Wednesday, September 30, 2009

Sarpurinn


Viðfangsefni Sarpsins að þessu sinni er tímamótaverk hljómsveitar sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, nefnilega hin tvöfalda Tusk með Fleetwood Mac.

Ég ætla mér svo sem ekki að reyna að rekja sögu Fleetwood Mac enda er hún löng og flókin og hálf óskiljanleg. Hins vegar er það staðreynd að ellefta plata sveitarinnar, Rumours, gerði þáverandi meðlimi að súperstjörnum enda er hún enn þann dag í dag tíunda mest selda plata allra tíma. Það var alveg ljóst að það yrði erfitt að fylgja þeirri plötu eftir enda var það raunin að Tusk fékk mjög blendnar viðtökur. Platan var almennt álitin algjört flopp þrátt fyrir að hafa náð platínusölu í Bandaríkjunum sem flestum þætti þokkalegt... en það var bara ekki mikið við velgengni Rumours.

Það er gítarleikarinn Lindsey Buckingham sem á mest í Tusk en hann samdi um helming laganna á plötunni og sá að mestu um pródúseringuna. Við skulum ekki gleyma því að á þessum tímapunkti hékk hljómsveitin rétt saman á límingunum og það er satt að segja auðheyrt á plötunni. Þetta er allt mjög skitsófrenískt, rólegu og fallegu lögin þeirra Stevie Nicks (Sarah) og Christine McVie (Over & Over) er blandað saman við taugaveikluðu og stressuðu lögin hans Buckingham (The Ledge) í engri lógískri röð.

Þetta hljómar allt eins og slæm hugmynd en engu að síður þá þrælvirkar þessi plata og eftir því sem tíminn líður hefur álit fólks á henni aukist. Það var engin leið til að fylgja Rumours eftir og þessi tilraunakennda plata sem upprunalega þótti algjört flipp hefur með árunum fengið uppreisn æru.

Ég verð svo auðvitað að benda á að eitt af alltime uppáhaldslögunum mínum og án efa besta breakup lag allra tíma er að finna á þessi plötu, nefnilega hið gullfallega Storms. Ef þið þekkið það lag ekki þá er skylda að smella á linkinn og hlusta því það er engu líkt.

Ljúkum þessu svo á myndbandi sem ég hef áður póstað á þessa síðu en það er klippa úr heimildamynd um gerð plötunnar og hér er verið að fjalla um lagið hennar Stevie Nicks, Angel.

Friday, September 25, 2009

Topp 5 kvennabylting breskrar samtímatónlistar

Virðulegur titill á þessum lista, ekki satt? Til að draga aðeins úr dramatíkinni þá er ég aðeins að vísa í þá staðreynd að upp á síðkastið hefur komið fram þvílík holskefla af frambærilegum og kraftmiklum ungum breskum tónlistarkonum sem er að gera góða hluti. Ég túlkaði sem sagt frelsisþemað þannig að ég hefði frelsi til að velja hvaða lista ég vildi gera ;)


5. Little Boots - Meddle

Þessi grípur mig ekkert svakalega og það er eitthvað við þetta lag sem böggar mig pínku en gefum henni séns.


4. VV Brown - Crying Blood

Synthapopp með rockabilly áhrifum og umfram allt catchy as hell.



3. La Roux - Bulletproof


Gáfað popp sem er í lagi að hlusta á svona eins og það er í lagi að hlusta á Robyn. Þið vitið hvað ég á við.


2. Florence And The Machine - Dog Days Are Over

Florence Welch og félagar hennar voru án efa einn af hápunktum síðustu Airwaves hátíðar og nú hefur hún náð mainstream velgengni en er samt ennþá töff.


1. Bat For Lashes - Sleep Alone

Ég hef ekki íslenska orðið yfir það en fyrsta orðið sem ég tengi við Natasha Khan og tónlist hennar er "ethereal".

Ethereal:

1. light, airy, or tenuous: an ethereal world created through the poetic imagination.
2. extremely delicate or refined: ethereal beauty.
3. heavenly or celestial: gone to his ethereal home.

