Sunday, May 31, 2009

Topp 5 gæsahúð - Halldór














Ég tengi yfirleitt gæsahúð helst við lifandi flutning á lögum. Vissulega eru mörg lög sem hafa ótrúlegustu áhrif á mig þótt ég hlusti á þau í græjum eða heyrnatólum en mesta tengingin kemur alltaf live.

Ég er nokkuð heppinn með það að hafa farið á tónleika sem hafa skilið mikið eftir sig, ýmist í heild sinni eða lög og lög. Ég verð þó að segja að topp 26 listinn minn eru öll lögin sem Tom Waits flutti á tónleikum sem ég fór á í Dublin í ágúst síðastliðnum. Þess vegna hef ég ákveðið að þessi gæsahúðarlisti verði eingöngu með lögum af þessum tónleikum, enda nógu erfitt fyrir mig að velja einungis 5 af þeim lögum.

Lucinda/Ain't Going Down to the Well

Eftir alla biðina og spenninginn var það algjörlega epískt að sjá Tom Waits labba inn á sviðið og byrja tónleikana á þessu lagi. Ég held ég hafi aldrei verið jafn nálægt því að taka gelgjuöskurkast og þarna.


Tom Traubert's Blues

Tom Traubert's Blues er lag sem mig hafði lengi lengi langað að heyra live en ég hélt að það ætti ekki eftir að gerast. Það var því mikil gæsahúð sem hríslaðist um mig þegar hann byrjaði á línunni Wasted and wounded, it ain't what the moon did. Óhætt að segja að flutningurinn hafi rokið fram úr öllum væntingum.


Innocent When You Dream

It's such a sad old feeling,
the hills are soft and green.
It's memories that I'm stealing
But you're innocent when you dream, when you dream
You're innocent when you dream, when you dream
You're innocent when you dream.

Alltaf verið eitt af mínum uppáhalds lögum og flutningurinn úr tónleikamyndinni Big Time með þeim flottari sem ég hef séð, bæði lag og atriði. Svo fékk hann alla til að syngja með, tær snilld.


Dirt in the Ground

Gæsahúð gæsahúð gæsahúð! Og tár með, sjaldan hefur eitt lag haft jafnmikil áhrif á mig og þetta. Þetta lag fyllti mig mellankólísku æðruleysi, svo fallegt en samt svo sorglegt þegar Tom Waits syngur sannleikann af þvílíkri innlifun.

What does it matter, a dream of love or a dream of lies
We're all gonna be in the same place when we die
Your spirit don't leave knowing your face or your name
And the wind through your bones is all that remains

And we're all gonna be
Yeah yeah
I said we're all gonna be
Yeah yeah
I said we're all gonna be
Yeah yeah
I said we're all gonna be just dirt in the ground


Make it Rain

Make it Rain er kannski fyrirfram ekki lag sem ég ætti von á að færi á þennan lista en þetta er allt spurning um aðstæðurnar. Þetta lag er á Real Gone og þar er þetta einfaldur en þéttur blús. Gott lag en kannski ekkert gríðarlega eftirminnilegt af öllum hans lögum.
Tónleikarnir voru haldnir í risastóru sirkustjaldi í miðjum Phoenix Park í Dublin. Í miðju lagi breytist þetta blúslag í hálfgerðan regndans þar sem Tom Waits fer gjörsamlega á kostum. Ekki minnkaði það svo áhrifin að heyra rigninguna dynja á tjaldþakinu.

Þetta lag kom seint á tónleikunum og eftir tónleikana þurftum við að ganga í klukkutíma, enga leigubíla að fá, í ausandi rigningunni. Það var ekki hægt annað en að hugsa um þetta lag í þeirri gönguferð. Hatturinn minni þurfti mikla aðhlynningu eftir þá ferð og skórnir lifðu hana ekki af en það eru pínulitlir hlutir að fórna þegar upplifunin er svona ótrúleg.

Friday, May 29, 2009

Topp 5 gæsahúð - Georg Atli

Tónlist vekur upp allskonar tilfinningar og stundum get ég ekkert gert í því en að fá gæsahúð þegar ég heyri lög eða söngraddir eða hljóðfæri eða bara allskonar, oft er þetta kannski kjánalegt og jafnvel væmið en svona er þetta bara.

