Saturday, September 27, 2008

Penge - Kristmundur

Pretty Green – The Jam
Paul Weller og félagar í Jam voru skemmtilegir fýrar.

The Moneygoround – The Kinks
Robert owes half to Grenville
Who in turn gave half to Larry
Who adored my instrumentals
And so he gave half to a foreign publisher
She took half the money that was earned in some far distant land
Gave back half to Larry and I end up with half of goodness knows what
Oh can somebody explain why things go on this way
I thought they were my friends I can’t believe it’s me,
I can’t believe
that I’m so green

Ray var orðinn leiður á að fá bara lítið brot af tekjunum sem lögin hans
skópu og hraunaði yfir jakkafatapésana í kringum hann, þá Larry Page,
Robert Wace og Grenville Collins.

Silas Stingy – The Who
He bought a safe to put the box in
And a house to put the safe in
And a watchdog on a chain to make quite sure
And his face was very funny
When he counted up his money
And he realized he hadn't any more

John Entwistle skapaði margar líflegar persónur þó hann hafi kannski ekki
samið nema brotabrot laga The Who. Silas Stingy, Cousin Kevin, Whiskey
man, Boris the Spider og Uncle Ernie eru skrýtnar fígúrur sem allar koma
úr kollinum á John.

Easy Money – Nick Cave and the Bad Seeds
Eitthvað hórerí í gangi þarna. Mannhóra á vergangi, held ég.

Money – Pink Floyd
Últímeit peningalagið.

Friday, September 26, 2008

Topp 5 peningalög - Erla Þóra

5. The Flying Lizards - Money (That's what I want)



Skondin notkun á laginu í Empire Records.

4. Donna Summer - She works hard for the money



She works hard for the money,
so you better treat her right.


Rosa girl power í gangi hérna!

3. Notorious B.I.G. - Mo' Money, Mo' Problems.




Its like the more money we come across
The more problems we see


Það hefur sannað sig að meiri peningum fylgja bara meiri vandamál.

2. Billie Holiday - God bless the child



Money, you've got lots of friends,
crowding round the door.
When you're gone, spending ends,
They don't come no more.


Afskaplega fallegt lag um peninga.

1. The Beatles - Can't buy me love



Tell me that you want the kind of things,
that money just can't buy.


Æðislegt lag sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var krakki. Ennþá æðislegra er lagið í þessu atriði úr A Hard Day's Night myndinni, þeir eru bara svo fyndnir! "Sorry we hurt your field mister". Skylduáhorf að horfa allavega frá 1:48-1:52.

Topp fimm peningalög Árna

The Beatles - You Never Give Me Your Money

Bara kominn tími á Bítlana...

The Kinks - Moneygoround

Þetta er tribjút til Flæðisins...falleg hugmynd sem þoldi ekki raunveruleikann.

Abba - Money, Money, Money

Abba fær að fljóta með bara svona af því að ég er nýbúinn að læra Abba-dans...dans þennan er víst hægt að sjá í myndinni Mamma Mia og ku dansinn fara fram á bryggju einni...veit ekki meir.
En bestu ábreiðu af þessu lagi má annars finna hér

Megas - (fjögurmilljóndollaraogníutíuogníusenta) Mannúðarmálfræði

Mannúðarmálfræði er framtíðin í móðurmálskennslu

Maus - 90 króna perla

Ég keypti reyndar þessa perlu á 99 krónur...verðbólga býst ég við

Topp 5 peningalög - Krissa

5. Kanye West feat. Jamie Foxx - Gold Digger
"If you aint no punk holla We Want Prenup
WE WANT PRENUP! Yeah

It's something that you need to have
'Cause when she leave yo ass she gonna leave with half"

Svalur og svalari að væla e-ð ;)


4. Madonna - Material Girl
"'Cause the boy with the cold hard cash
Is always mister right"


Við Madonna erum bara svo ósammála um svo margt ;)


3. M.I.A. - Ten Dollar
"Fuck gold, she was a platinum digger"

Hvað var Kanye eiginlega að væla? ;P


2. The Flying Lizards - Money (That's What I Want)
" You love gives me such a thrill
But your love won't pay my bills
I want money"

Þetta er bara svo skemmtilegt!


1. The Beatles - Taxman
"Should five percent appear too small
Be thankful I don't take it all"

Uppáhalds uppáhalds uppáhalds peningalagið mitt, hands down! Harrison með pirripú út í skattmann fyrir að hirða allan peninginn hans (rightly so). Byrjunin á laginu er æði, gítarinn frábær, textinn fyndinn og það er æðislegt þegar þeir syngjast á! Fullkomið peningalag!