Topp 5 Frelsi - Georg Atli

Þemað í dag gengur út á það að það megi velja sér eitthvað orð og gera lista útfrá því. Af því að ég missti af Kvennalistanum (haha sögu- og orðaleikur) þá ákvað ég að nýta tækifærið og birta minn lista yfir Topp 5 Konur.

5. Elly Jackson (La Roux)

Það er eitthvað ótrúlega virðingarvert við þá sem þora að gera bara nákvæmlega það sem þau vilja. Elly Jackson er söngkonan í hljómsveitinni La Roux. Þau gera eiturflott synthapopp og er alveg nákvæmlega sama þó að níundi áratugurinn sé löngu liðinn!!

La Roux - Quicksand
La Roux - Reflections are Protection

4. Allison Goldfrapp (Goldfrapp)

Allison Goldfrapp er svakaleg söngkona og algert tónlistarlegt kamelljón. Á hverri plötu skipta hún og Will Gregory skipta um stíl eins og sumir skipta um sokka. Á fyrstu plötunni söng hún hæylega og alveg silki mjúklega yfir ískalda elektróník og svo er það eðal elektrópopp og nú á nýjustu plötunni hægja þau aftur á og fara í mjúkt rokk/popp. Algjör snilld.

Goldfrapp - Train
Goldfrapp - Happiness

3. Florence Mary Leontine Welch (Florence and the Machine)

Vó! Mér finnst þessi er líklega með flottustu nýju röddina í dag. Það er alveg sama hvort hún syngur hægt eða hratt eða hátt eða hljótt þá er það alltaf ótrúlega flott og skemmtilegt.

Florence and the Machine - Rabbit Heart (Raise It Up)
Florence and the Machine - My Boy Builds Coffins


2. Alison Mosshart (The Kills & The Dead Weather)

Alison Mosshart er svo fáránlega kúl að hún skyggir meira að segja á sjálfan Jack White. Hún er svo mikið rokk að hún gæti eflaust kveikt í gíturum með því að nálgast þá.

The Kills - Fuck the People
The Dead Weather - Hang You From the Heavens

1. Karin Dreijer (Fever Ray & The Knife)
Karin Dreijer er mega töff og hæfileikarík... nuff said!

Fever Ray - If I Had A Heart
The Knife - Pass It On

Topp 5 Frelsi - Erla Þóra

5. Bob Marley - Redemtption song

Fyrsta sem mér datt í hug, ágætis lag hjá kallinum.

4.The Who - I'm Free

Hresandi lag úr söngleiknum Tommy (sem ég er alltaf á leiðinni að fara að sjá).

3.Cream - I Feel Free

Ég er með thing fyrir gítarleik Eric Claptons.

2. Beatles - Free as a Bird

Alltaf fundist þetta lag skemmtilegt, fæ það regularly á heilann af engu tilefni.

1. Supergrass - Alright

Ultimate frelsis-lag að mínu mati. Þeir eru ungir, frjálsir, djamma, hitta vini sína og síðast en ekki síst eru þeir með rosa fínar tennur.

Topp 5 Frelsi

Listinn minn (sá fyrsti btw) segir sig nú að mestu leyti sjálfur, enda algjör óþarfi að flækja þetta svona í fyrstu tilraun. Semsagt eftirfarandi lög eru um frelsi á einn eða annan hátt og í flestum þeirra kemur það fram í titlinum.

5. Free Bird - Lynyrd Skynyrd
Suðurríkjarokkararnir geta líka sungið um frelsi.

4. I Want to Break Free - Queen
Ég man þegar ég sá myndbandið við þetta lag fyrst. Það var sérsakt fyrir sveitastrákinn að sjá karlmenn klædda í kvennmannsföt.

3. The Partisan - Leonard Cohen
Þetta er sennilega eina lagið sem segir sig ekki sjálft en það fjallar um frelsisbaráttu.

2. Ég er Frjáls - Facon
Íslenskt frelsi er líka gott.