5. Heartstopper - Emiliana Torrini

Það er eitthvað við það þegar breakið í laginu kemur og hún syngur:

"when it stops, it stops,
my heart stops beating"

4. Hallelujah - Jeff Buckley

Coverlag sem er betra en orginallinn (tæknilega séð er þetta cover af coveri). ég fæ alltaf hroll á fyrstu sekúndu lagsins þegar andvarpið kemur og svo fer gæsahúðin ekkert fyrr en eftir svona korter. Uppáhalds.

3. Famous Blue Raincoat - Leonard Cohen

Leonard Cohen hefur svona rödd sem hreyfir við fólki, hann er ekkert sérstakur söngvari (hann meira talar en syngur) en það er eitthvað og áhrifin verða alls ekkert minni með snilldarlegum textum. Svo einlægt og svo berskjaldað og svo ótrúlega fallegt...

2. Waltz #2 - Elliot Smith

Tvisvar í laginu koma svona augnablik þar sem ég fæ altaf hroll... þegar hann syngur:

"I'm never gonna know you now,
But I'm gonna love you anyhow."

og svo aftur þegar það kemur:

"Here it is, the revenge to the tune:
You're no good,
You're no good, you're no good, you're no good.
Can't you tell that it's well understood?"

og ef það er einhver sem les þetta og var ekki búinn að ná því þá dýrka ég Elliot Smith.

1. Ne me quitte pas - Edith Piaf

Þetta er lag sem er búið að covera endalaust oft, enda er það oft talið meistaraverk Jaques Brel.
Lagið og flutningurinn er svo magnað að það þarf ekki að skilja orð í frönsku til að skilja lagið (en ef þið skiljið frönsku þá er textinn hér) en titillinn þýðist eitthvað í líkingu við " ekki yfirgefa mig". Röddin hennar Edith Piaf er svo alveg nóg til að maður fái sundfit og fjaðrir líka.

Topp 5 reytt fiðurféshúð- Unnur Birna



Gæsahúð með engum fjöðrum, jakk. Ég nennti ekki að fara að leita eftir kjánahrollslögum, en ég hef sjaldan fengið jafn mikinn kjánahroll og þegar ég sá þetta.
ALLAVEGA!

Hér skulum við nú samt hlusta á eitthvað alminnileght.

Í útsetningu Come Shine öðlast þetta margspilaða lag glænýtt líf. Píanóþrástefsfílingurinn stelur senunni að einhverju leyti, risið í laginu er ótrúlega vel presenteraður, hlusta skal í háu volumi í góðum græjum. Fann diskinn aftur eftir nokkurn tíma og hlustaði á í bílnum og bíllinn fékk vængi og ég sveif yfir götunni...

Mestu gæsahúðina fæ ég þó þegar Mánar taka þetta lag og pabbi minn öskrar í lokin. Oh my God!!

j) Where Do I Go From Here - The Carpenters

Svolítið öðruvísi gæsahúð, en að spila þetta á blasti í bílnum (ég bjó sko einu sinni í bílnum mínum) og syngja með (helst í ástarsorg) er kikk útaf fyrir sig.

k) Perfect Strangers - Deep Purple

Að spila þetta lag live með góðum undirtektum áhorfenda fær meira að segja rökuð hár til að rísa.

Stórt lag. Ris, sig, ris, sig og risa ris með trommubreiki í lokin sem fer alveg með mig og gæsahúðin verður svo mikil að ég fæ fjaðrir og tekst á loft. Heitasta band í heiminum í dag.

Topp 5 gæsahúð - Kristín Gróa



5. Neil Young - Pardon My Heart

Pardon my heart
If I showed that I cared
But I love you more than moments
We have or have not shared


4. Cat Power - Good Woman

Hið fullkomna breakup lag.

3. Al Green - Simply Beautiful

Hið fullkomna ástarlag.

2. The Shins - New Slang

I'm looking in on the good life
I might be doomed never to find


Örugglega í sjötugasta sinn sem þetta lag ratar á lista.