$venni.

Perfect Sense - Roger Waters


Can't you see
It all makes perfect sense

Expressed in dollars and cents,
Pounds, shillings and pence...

Þjóðsöngur jarðarbúa.

Rich Bitch - Funerals


I spent my money on a rich bitch
I spent my money on a rich bitch
and it aint getting me
it aint getting me nowhere

Rík tík er ekki málið.

You Never Give Me Your Money - Bítlarnir


You never give me your money
You only give me your funny paper

and in the middle of negotiations

you break down


Blankur og áttaviltur en sáttur Paul McCartney.

Money - The Flying Lizards


kalt og vélrænt lag sungið á afar áhugalausann máta, eflaust bara við hæfi.

Free Money - Patty Smith


Every night before I go to sleep
Find a ticket, win a lottery,
Scoop the pearls up from the sea
Cash them in and buy you all the things you need.

Patti dreymir um peninga, ókeypis peninga til að gera geta uppfyllt óra maka síns.

Gimme money - Kristín Gróa

Þegar minnst er á peningalög þá kemur ósjálfrátt eitt lag fyrst upp í hugann. Hvers vegna ekki bara að leyfa því að fylla upp í allan listann? Í engri sérstakri röð...


Smashing Pumpkins - Money (That's What I Want) live


Dwight Twilley - Money (That's What I Want)


The Beatles - Money (That's What I Want)


The Flying Lizards - Money (That's What I Want)


Barrett Strong - Money (That's What I Want)

Wednesday, September 24, 2008

Idlewild


Man einhver eftir skosku hljómsveitinni Idlewild? Ég var á sínum tíma dálítið hrifin af plötunni þeirra The Remote Part sem kom út árið 2002 en hef annars ekkert hlustað á þá. Um daginn rakst ég einmitt á lagið In Remote Part / Scottish Fiction sem er lokalag þessarar plötu og ég gjörsamlega elskaði hérna einu sinni. Lagið er fallegt en það merkilegasta við það er þó að því lýkur á ljóði sem skoska ljóðskáldið Edwin Morgan samdi sérstaklega fyrir plötuna og flytur sjálfur. Mér finnst þetta flott...

Scottish Fiction

It isn't in the mirror
It isn't on the page
It's a red-hearted vibration
Pushing through the walls
Of dark imagination
Finding no equation
There's a Red Road rage
But it's not road rage
It's asylum seekers engulfed by a grudge
Scottish friction
Scottish fiction

It isn't in the castle
It isn't in the mist
It's a calling of the waters
As they break to show
The new Black Death
With reactors aglow
Do you think your security
Can keep you in purity
You will not shake us off above or below
Scottish friction
Scottish fiction


Idlewild - In Remote Part / Scottish Fiction

Tuesday, September 23, 2008

Dauð blóm...


Rolling Stones hljóðrituðu lagið Dead Flowers í desember 1969 en það kom út á Sticky Fingers rúmu ári seinna. Eins og flest Rolling Stones lög er það samið af Jagger og Richards. Ýmsar sögusagnir eru til um merkingu textans sem vísbendingu um stirðleika í sambandi höfunda lagsins. Hvað sem orðrómum líður er þetta að mínu mati afbragðslag með afar skemmtilegum og þægilegum köntríblæ.


Kúrekinn Townes Van Zandt og rólegu vandræðaunglingarnir í Cowboy Junkies fíluðu einnig köntríið og eflaust bara lagið í heild sinni. Samt sem áður töldu þau sig hafa eitthvað við það að bæta og með ágætis útkomu.


Rolling Stones - Dead Flowers
Townes Van Zandt - Dead Flowers
Cowboy Junkies - Dead Flowers

Friday, September 19, 2008

Skandinavía - Kristmundur


Povl Dissing - 25 minutter endnu
Smá gálgahúmor. Gaurinn hengdur eftir 25 mínútur. Bara vesen.
(textinn í fullri lengd)

Kim Larsen – Jutlandia
Vinsælasti tónlistarmaður Danaveldis (hefur selt 3,5 milljónir platna en Danir eru 5,4 milljónir). Ekkert maðkað mjöl hér á ferð. Ef þið nennið að horfa á þetta pælið þá í hvort taktarnir hans Kims séu ekki svolítið líkir töktum Sprengjuhallarliðans Bergs Ebba.

