
Það er alveg þess virði að minna aðeins á tvöföldu safnplötuna Dark Was The Night sem kom út í febrúar til styrktar alnæmissamtökunum Red Hot Organization. Platan var pródúseruð af bræðrunum Aaron og Bryce Dressner sem eru aðalsprauturnar í einni af mínum uppáhaldshljómsveitum, The National. Platan inniheldur hvorki meira né minna en 31 lag flutt af hinum ýmsu smá- og stórstirnum indísenunnar. The National eiga að sjálfsögðu lag en restin af plötunni er líka algjört who's who af stærstu nöfnunum í indítónlist síðustu ára: Sufjan Stevens, Arcade Fire, My Morning Jacket, Feist, Cat Power, Beirut, Blonde Redhead o.s.frv. o.s.frv.
Það er svo mikið af góðri tónlist á þessari plötu að það er eiginlega overload að hlusta á hana alla í einu. Það er því frekar erfitt að velja einhver lög sem tóndæmi en fyrir valinu verða of-svalt-til-að-vera-satt samstarf hinnar eldheitu sveitar Dirty Projectors og goðsagnarinnar David Byrne, freaking awesome cover TV On The Radio stjörnunnar Dave Sitek af Troggs laginu With A Girl Like You og að lokum endurupptaka Conor Oberst á hinu fallega Lua þar sem hann fær Gillian Welch til liðs við sig.
Dirty Projectors & David Byrne - Knotty Pine
Dave Sitek - With A Girl Like You -> Mæli með þessu!
Conor Oberst With Gillian Welch - Lua