1. Bon Iver - Re: Stacks

Bróðir minn lést í janúar og þá daga keyrði ég á hverjum degi upp á Akranes til að vera með honum og fjölskyldunni minni. Þessa erfiðu daga þegar ég keyrði fram og til baka hlustaði ég aftur og aftur á Bon Iver sem veldur því auðvitað að núna þegar ég hlusta á hann þá skellur sorgin á mér fyrirvaralaust. Þó textinn í þessu lagi fjalli ekki um dauðann þá eru hlutar af honum sem töluðu virkilega til mín og hjálpuðu mér, eins klisjukennt og það hljómar. Ég fæ gæsahúð, kökk í hálsinn og hnút í magann.

This is not the sound of a new man or crispy realization
It's the sound of the unlocking and the lift away
Your love will be
Safe with me

Fuglaskinnssveinn

Anywhere I Lay My Head - Tom Waits
Well I dont need anybody,
because I learned, I learned to be alone

Well I said anywhere, anywhere,
anywhere I lay my head, boys

Well I gonna call my home
Með gangstéttarkantinn sem kodda, hattin sem sæng og heiminn sem bæli býður sögumaðurinn góða nótt.

Dánarfregnir og jarðarfarir - Sigur Rós
Kraftmikill útfararsálmur í flutningi Sigur Rósar.

I See A Darkness - Bonnie "Prince" Billy
Well I hope that someday buddy
We have peace in our lives
Together or apart
Alone or with our wives
And we can stop our whoring
And pull the smiles inside
And light it up forever
And never go to sleep
My best unbeaten brother
This isn't all I see
Þungt, hægt og melankólískt. Í seinn tíð koma brókbaksbræðurnir mér stundum í huga er ég hlusta á það. Djúp og tilfinningarík von um betri tíð í öllu myrkrinu.

Two-Headed Boy Part 2 - Neutral Milk Hotel
Í skrítnum takti (í eyrum amatúrsins) er sungið um drenginn, Önnu, pabba, Guð, tómata, útvarpsvíra, kraftaverk, allt og alla á óskiljanlegan hátt.

Cortez the Killer - Neil Young
Þrjú afar innihaldsrík grip í 7 og hálfa mínútu leidd af gítar Youngs og frásögnum hans af indíánum og stúlkunni sinni.

Thursday, May 28, 2009

I´m Gonna Get Me a Gun!

...
Yusuf Islam, öðru nafni Cat Stevens, enn öðru nafni Steven Demetre Georgiou er rúmlega sextugur kall. En hann hefur ekki alltaf verið svona gamall. Einu sinni var hann ungur, skegglaus og bitur en um leið afar hress högni sem söng um örlög, hefnd og byssuna sem hann ætlaði að ná sér í.

I know my destiny is like the sun

You see the best of me
when I have got a gun

I'm gonna get me a gun
I'm gonna get me a gun
And all those people who put me down
You better get ready to run,
Cuz I'm gonna get me a gun

Tuesday, May 26, 2009

26. maí

Í dag á tónlistarmaðurinn Levon Helm, best þekktur sem trommari The Band afmæli. (Reyndar á Stevie Nicks úr Fleetwood Mac afmæli líka en það er önnur saga)
Helm er fæddur nákvæmlega þennan dag árið 1940, og í tilefni þess ætla ég, því Bob Dylan varð ári yngri en hann í fyrradag, að setja hér inn Bob Dylan og The Band á "Farewell" tónleikum Bandsins 1976.

Óskum unglingunum til hamingju með afmælisdagana og bjartrar framtíðar.

Verságúð.




Sunday, May 24, 2009

Topp 5 sumarlög - Georg Atli

Sumarið er tíminn og þessi lög minna mig alltaf á sumarið.

5. Beck -Golden Age

Þegar ég bjó í danmörku átti ég að mæta í vinnuna klukkan 6 á mánudagsmorgnum, eins og sönnum baunverja þá hjólaði ég í vinnuna og þurfti þess vegna að leggja af stað heiman frá mér kl. 5:20 í síðasta lagi. Þá hlustaði ég alltaf á plötuna Sea Change (sem er uppáhalds Beck platan mín) af því það var eitthvað svo við gott að hlusta á hana þegar maður hjólar í gegnum Köben og sólin er að koma upp og enginn annar er á ferli... nema strætó... og einstaka fyllibytta á leiðinni heim til sín.

4. Dick Dale & His Deltones - California Sun

Mér finnst surfer rokk vera mjög sumarlegt og Dick Dale er einn af þeim bestu í surfer rokkinu.