Danska fótboltalandsliðið – Reseppten (Vi er rode, vi er hvide)
Ég meika ekki að hlusta á eitís-útsetningar sem hljóma oft meira eins og barn síns tíma en rokklög frá 1964. Þetta er hins vegar tímalaus snilld. Sá sem syngur er miðjubuffið Frank Arnesen sem varð Evrópumeistari með PSV Eindhoven 1988 og er yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea í dag. Þess má til gamans geta að ég átti einu sinni eins klapphúfu og sést í myndbandinu (sjá 3 mín. og 26. sek.). Hún er því miður týnd.

bob hund - Tralala lilla molntuss, kom hit skall du få en puss
Sagt er að bob hund sofi aldrei.

Joose Keskitalo - Saimaann rannalla
Ef einhverjir kunna að rækta túlípana þá eru það Hollendingar. Ef einhverjir kunna að spila hafnabolta þá eru það Ameríkanar. Ef einhverjir kunna að vera þunglyndir þá eru það Finnar.

Topp 5 Skandinavía - Vignir

Danmörk: Junior Senior - Can I get get
Danskar hljómsveitir grípa mig sjaldan, ekki einu sinni Kim Larsen. Ég hafði þó einu sinni mjög gaman af Junior Senior.

Stórskrýtnu systkinin í Kutanum eiga eina langbestu elektró plötu seinustu ára og er þetta eitt af mínum uppáhalds lögum á henni. Það er mjög fyndið að ráfa um götur með þetta lag í iPodinu, manni finnst eins og að það verði að þramma í takt við lagið og þ.a.l. kemst maður fljótt á leiðarenda.

Opeth er yfirleitt skilgreind sem dauðametalsveit en er í raun bara prog rock sveit sem byrjaði í dauðametalnum og notar hann því sem byrjunarreit. Lögin þeirra eru stór og epísk og fara úr hörðum dauðametal yfir í fallegar kassagítarsmelódíur. Vanmetið band sem of fáir vita af.

Ég fann þennan dúdda á einhverju músíkbloggi um daginn og þetta er eina lagið sem ég á með honum en mér þykir það mjög skemmtilegt. Finnskan passar einhvern vegin svo rosalega vel við lagið og ég er ekki viss um að það væri flott á öðru tungumáli.

Ég ætlaði mér að setja hina frábæru ábreiðu Hjaltalín á lagi Páls Óskars, "Þú komst við hjartað í mér" en svo rambaði ég einhvern veginn á þetta lag sem kom út sem b-hlið á einhverri smáskífu af Takk. Þetta er í raun ný upptaka af gömlu lagi af Von sem hefur fengið að vera memm á tónleikum. Virkilega flott stöff.

topp 5 skandinavia - zvenni

Færeyjar - Muscleman-blad með 200



Á løgtingi situr ein vemmiligur maður
Hann heldur at Føroyar skulu vera bøssafríar


Men tað sum man sigur er man næstan altíð sjálvur
Situr har og lesur sítt muscleman-blað

Lekkur glansut bløð full av hálvnaknum monnum

Fleygar sær í loyndum til sítt muscleman-blað

Fleygar sær í loyndum til sítt muscleman-blað


Færeyska (og pólitíska) pönkbandið 200 (borið fram: tveyhundrað) tekst á við bøssahatrið í heimalandi sínu og engin vettlingatök þar á bæ.


Finnland - Ricewestern með Cleaning Women


...og svitinn lekur af finnsku skúringarkerlingunum


Danmörk - This is My Life með Gasolin


Bandið sem kom Kim Larsen á kortið. Með mikla tilfinningu fyrir hinu leikræna skiptast danirnir á hlutverkum í mæmaðri útgáfu af einum aðalsmellinum sínum. Flippuðu danir...

Noregur - I´d Rather Dance With You með Kings of Convenience


Ætlaði að finna lag með The Boys og láta það duga sem framlag noregs til listans þegar ég mundi eftir nördalegu norðmönnunum í KoC og þessu dansvæna en jafnframt afar þægilega lagi.


Svíþjóð - Ett Fall Och En Lösning með bob hund


bob hund bob hund bob hund bob hund...

Topp 5 Skandinavía - Kristín Gróa

Það var ekki meðvituð ákvörðun að hafa öll lögin á listanum með sænskum tónlistarmönnum en það kom fljótlega í ljós þegar ég renndi í gegnum tónlistarsafnið að þegar kemur að góðri tónlist frá Skandinavíu þá er sirka 85% sænsk, 10% norsk, 5% dönsk og 0% finnsk.


