.

Ég veit að þetta er allt í rugli en hættu þessu veseni og komdu heim til Lamba. Þetta reddast.

I Wish You Would - David Bowie (Sweet cover)


Come back baby I wish you would
There's crying and the feeling won't do no good


Eldsnemma um morguninn, er dagurinn var við það að bresta á stakk hún af, og nú er ekki gaman. Bowie tekur Sweetsönginn upp á sína arma og afar vel eins og öll lögin á Pin Ups plötunni góðu.

Thursday, March 6, 2008

Sumartrend ársins 2008

Drengir og stúlkur, ég er búin að finna það, sumartrend ársins! Það er ekki lag, tónlistarmaður eða hljómsveit. Það er ekki einu sinni einhver ný og ótrúlega trendí tónlistarstefna. Neibb, það eru 'What's on your Ipod?' party à la Michael Showalter. Þar sem allir mæta með ipodana sína og spila vandræðalegustu lögin sem þar er að finna, lögin sem maður alla jafna þorir ekki að viðurkenna að maður hlusti á. Svo geta allir dansað asnalega, hlegið og skemmt sér og þetta verður voða gaman.

Mælist til þess að við höldum eitt slíkt toppfimm party...helst í júlí eða ágúst, því mig langar að vera memm :)

Næsti listi (og smá gotterí)


Það er ekki oft sem við sjáum mynd af sjálfri Britney Spears á þessari síðu en hún átti ótrúlega misheppnað comeback á VMA verðlaunahátíðinni á síðasta ári. Tengingin við lista vikunnar er sú að á morgun verður þema listanna "comeback". Þar sem okkur virðist vera fyrirmunað að ákveða hvernig við ætlum að tækla þetta þema (enda erfitt að skipuleggja hluti verandi í mismunandi heimsálfum og landshlutum) þá verður afar frjálst form á þessu hjá okkur. Hei en það er bara skemmtilegra!

Þangað til skuluð þið endilega hlusta á þetta því það mun fylla ykkur barnslegri gleði og hver þarf ekki meira af slíku í sínu lífi?

Port O'Brien - I Woke Up Today af All We Could Do Was Sing (væntanleg í maí)

Port O'Brien á MySpace

Tuesday, March 4, 2008

Cover

Vegna hugmyndaleysis ætla ég að setja inn nokkur góð cover í dag.


Þar sem ég er að enduruppgötva Elliott Smith þessa dagana þá finnst mér við hæfi að byrja á honum. Hann tekur hérna lagið Thirteen sem hann tók upp fyrir sándtrakkið við Mike Mills myndina Thumbsucker. Lagið er að sjálfsögðu upphaflega með költbandinu Big Star sem náðu aldrei miklum vinsældum og störfuðu ekki lengi en með tíð og tíma hafa áhrif sveitarinnar komið í ljós og nú poppa plöturnar #1 Record og Radio City oft upp á topplistum músíkspekúlanta.

Elliott Smith - Thirteen
Big Star - Thirteen


Cover númer tvö er útgáfa hljómsveitarinnar Clem Snide af laginu Don't Let The Sun Go Down On Your Grievience sem er lag annarar költ hetju, nefnilega Daniel Johnston. Lagið er að finna á hinni frábæru The Late Great Daniel Johnston - Discovered Covered. Plata þessi er tvöföld, á fyrri skífunni eru cover útgáfur hinna ýmsu artista af lögum Johnstons (m.a. Tom Waits, Teenage Fanclub og Beck) en á þeirri seinni eru sömu lögin í flutningi Johnstons sjálfs. Skemmtileg pæling og mjög góður inngangur að tónlist þessa athyglisverða listamanns.

Clem Snide - Don't Let The Sun Go Down On Your Grievience
Daniel Johnston - Don't Let The Sun Go Down On Your Grievience


Að lokum skulum við hlýða á eitt vel heppnaðasta cover sem ég man eftir í seinni tíð. Það er útgáfa dansskrímslanna í !!! á Magnetic Fields laginu Take Ecstasy With Me. Þetta klikkar aldrei.

!!! - Take Ecstasy With Me
The Magnetic Fields - Take Ecstasy With Me

Monday, March 3, 2008

Neil Young á tónleikum


Ég get ekki lýst því hversu góðir Neil Young tónleikarnir á fimmtudaginn voru. Kallinn spilaði einn acoustic fyrir hlé og með hljómsveit (Rick Rosas, Ben Keith, Ralph Molina, Anthony Crawford og Pegi Young) eftir hlé með "old black" plöggaðan í. Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins performans. Það sem sló mig var í fyrsta lagi hversu ótrúlegur gítarleikari hann er og í öðru lagi hvað hann er í góðu formi. Það hefði allt eins getað verið árið 1975, röddin hefur nánast ekkert breyst og krafturinn í honum getur varla hafa minnkað mikið. Maðurinn var bara on fire. Hápunktur tónleikanna var án efa 20 mínútna útgáfa af Down By The River með ekta Neil Young gítarsólói sem var svo svakalegt að við fórnuðum bara höndum og hristum hausinn. Eins og bróðir minn orðaði það "nú þurfum við bara aldrei að fara á tónleika aftur". Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins.

Setlistinn var:

From Hank To Hendrix
Ambulance Blues
Sad Movies
A Man Needs A Maid
Try
Harvest
Journey Through The Past
Mellow My Mind
Love Art Blues
Don't Let It Bring You Down
Cowgirl In The Sand

Mr. Soul
Dirty Old Man
Spirit Road
Down By The River
Hey Hey, My My
Too Far Gone
Oh, Lonesome Me
The Believer
Powderfinger
No Hidden Path

Cinnamon Girl

Sunday, March 2, 2008

Smá hughreysting à la Rick Astley



Gott að muna ef maður er í einhverri vetrarmelankólíu ;)