3. Jack Johnson - Wasting Time

Ég "fann" þennan þegar ég var á bakpokaferðalagi um Asíu, aldrei heyrt í honum áður. Þetta er svo sem ekkert rosalega merkileg tónlist en það er bara eitthvað þægilegt við hann. Þetta er svona næstum því guilty pleasure hjá mér... ég er leyni Jack Johnson aðdáandi. Fíl'etta.

...og svo er maður líka mikið að hanga og "wasting time" á sumrin.

2. The Trashmen - Surfin' Bird

Þetta er toppurinn á surferrokki, ótrúlega skemmtilegt lag sem er sett saman úr tveimur smellum frá hljómsveitinni The Rivingtons (og hver man ekki eftir The Rivingtons?) frá 1963, Birds the Word og Papa Oom Mow Mow.

1. Bebel Gilberto - Bananeira

Ég held að Bebel Gilberto sé sumarið.

Friday, May 22, 2009

Unnur Birna sumarstúlka


Sumar stelpur eru stelpur einsog ég.


4. Jorge Morel: Danza Brasilera - David Russel

Latin músík er eitt það sumarlegasta í heimi. Enda er alltaf sumar í S-Ameríku. Eða svo gott sem. Við þetta lag dansa ég úti á palli.



Keyri í sumarblíðu með sólina í augunum.


3. I'm a cuckoo - Belle&Sebastian


Minnig mig endalaust á sumarið 2005. Kveiki á þessu þegar ég fer í sturtu og Svenni útbýr morgunmat.




Sumarið sem ég ætlaði að verða jazzpíanisti hlustaði ég mikið á þennan disk - Havana. Sit malandi úti í sólinni með kokteilinn og læt sólina sleikja mig.

Ég geng í barndóm og leik mér í berjahlíðinni, lúpínulautinni, skóginum eða hjá læknum í litla þorpinu sem ég ólst að mestu leyti upp.

Topp 5 sumarlög - Kristín Gróa


5. Eels - Mr. E's Beautiful Blues

God damn right, it's a beautiful day.

4. Bobby Vinton - Yellow Polka Dot Bikini


Svo sumarlegt en um leið kjánalegt... instant feelgood lag!

3. Jens Lekman - A Sweet Summer's Night On Hammer Hill

Ahh svo líflegt og skemmtilegt.

2. Lovin' Spoonful - Coconut Grove

Þetta lag minnir mig á heita, rólega og "hazy" sumardaga þar sem maður gerir ekki neitt annað en að liggja í sólinni. Rólegt og afslappandi.

1. Celia Cruz - Guantanamera

Ég held ég hafi aldrei upplifað neitt sumarlegra en að vera á labbi í Mission hverfinu í San Francisco og ganga beint fram á sex mexíkóska gaura á götuhorni að syngja og spila Guantanamera í sólskininu. Það var svo gaman hjá þeim og vegfarendur dönsuðu og sungu með. Æði!

Sumar og sól og svenni...


Baywatchlagið með David Hasselhoff
Hresst og skemmtilegt lag með afar jákvæðum boðskap.

Gould Soundz með Pavement
Áhyggjulaus sumartíð unglingsára.

lange, lange með bob hund
Sumarið má vera lengi.

Parklife með Blur
Garðlíf er gott líf.

Vorkvöld í Reykjavík
Ekkert er fegur en (gönguferð meðfram sjónum í vesturbænum með Unnistunni um) vorkvöld í Reykjavík.

Topp 5 Sumarlög - Erla Þóra

Sól sól skín á mig... sérstaklega undanfarna daga! Vindum okkur þá í sumarlögin.

5. Alice Cooper - School's Out
Hjá mér byrjar sumarið þegar skólinn er búinn. Það er oft crappy veður þá (sbr. snjókomuna sem var daginn sem seinasta prófið mitt var þessa önnina) en það verður bara að hafa það. Sumarið er bara samt komið!

4. Martha and the Vandellas - Heatwave

Pant fá hitabylgju í sumar!

3. The Kinks - Sunny Afternoon

Þetta lag er perfect þegar maður liggur út á palli í sólinni, eða kannski bara í pottinum, með sólgleraugu á nefinu, bók í annarri og svaladrykk í hinni... ahhh...

2. Jimmy Cliff - I Can See Clearly Now

Það hefur verið samasem-merki milli þessa lags og sumars hjá mér síðan ca. 1996. Þetta var á einhverjum summer-mix-diski sem systir mín góð átti og þetta er bara svo mikið sumar!