5. ABBA - On & On & On

Sorrí en ég get bara ekki sleppt ABBA, sérstaklega í ljósi þess að ég var að uppgötva þetta lag um daginn og hef hlustað á það vandræðalega oft síðan.


4. The Concretes - You Can't Hurry Love

Þessu skyldi ekki rugla saman við Supremes lagið með sama nafni. Alveg hreint æðislegt lag sem hefur verið í uppáhaldi í mörg ár.


3. The Cardigans - And Then You Kissed Me

Ég hafði aldrei verið neinn sérstakur Cardigans aðdáandi og er það í raun ekki núna heldur en platan Long Gone Before Daylight greip mig einhverra hluta vegna um leið og ég heyrði hana. Þetta lag finnst mér svo æðislegt að ég loka augunum og syng með þegar ég hlusta... og ég trúi ekki að ég sé að viðurkenna það á internetinu.


2. Sally Shapiro - Anorak Christmas

Ég fæ bara ekki leið á þessu. Það er reyndar frekar súrt að þetta lag minnir mig alltaf á hálftíma aksturinn frá hótelinu yfir í ufsaverksmiðjuna þegar ég var í Kína í febrúar. Sænsk stúlka að syngja ítalódiskó minnir mig á Kína... skrítið.


1. Jens Lekman - A Sweet Summer's Night On Hammer Hill

Auðvitað er Lekman í efsta sæti, það segir sig bara sjálft.

Thursday, September 18, 2008

Meat Puppets


Ég keypti mér tvo diska í Kolaportinu um síðustu helgi með hljómsveitum sem vill svo til að heita báðar eftir brúðum (var nú bara að fatta það í þessum rituðu orðum). Það er annars vegar The Age Of The Understatement með The Last Shadow Puppets sem er voða retró og venst frekar vel... og hins vegar hina klassísku Meat Puppets II með Meat Puppets.

Margir (og ég þar á meðal) heyrðu fyrst minnst á Meat Puppets á MTV Unplugged upptöku Nirvana en þar tóku félagarnir einmitt heil þrjú lög í röð með Meat Puppets. Það eru auðvitað Plateau, Oh, Me og Lake Of Fire en þau er öll að finna á Meat Puppets II svo hún er í raun góður staður til að byrja að hlusta á þessa sveit. Það er jú alltaf auðveldara að gúddera nýjar plötur ef maður kannast við eitthvað á þeim. Platan er annars ansi áhugaverð og ef maður getur hætt að hugsa um það hvað Curt Kirkwood syngur fáránlega falskt þá er maður í góðum málum.

Meat Puppets - Split Myself In Two
Meat Puppets - Lake Of Fire

Monday, September 15, 2008

Aftur um Kanye


Af því hann Vignir var að tala um Kanye West um daginn og geðveika taktinn í nýja laginu hans þá langar mig að setja hérna inn stúdíó útgáfuna af því. Þið getið tékkað á live útgáfunni í færslunni hans Vignis ef þið eruð ekki búin að gera það nú þegar. Ég hef nú aldrei talist brjálaður Kanye aðdáandi en mér finnst þetta lag bara alveg svakalegt. Váts.

Kanye West - Love Lockdown

Saturday, September 13, 2008

Dúettar - Kristmundur

Girl from the North Country – Dylan og Cash
Martin Carthy er 67 ára Englendingur sem gutlaði stundum
á gítar á sjöunda áratugnum. Þegar sá gállinn var á honum
spilaði hann sína útgáfu af ensku þjóðlagi frá miðöldum
er nefndist Scarborugh Fair. Þegar Bobby D kíkti yfir til
Englands 1962 hitti hann kappann, heyrði lagið og ári
seinna kom Girl from the North Country út á Freewheelin.
Nýjar hæðir náðust þegar Cash tók þetta með honum á
Nasville Skyline. Textinn og melódían svipar óneitanlega
mikið til þess gamla þjóðlags, Scarborugh Fair.

Scarborugh Fair – Simon og Garfunkel
1965 skottaðist Paul Simon yfir til Englands og hitti
títtnefndan Martin Carthy sem spilaði áfram gamla
þjóðlagið Scarborugh Fair eins og enginn væri
morgundagurinn. Þegar Simon kom heim gaf hann lagið
út með ögn breyttri melódíu en nánast sama texta og
sunginn var á hinum myrku miðöldum og skrifaði sjálfan
sig og Garfie fyrir öllu draslinu. Martin varð brjálaður.