1. Rockin' in the Free World - Neil Young
Meistari Neil á lokaorðið.

Tuesday, September 22, 2009

Sarpurinn

Duran Duran – Thank You


Platan í dag er ansi sérstök, þessi plata er cover plata þar sem Duran Duran ætlaði að þakka (eins og nafnið gefur til kynna) listamönnum fyrir að hafa haft áhrif á sig og tónlistina sína. Þeir sögðu einhvern tímann að ef ekki hefði verið fyrir þessi lög þá hefði aldrei orðið neitt Duran Duran. Thank you kom út á eftir plötunni Duran Duran, eða brúðkaups plötunni, sem seldist í bílförmum og þótti nokkuð góð. John Jones (sem vann hjá/með George Martin og hefur unnið m.a. með Alice Cooper, Rolling Stones, Mark Knopfler, Paul McCartney og miklu fleirri stórum nöfnum) var fenginn til að stjórna upptökunum og var þess vegna mikil eftir vænting eftir þessari plötu.. Duran Duran piltarnir tóku upp plötuna á rúmum 2 árum, samhliða því sem þeir voru á tónleikaferð en misstu áhugan á henni og tókst einhvernveginn næstum því að drepa niður allt “buzz” í kringum plötuna. Síðan þegar hún loksins kom út nenntu þeir ekki að kynna hana né fara i tónleikaferð en voru skikkaðir í það að útgáfufyrirtækinu. Plata fékk lélega dóma og lélegar undirtektir af öllum... nema listamönnunum sem Duran Duran coveruðu á plötunni, þeim fannst flestum þetta vera voða flott!

Platan er full af allskonar skrítnum lagavalkostum (ég varð bara að birta lagalistann hérna fyrir neðan... ótrúlega gott stöff!), mér finnst það t.d. í besta falli fáránlegt að hlusta á Duran Duran blúscoverið af “911 is a Joke” með Public Enemy og titillaginu “Thank You” eftir Led Zeppelin....

En þeim tekst líka nokkuð vel upp, ekki oft en útgáfurnar af “Perfect Day” og White Lines” (Grandmaster Flash er með þeim í laginu) eru bara nokkuð flottar. Lou Reed segir meira að segja að Duran Duran útgáfan sé sú besta sem hann hefur heyrt af laginu sínu!!!

Og síðan eru lög eins og “Lay Lady Lay” sem er eins venjulegt og lag getur orðið, hundrað svona útgáfur til, inn á milli þannig að platan verður hvorki flott cover plata né léleg/fyndinn cover plata, bara eitthvað svona á milli en samt alls ekki miðlungs plata einhvernveginn.... Hjá mér er þessi plata eiginlega svona guilty pleasure.



Lagalistinn (og upphaflegir flytjendur inní sviga)
  1. White Lines (Grandmaster Flash)
  2. I Wanna Take You Higher (Sly & The Family Stone)
  3. Perfect Day (Lou Reed)
  4. Watching the Detectives (Elvis Costello)
  5. Lay Lady Lay (Bob Dylan)
  6. 911 is a Joke (Public Enemy)
  7. Success (Iggy Pop)
  8. Crystal Ship (The Doors)
  9. Ball of Confusion (The Temptations)
  10. Thank You (Led Zeppelin)
  11. Drive By (Duran Duran)
  12. I Wanna Take You Higher Again (Sly & the Family Stone)

Monday, September 21, 2009

Afmæli!!



Í dag á Kristín Gróa afmæli og á föstudag átti hún Krissa afmæli! TILHAMINGJUMEÐÞAÐ!!!!!

Í tilefni þess þá kemur þetta:



já og svo á stórsnillingurinn Leonard Cohen afmæli í dag líka,í tilefni þess kemur þetta:



Húrra fyrir þeim öllum!