1. Beach Boys - Wouldn't it be Nice


Sumar sumar sumar!

Topp 5 - sumarlög




















Janis Joplin - Summertime





Summertime and the livin' is easy.

Ótrúlega flottur flutningur á þessu klassíska sumarlagi.

Mungo Jerry - In the Summertime


Sumarhressleiki eins og hann gerist bestur.

Otis Redding - Sitting on the Dock of the Bay


Sittin' in the mornin' sun
I'll be sittin' when the evenin' come
Watching the ships roll in
And then I watch 'em roll away again, yeah

I'm sittin' on the dock of the bay
Watching the tide roll away
Ooo, I'm just sittin' on the dock of the bay
Wastin' time

Ef sumarið er ekki tilvalið til að eyða í svona vitleysu þá veit ég ekki hvað.

Mezzoforte - Garden Party


Garðpartý eru nauðsynlegur hluti af sumrinu. Því fleiri því betra. Og svalapartý fyrir þá sem hafa ekki garð. Alltént mörg grillpartý.

Tom Waits - Watch Her Disappear


Your house is so soft and fading as it soaks the black summer heat

Fallegt ljóð, fallegt lag. Af hinni stórgóðu plötu Alice

Sumarið er tíminn...


Af því það er búin að vera svo mikil sól og við erum öll komin í sumarskap þá stungum við einum lista framfyrir alla hina. Í dag ætlum við þess vegna að lista upp sumarlög... stay tuned!

Wednesday, May 20, 2009

When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!
When the sun goes down we'll go out again!

Don't cool off, I like your warmth...

Saturday, May 16, 2009

Topp 5 Bítlalög - Unnur Birna

Hér koma mín topp 5 Bítlalög. Það er ekkert sem heitir gott eða vont. Það bara er. Rétt eins og fjöllin...


Og ekki orð um það meir.

Abbey Road b hlið - zvenni


Uppáhalds bítlaplatan mín er Abbery Road og uppáhalds Abbey Road hliðin mín er hlið b. Þar koma þessi 5 lög í einni súpu. Lögin eru flest svo tengd að það er best að hlusta á þau öll í einni bunu.

Polythene Pam

She Came In Through The Bathroom Window

Golden Slumbers

Carry That Weight

The End


...og eitt lítið bónuslag

Friday, May 15, 2009

Topp 5 góð Bítlalög


Bræður mínir ólu mig vel upp tónlistarlega og ég held ég hafi ekki verið nema ellefu ára þegar annar þeirra gaf mér margar Bítlaplötur á kassettum. Þetta saug ég í mig eins og svampur og hlustaði á þær fram og til baka í mörg ár. Eins og flestir sem hafa alist upp með Bítlunum þá get ég eiginlega ekki gert upp á milli laga en þessi listi er einhverskonar uppáhaldslagalisti þessa stundina.

5. I Feel Fine

Gítarstefið í þessu lagi gerir mig alveg klikkó.

4. Don't Let Me Down

Það er svo mikil örvænting í þessu lagi að mér finnst eins og það sé verið að kreista mig þegar þeir syngja viðlagið.

3. Tomorrow Never Knows

Ég gæti auðvitað aldrei sleppt þessu lagi. Maður gæti auðveldlega fallið í trans við að hlusta á það.

2. The Night Before

Help! er ein af alltime uppáhalds myndunum mínum og þaðan kemur ást mín á þessu lagi líklega.

1. Long, Long, Long

Síðasta Bítlalagið sem ég fattaði og það var svo frábært að hafa hlustað á Bítlana í öll þessi ár en uppgötva svo samt áður eitthvað sem hafði alltaf farið framhjá mér. Ég bölva því reyndar í hvert sinn hvað mixið er fáránlega lágt en hei það er lítið við því að gera annað en að hækka í tónlistinni!

Topp 5 gott bítl - Georg Atli




Eftir að hafa nánast eingöngu hlustað á bítlana í viku þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mér finnst næstum ómögulegt að velja bara fimm lög úr, en hér gós..