Redemption song – Johnny Cash og Joe Strummer
Johnny Cash stóð á sama um þessar deilur og reyndist
rödd hins skynsama málaliða sem reyndi að sætti alla
aðila. Löngu seinna, þegar hann fór að vinna með
upptökuvisardinum Rick Rubin, tók hann eftir aulalegum
flækingi sem dundaði allt í kring í stúdíóinu. Hafði
sá lagt í vana sinn að klifra yfir girðinguna við
heimili Rubins til að geta leikið sér í sundlauginni
hans (sem var víst uppáhaldslaug kauða í allri LA).
Eftir nokkurra vikna stúdíóvinnu spurði Cash loks
hver í ósköpunum þessi gígalói væri. Kom í ljós að
flækingurinn hét Joe Strummer.

Annar hafði kántríbakgrunn, hinn pönkbakgrunn svo það
lá beint við að taka reggílag.

Henry Lee – Nick Cave og PJ Harvey
Strummer var vitaskuld leiðtogi The Clash og einn þeirra
fjölmörgu er hóf tónlistarferilinn á að búa til reiðilegt
pönk. Þess konar fólk hélt oft áfram og gerði frekari
tilraunir. Björk og Sykurmolarnir, já jafnvel Bubbi eru
innlend dæmi um tónlistarmenn sem uxu út frá pönkplöntunni.
Cave er ástralska dæmið. Hann og PJ Harvey gerðu þennan
svuntufína dúett í anda hryllingsrómantíkur.

World Destruction – Johnny Rotten og Afrika Bambaataa
Og talandi um pönk. Einn besti sonur pönksins, Johnny
Rotten var annar helmingur banvæns dúetts frá árinu 1983.
Hann skeggræddi heimsendi við Afrika Bambaataa (föður
fönksándsins) og markaði samstarfið tímamót þar sem þetta
var í fyrsta sinn sem rokk og rapp rann saman. Þetta er
jafnframt eina lag listans sem er ekkert sérlega gott.
Kemur þó ekki í veg fyrir að hægt sé að hafa gaman af því.

Friday, September 12, 2008

Topp 5 dúettar - Krissa


Golden oldie :)



Þetta er bara of fallegt!



Víjj föstudagshresst og skemmtilegt! :)



Þetta lag er svo fullkomið fyrir röddina í Johnny Cash. Og þegar Oldham bætist við í viðlaginu setur það algjörlega punktinn yfir i-ið!


Það er allt gott við þetta lag, ALLT!

Og sexy-time honourable mentions:
Þetta lag er náttúrulega bara ooof! Slísbollurinn í essinu sínu
Ég hlustaði e-n tíma á þetta lag nokkurn veginn á repeat í rútu milli Washington og New York fyrir nokkrum árum. og tókst samt ekki að fá nóg af því...það er bara æði æði ÆÐI!
Client feat. Carl Barât - Pornography
Án raddarinnar í Carl er þetta lag ekkert spes...en sem dúett - úff!

Topp fimm dúettar Árna

Góðan og blessaðan daginn. Þessi listi var gerður við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem hljóðið fékkst ekki til að virka. Ég þurfti því að reiða mig á minnið!!!
Þetta var niðurstaðan

Michael Cera og Ellen Page - Anyone else but you

Lítið og skondið lag úr skemmtilegri mynd sem sýndi manni að krúttið er síður en svo dautt (hélt það nefnilega eftir að ég sá Múm á Airwaves í fyrra en þá var þetta bara orðið að stuðbandi) hér úir og grúir af keðjusöng, lo fi gæðum, frönskum innskotstextum og fölskum gíturum.

Megas og Björn Jörundur - Ef þú smælar framan í heiminn

Rödd Björns er eins og svona aðeins slípaðri útgáfa af skældum rómi Megasar. Heppilegt að þeir skyldu vera uppi á svipuðum tíma.

Súkkat - Vont en það venst

Íslensk þjóðarsál súmmeruð upp í eina stuðlaða málsgrein.

Benny Anderson og Povl Dissing - Svantes lykkelig dag

Tveir danskir kallar sem uppgötva nirvana...það er þegar kaffið er klárt.

Tvíhöfði - Condionador

Ég er ekki frá því að Tvíhöfði nái að minnsta kosti með tærnar þar sem Flight of the Conchords hafa svona miðja ilina. Ég átti í mestu vandræðum með að velja en tók þetta því ég hafði ekki heyrt það lengi og Dorrit er enn skemmtileg.