Tuesday, September 15, 2009

Sarpurinn


Love, you're news to me... you're a little bit more than I'd thought you'd be

Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi sænsku hljómsveitarinnar The Cardigans. Nina Persson er auðvitað fáránlega sæt og syngur vel en mér fannst þetta allt bara eitthvað of mikil poppfroða í gamla daga þegar ég var unglingur með mótþróa og vildi ekki hlusta á neitt nema breskt indí. Ég veit þess vegna ekki hvernig í ósköpunum ég fór að hlusta á Long Gone Before Daylight, sem kom út árið 2003. Ég held ég hafi heyrt hana hjá bróður mínum og fannst hún ekki skelfileg, eignaðist svo afrit af henni sem fór stundum óvart að spilast á eftir einhverju öðru, fór að lokum að spila hana sjálfviljug og nú er svo komið að mér finnst hún virkilega góð.

Platan Long Gone Before Daylight er fimmta plata The Cardigans og kom sem áður sagði út árið 2003, heilum fimm árum eftir Gran Turismo sem var næst á undan. Það var haft eftir þeim þegar platan kom út að hér hafi þau verið að fókusera meira á lagasmíðar og performans í stað pródúseringar sem var fyrirferðarmeiri á fyrri plötum. Þetta er ekki poppaða og glaða Cardigans með ljóshærða chirpy söngkonu heldur þunglynda Cardigans með brostið hjarta og dökkhærða alvarlega söngkonu. Lögin fjalla um samskiptaleysi, barsmíðar, ástarsorg og vonleysi... sem er klárlega right up my alley! Haha. Smáskífurnar þrjár voru lögin For What It's Worth, You're The Storm og Live And Learn en þau eru að mínu mati ekkert endilega sterkustu lög plötunnar þó þau séu vissulega góð.

Showstopperinn hérna er að mínu mati hið sex mínútna langa And Then You Kissed Me sem hreyfir svo við mér í hvert einasta skipti sem ég hlusta að ég fæ sting í magann og tár í augun. Að sama skapi er 03.45: No Sleep í miklu uppáhaldi.

Monsters of Folk

Gott fólk, það er komið haust. Hvað gerir maður þá? Jú, hlustar á Monsters of Folk. Enn betra ef fyrrnefndir Monsters of Folk eru að covera Dylan...yummmeee! Þessi blanda er einfaldlega of góð!





Um að gera að hita aðeins upp fyrir plötuna sem á að koma út þann 22.

Friday, September 11, 2009

Topp 5 vontgott - Kristín Gróa

Ókei svo verkefnið er að finna fimm artista sem maður fílar ekki og gefa dæmi um lag sem styður þá skoðun EN finna svo eitt lag með viðkomandi sem er undantekning og maður fílar. Eins og allir vita sem þekkja mig þá er breska sveitin Muse sú hljómsveit sem fer mest í taugarnar á mér af öllum. Á einhvern óskiljanlegan hátt á ég þó þrjár plötur með þeirri sveit og ég reyndi að finna eitt lag sem ég fíla en það tókst ekki... svo það útskýrir fjarveru þeirra á þessum lista.

5. Aerosmith


Vont: I Don't Want To Miss A Thing

Væmið, klisjukennt og að eilífu tengt einu klénasta atriði kvikmyndasögunnar.



Gott: Sweet Emotion

Eitt af þessum úbersvölu lögum sem ég tengi við uppáhalds myndina mína og verður fyrir vikið enn úbersvalara. Namm.

4. Depeche Mode


Vont: Love In Itself

Ég veit ekki hvað það er en ég bara fíla Depeche Mode ekki. Sorrí!

Gott: Just Can't Get Enough

Eitt af uppáhalds hlaupabrettislögunum mínum!

3. George Michael


Vont: Jesus To A Child

Ég hefði eiginlega getað valið hvaða lag sem er, er það ekki? Nema mögulega...

Gott: Faith

Kommon þetta er gott popplag! Það veldur mér aftur á móti miklum áhyggjum hvað ég virðist eiga mikið af George Michael tónlist. Hvaðan kemur þetta allt?

2. Guns N' Roses


Vont: Paradise City

Ég meika Axl Rose og félaga bara alls ekki. Það er ein mesta sorg síðustu vikna að PS3 leikurinn Burnout Paradise skuli hafa þetta sem þemalag því ég fæ það alltaf á heilann þegar ég spila! Arg.

Gott: Don't Cry

Mér finnst þetta pínku flott. Tjah eða það væri það ef Axl Rose væri ekki að syngja.