5. Norwegian Wood (The Bird Has Flown) af Rubber Soul

Leynilegt ástarævintýri sem endar og allir verða leiðir. John Lennon er að velta Bob Dylan fyrir sér og George Harrison vill líka vera að pæla eitthvað og dettur í Ravi Shankar í fyrsta sínn. Mikið rætt hvort John Lennon hafi kveikt í jónu eða kveikt í húsi:

And when I awoke, I was alone, this bird had flown
So I lit a fire, isn't it good, Norwegian wood.



4. You've Got To Hide Your Love Away af Help!

Lennon þykist vera Bob Dylan... rosalega flott lag og á einhvern undarlegan hátt er það tambúrínan og hristurnar sem setja punktinn yfir downer i-ið í laginu, meira að segja Eddie Vedder gat ekki klúðrað þessu lagi. Margir halda að hér sé annað hvort sungið um samkynhneigða og þeirra ástir af mikilli innsýn eða um leyniást sem enginn má vita um...


3. Rain af Hey Jude (Amerísk Útgáfa) eða B-lið af Paperback Writer

Bítlunum finnst rigningin líka góð, Ringo Starr (af öllum mönnum) ber af í þessu lagi með flottum trommuleik, líka fyrsta lagið (held ég) sem bítlarnir sungu aftur-á-bak í, kemur alveg í lokin:

Sdeah reiht edih dna nur yeht
Semoc niar eht fi
(Rain)
Niar
(Rain)
Senihs nus...


2. Birthday af The Beatles (Hvíta platan)

Feel good lag, mér finnst að allir ættu að syngja þetta lag á afmælum.

Popppunkts fact nr. 1: Patti Harrison og Yoko Ono syngja bakraddir (með öllum Bítlunum) í þessu lagi.
Popppunkts fact nr. 2: Lagið var tekið upp og samið á einum degi.

Bónus lag: Birthday - The Very Best (rosalegt cover, afríku-afmælis!)

1. Happiness is a Warm Gun af The Beatles (Hvíta platan)

Örugglega eitt allra besta lag sögunnar að mínu mati og af einni af topp fimm bestu plötum sögunnar (Listi?), Bítlarnir sýna hér hvað þeir eru fáránlega fjölhæfir og skipta um stefnur og stíla í laginu eins og venjulegt fólk skiptir um nærbuxur.


Bónus lag: Let It Be með Nick Cave, það er eins og lagið hafi verið samið fyrir Nick Cave, eitt af þessum skiptum sem coverið er betra en orginalinn.

Tuesday, May 12, 2009

Joe Pug



Ég setti á listann minn um daginn lag með nýjum tónlistarmanni sem heitir því minna en heillandi nafni Joe Pug. Hann gaf út E.P. plötu í fyrra sem heitir Nation of Heat. Einhversstaðar las ég að um hann að hann væri "updated version of Bob Dylan" mér finnst það ansi góð lýsing þannig að ég æt það bara standa. Joe Pug ætlar svo að vera með tónleika hérna á Íslandi 2. júlí, sem er stuð.



Coverið af plötunni er hér að ofan og ef vel er rýnt í það sést útdráttur úr biblíunni... sem væri ekkert sérstaklega merkilegt nema ef það væri ekki á íslensku!

Lag: Call It what You Will
Lag: Hymn #101
Lag: Speak Plainly, Diana

Myspace.com/thejoepug

nationofheat.com

- Georg Atli

Friday, May 8, 2009

Topp 5 vangalög - Kristín Gróa


Þegar ég var tólf ára þá var aðalspenningurinn við það að fara á bekkjarkvöld að sjá hverjir myndu vanga við rólegu lögin. Það kom ekki oft fyrir að ég tæki þátt í slíku (búfokkinghú eh?) en það kom þó fyrir. Einhverra hluta vegna tengi ég bara tvö lög við þetta og það eru lögin í fyrsta og öðru sæti á þessum lista. Hin eru meira lög sem eru fullkomin vangalög ef maður stundaði þannig lagað lengur ;)

5. Eric Clapton - Wonderful Tonight

Fyrir þá sem eru í sambandi.

4. Chris De Burgh - Lady In Red

Fullorðins, pínku hallærislegt en engu að síður frekar frábært.

3. The Bangles - Eternal Flame

Ókei ég elska þetta lag klárlega.

2. Roxette - It Must Have Been Love

Einn af klassíkerum tíunda áratugarins enda fæ ég mega nostalgíukitl þegar ég hlusta á þetta.