Topp 5 dúettar - Kristín Gróa


5. Sonny & Cher - The Beat Goes On

Mér finnst þetta óskiljanlega skemmtilegt lag... ég held það sé takturinn.


4. Dolly Parton & Kenny Rogers - Islands In The Stream

Ég eins og allt of margir á mínum aldri heyrði þetta lag í fyrsta sinn sem rapp með viðlagið eitthvað í líkingu við Ghetto Superstar... that is what you are.... Þvílík misþyrming. Já en ég veit að þetta er nett hallærislegt lag en mér finnst það samt alveg æði. Ég er líka svoddan sökker fyrir hallærislegheitum.


3. Serge Gainsbourg & Jane Birkin - Je T'aime... Moi Non Plus

Hér er verið að taka dúettinn alveg á annað plan... fjúff ég roðna bara.


2. Peter Gabriel & Kate Bush - Don't Give Up

Á einhvern hátt er alveg rökrétt að Peter Gabriel og Kate Bush hafi tekið upp lag saman. Lagið er ofboðslega fallegt og myndbandið mjög eftirminnilegt í einfaldleika sínum.


1. Nancy Sinatra & Lee Hazelwood - Some Velvet Morning

Mjög súrrealískt lag en samt svo frábært. Koverið hjá Primal Scream og Kate Moss er jafn vont og þetta lag er gott. Ughh.

topp 5 dúettar - zvenni

Peaches og Iggy Pop - Kick It


Iggy og Peaches að berjast við uppvakninga... tvöfalt pönk.


Blixa Bargeld (Einstürzende Neubauten) og Meret Becker - Stella Maris


Wir haben uns im Traum verpasst...

Du träumst mich ich dich
Keine Angst ich finde dich
Bevor du noch von selbst erwachst


Stilla Maris sem síðar var skrifað Stella Maris er latína og þýðir Stjarna hafsins. Þessi stjarna hafsins er í raun María mey en lagið fjallar um draumfarir, misskilning, stefnumót dúettsins og ranga póla.


Bob Dylan og Johnny Cash - Girl From the North Country Fair


Tveir sveitó að syngja um sæta stelpu.


Cerys Matthew og Tommy Scott - The Ballad of Jom Jones


You stopped us from killing each other

(Tom Jones, Tom Jones)

You'll never know but you saved our lives

(Tom Jones, Tom Jones)

I could never throw my knickers at you

And I don't come from Wales


Hjúskaparráðgjafinn Tom Jones.


David Bowie og Mick Jagger - Dancing in the Street


OK...
Tokyo... South America...
Australia... France...
Germany... UK...
Africaaaaaaaa...


Klæðnaðurinn, dansinn, dillið... Magnaður dúett.

Wednesday, September 10, 2008

Okkervil River enn einu sinni

Ok ég er enn með nýju Okkervil River plötuna á heilanum þannig að ég vil endilega benda ykkur á að þeir eru með sitt eigið channel á YouTube þar sem er dálítið sniðugt í gangi í tengslum við útgáfu plötunnar. Þar sem platan heitir The Stand Ins þá fengu þeir ýmsa tónlistarmenn til að vera þeirra stand ins og syngja lögin á vídjói. Þeir hafa svo verið að birta vídjóin í sömu röð og lögin eru á plötunni. Skemmtilegt!

Ég vil benda á Bon Iver að flytja Blue Tulip...



... en þó alveg sérstaklega á A.C. Newman og Will Sheff sjálfan að flytja hið frábæra Lost Coastlines.

Tuesday, September 9, 2008

Hæ...

Ég heiti Kanye West.

Ég fíla tísku og flott föt.

Ég hef einnig áhuga á arkítektúr, innanhúshönnun og konum

Ég geri svölustu vídjó í heimi

Ég geri líka flottustu takta beggja megin Atlantshafsins. Tékkaðu t.d. á nýja laginu mínu, Love Lockdown, sem verður á næstu plötunni minni sem ég ætla að reyna að koma í búðir á árinu. Ég ætlaði að setja lagið á iTunes í gær en það klikkaði eitthvað en ætti að koma þangað á næstu dögum. Í staðinn ætla ég að setja inn hérna upptöku af MTV verðlaunahátíðinni þar sem ég spilaði lagið. Finnst þér takturinn ekki megatöff hjá mér?