1. U2


Vont: Vertigo

Hratt á hæla Muse koma U2 á listanum yfir hljómsveitir sem ég meika ekki. Lengi vel gat ég þolað gömul lög með þeim en smá saman fór óþol mitt að færast yfir á þau líka. Svo er Bono líka kjánalegur.

Gott: Numb

Mjög svalt lag.

Wednesday, September 9, 2009

Enn á Lífi...

Jamm og jú topp 5 lifir ennþá þó að síðustu vikur hafi verið ansi daufar, við biðjumst öll afsökunnar á því (doðanum þeas ekki hinu) , en svona er þetta bara. Til að staðfesta það að það er ennþá eitthvað að gerast hérna þá ætlum við að kynna nýjan lið, Sarpinn.

Sarpurinn verður vonandi að reglulegum (bjartsýni Georg vonar það amk en raunsæi Georg heldur hann verði líklega semi-reglulegur) lið hérna á endurlífguðum Topp 5. Í sarpinum finnast allskonar plötur gamlar og nýjar, góðar og vondar, langar og stuttar en allar eru þær á einn eða annann hátt gleymdar eða amk þess verðugar að rifja upp og í dag er það...


Ég fíla Mark Lanegan og finnst ótrúlega fáir vita af þessum stórmerkilega tónlistarmanni, þess vegna ákvað ég að fyrsta platan sem verður skrifað um hérna í í gömlu plötu horninu okkar skildi verða hin platan The Winding Sheet.

The Winding Sheet var fyrsta sóloplatan hans Mark Lanegan en hann var söngvari Seattle sveitarinar Screeming Trees (og seinna meðlimur í Queens of the Stoneage og The Gutter Twins, með Greg Dulli úr The Afgan Whigs). Sú sveit spilaði nokkurskonar sækadelik grunge (ég lýsi tónlistinni amk þannig) og þess vegna væri líklega mjög undarlegt að hlusta á þessa plötu í fyrsta sinn ef maður byggist við því að heyra einhverskonar tónlist í lýkingu við það (það er samt alveg hellings grunge hérna og maður gæti næstum haldið að þetta væri Alice in Chains).

Hérna (og alltaf á sólóplötunum) er Mark Lanegan i allt öðrum gír. Tónlistin hans er ákaflega dimm og drungaleg og þar kemur í ljós hversu sterkur textahöfundur hann er, sérstaklega vill ég benda á lög eins og „Ugly Sunday“ og „Mockingbird“. Þessi plata er líklega sísta platan hans en hún er samt ákaflega merkileg því hún leggur grunninn að meistaraverkinu hans, Whiskey for the Holy Ghost sem kom út 4 árum síðar.

Ef maður er mikill Nirvana aðdáandi er líka áhugavert að hlusta á lög eins „Down in the Dark“ og coverið af „Where Did You Sleep Last Night“ (sem Nirvana tók eins og allir ættu að vita á unplugged) en þar er Kurt Cobain í stórum hlutverkum sem söngvari í fyrra laginu og gítarleikari í því seinna (reyndar er Krist Novoselic líka þar á bassa).

EN þeir sem alls ekki fíla Grunge en fíla svona singer/songwriter fílínginn ættu þó líklega að halda sig fjarri þessari plötu en tjékka samt á seinni plötunum hans því hann batnar ótrúlega mikið með árunum og mér finnst hann einn af merkilegri söngvurum og textasmiðum Ameríku seinni ára.


Lag: Mockingbirds
Lag: Ugly Sunday
Lag: Down in the Dark
Lag: Where did you Spleep Last Night

Tuesday, September 8, 2009

YACHT


Hálfpartinn óvart fékk ég í hendurnar nýjustu plötu dúettsins YACHT í gærkvöldi. Platan heitir See Mystery Lights og það er langt síðan ég hef sett eitthvað algjörlega óheyrt í spilarann sem hefur gripið mig svona gjörsamlega. Magnað dót, mig langar að hlusta aftur og aftur og aftur!

YACHT - Ring The Bell
YACHT - The Afterlife