1. Bryan Adams - Heaven

Það er örugglega bara nostalgía en mér finnst þetta næstum því gott lag. Þetta er allavega í mínum huga ultimate vangalagið.

Topp 5 unglinga - Georg Atli

Ákvað að taka nostalgíuvinkilinn á þetta frekar en vangann. Hérna koma þess vegna topp 5 lögin sem minna mig á unglinginn í mér af einhverjum ástæðum...

5. Snow - Informer

Platan 12 Inches Of Snow (orðaleikur!) er sorglegt en satt fyrsti geisladiskurinn sem ég eignaðist. Þegar ég var 12 ára (platan kom út '93) þá var þetta rosalega gott lag.... vissuði að Snow hefur gefið út heilar 7 plötur og sú síðasta kom út 2006!

4. Elliott Smith - Needle in the Hay

Fyrsta lagið af fyrsta disknum hans og líka fyrsta lagið sem ég heyrði með Elliott Smith, platan XO kom svo út 3 árum seinna og ég varð algjörlega dolfallinn af þeirri snilld.

3. Weezer - Undone (The Sweater Song)

Lagið sem fékk mig til þess að hlusta á Weezer... sé ekki eftir því í dag

2. Shaggy - Mr. Boombastic

"Don't you tickle my foot bottom ha ha baby please
Don't you play with my nose I might ha chum sneeze
Well you a the bun and me a the cheese
And if me a the rice well you a the peas
"

Gott stöff.




1. Coolio - Gangsta's Paradise

Þetta lag var það mest kúl í öllum heiminum í þá daga... gamall krakksali, Michelle Pfeiffer og mig langaði næstum því að segja fyrirgefðu við kennarann minn fyrir að gera lífið hennar svona erfitt...

Thursday, May 7, 2009

Pyotr Ilyich Tchaikovsky

- á afmæli í dag!

Rússneskur og rómantískur, fæddur 1840. Ballettarnir hans Svanavatnið og Hnotubrjóturinn eru alþekktir, sem og Fyrsti Píanókonsertinn hans. Hann gerði mikið af leikhúsmúsík, nokkrar sinfóníur, óperur og konserta.

Hann dó 6. nóvember 1893.

Hér sjáum við Spænska dansinn - Súkkulaði frá Spáni, úr Hnotubrjótnum dansaðan af Ballettinum í Mariinski leikhúsinu í St. Pétursborg.
(Ég dansaði við þetta hér í denn, þess vegna varð þessi hluti fyrir valinu :)

Tuesday, May 5, 2009

Ammli...

Michael Palin á afmæli í dag...

Til hamingju!


Friday, May 1, 2009

mömmur - zvenni


Mothers Little Helper - Rolling Stones
Doctor please, some more of these
Outside the door, she took four more
What a drag it is getting old...

Hnullungarnir taka upp hanskann fyrir húsmæðurnar.

For A Thousand Mothers - Jethro Tull
It was they who were wrong
And for them heres a song

Anderson ekki sáttur við uppeldið.

Old Mother Reagan - Violent Femmes
Shes so dumb
Shes so dangerous
How come she dont go far away
She better go far away

Ofbeldisfullar stúlkur óánægðar með móðurfaðminn.

Mama Don't Allow It - Julia Lee
mama don´t allow no trumpet playing in here
mama don´t allow no trumpet playing in here
bobby dont care what mama don´t allow,
blow his trumpet anyhow
mama don´t allow no trumpet playing in here

Eilíf barrátta mæðra og barna.

Let it Be - Bítlarnir
When I find myself in times of trouble,
mother Mary comes to me,
speaking words of wisdom,
let it be.

Ósköp paullegt að syngja um mömmu sína en hún heitir víst María.

Topp 5 mæðralög - Kristín Gróa


5. Kate Bush - Mother Stands For Comfort

Indeed she does.


4. Pink Floyd - Mother

Fyrirsjáanlega lag listans. Ultimate mömmulagið.


3. The Knife - We Share Our Mothers Health

Skrítið og skemmtilegt.


2. Sufjan Stevens - Decatur, Or, Round Of Applause For Your Stepmother!

Stjúpmömmur mega vera memm.


1. Clipse - Momma I'm Sorry

Rapp á toppnum á mínum lista! Who would have thunk it?