Friday, March 19, 2010

Obbobbobb!

Við erum FLUTT á www.toppfimmafostudegi.com.

Uppfærið bookmarks, readera eða hvað sem þið notið vanalega til að komast hingað!

Thursday, March 18, 2010

Til hammó með ammó!


1. Topp fimm á föstudegi varð þriggja ára í vikunni (þann 16.). Í tilefni af því fáum við þrjú random þrista lög:

Jay-Z - 99 Problems því 99 er deilanlegt með 3
De La Soul - 3 is the Magic Number for obvious reasons
The Arcade Fire - Neighborhood #3 (Power Out) því ég get ekki beðið eftir nýja frá Arcade Fire!

2. Í dag voru 840 færslur á Topp fimm. Í tilefni af því fáum við þrjú random lög sem saman mynda 840:

8 Tapes 'n Tapes - Crazy Eights
4 Feist - 1, 2, 3, 4
0 Koop remixið af Zero 7 - In the Waiting Line

3. Það þarf nauðsynlega að halda upp á svona stórafmæli þannig að á morgun verður föstudagssurprise!

Sarpurinn

Man einhver eftir símaleiknum sem var í boði í fyrndinni (þarna í kringum 1995) sem gekk út á að vinna 'plötu vikunnar' (eða var það mánaðarins?)? Ég man bara óljóst eftir honum en hann gekk allavega út á að maður hringdi í eitthvað númer, svaraði 10 fjölvalsspurningum og ef maður svaraði þeim öllum réttum fékk maður plötuna senda. Gott ef þetta var ekki í boði Skífunnar.

Símtalið kostaði ekki einu sinni handlegg og annað augað (eins og SMS leikirnir þar sem maður sendir 10 svör í sms, 149kr per sms). Eina catchið var að maður vissi aldrei fyrirfram hvaða plata var í boði.

Ég var allavega dyggur aðdáandi leiksins og fannst hann snilld - ég var bara orðinn áskrifandi að frírri tónlist. Frekar nice!

Auðvitað fékk maður misspennandi verðlaun. Ég man þó bara eftir að hafa fengið eina plötu sem var minna eftirsóknarverð en hinar - Scatman John. Ó já, þökk sé þessum leik er ég stoltur eigandi Scatman's World með Scatman John.


Scatmaðurinn er þó ekki efni Sarpsins þessa vikuna heldur önnur, og mun betri, plata sem mér áskotnaðist einnig í þessum símaleik - fyrsta plata Supergrass, I Should Coco.


Gaz og Danny stofnuðu The Jennifers og náðu að gefa út eitt lag. Gaz kynntist svo trommaranum, Mick, árið eftir og bauð honum að vera memm. Úr varð Theodore Supergrass sem síðan varð að Supergrass. Gleði! Þeir gáfu Caught by the Fuzz (líklega enn uppáhalds Supergrass lagið mitt) út 1994 og eftir að John Peel talaði vel um þá í þættinum sínum seldist vínyllinn upp. Parlophone samdi svo við þá og gaf út nokkrar singles '94 og '95.

Vorið 1995 kom svo I Should Coco út. Strákarnir voru bara rétt um tvítugt þegar platan kom út og það heyrist - hún er ör, skemmtileg og áhrifin úr öllum áttum. Það er smá brjálæði, smá rólegheit, einn sumarhittari, eitt lag þar sem Gaz syngur hraðar en ég tala (sem er rosalegt afrek skilst mér) og eitt stk lag um það þegar Gaz var tekinn og áminntur fyrir kannabiseign. Sumarhittarinn, Alright, sá til þess að allir (já allir) heyrðu í Supergrass þetta árið.

Eins ólíkum áttum og lögin koma úr rennur platan samt einhvern veginn í gegn án þess að maður taki eftir neinu ósamræmi. Einhvern veginn tókst þeim að hrúga öllu sem þeim datt í hug saman, blanda og fá út góða heild. Merkilegt út af fyrir sig.

15 árum eftir að hún kom út er I Should Coco enn ein af uppáhalds plötunum mínum. Það virðist vera sama hversu oft ég hlusta á hana, ég fæ ekki ógeð. Það er líklega símaleiknum að þakka. Þegar ég fékk plötuna í hendur, rétt óorðin 13 ára, vissi ég lítið sem ekkert um Supergrass, hlustaði bara og fannst hvert einasta lag æði. Hefði ég hins vegar verið búin að heyra Alright hefði ég líklega búist við einhverju allt öðru og jafnvel orðið fyrir vonbrigðum.

Toppurinn var klárlega þegar Supergrass voru að gefa út Supergrass is 10 með 'best of '94-'04' og við Kristín sáum þá á Reading. Undir lok tónleikanna kom Gaz einn á sviðið með kassagítar, fékk sér sæti, tók Caught by the Fuzz og gömul hjón í vaxjökkum stóðu fyrir framan okkur og sungu með hverju orði. Unaður! :)


Thanks to everyone for everything you've done
but now it's time to go

You know it's hard, we've had some fun
but now we're almost done it's time to go

Who could ask for more?
Who could ask for more?

Time to Go
Caught by the Fuzz
Sitting Up Straight
Alright
Lenny

Tuesday, March 16, 2010

Plata mánaðarins.

Þessi plata er búin að vera á næstum því non-stop repeat hjá mér í margar vikur og í hverri hlustun heyrir maður eitthvað nýtt sem er alveg þess virði að skrifa langa pistla um.
Núna ætla ég samt bara að skrifa smá um lagið "The Crutch".

Uppbyggingin á plötunni er soldið sérstök:
15 lög á plötunni, 3 cover og 1 sem er byggt á texta John Lee Hooker og 5 "lög" sem eru styttri en mínúta og síðan er platan römmuð inn með ljóði/hugleiðingu sem er lesið upp og skipt í 2 hluta (fyrsta og síðasta lag).
Þetta gerir það samt að verkum að maður tekur einhvernveginn frekar eftir frumsömdu lögunum hans. Lag vikunnar er mitt uppáhaldslagið mitt á þessari plötu, amk í þessari viku.

The Crutch segir frá fíkli en Gil Scott-Heron er ekki að dæma neinn. Hann segir frá þannig að það er ljóst að hann þekkir til þessa lífs sagan er myrk og hann er ekkert að draga undan, lýsingin er raunsæ. Richard Russell sem síðan sjálft lagið og það er þétt og einhvernvegin þröngt... maður fær næstum innilokunnar tilfinningu og textinn er eins og alltaf magnaður.

"...a world of lonely men and no love, no god."

Lag: The Crutch

Friday, March 12, 2010

Topp 5 bestu hljómsveitanöfnin - Krissa

Vá þetta er svo gaman! Gleður orða- OG tónlistarnördið á sama tíma :)

First off, þau sem voru að detta inn og út af listanum:
The Blind Boys of Alabama Engan veginn innovative given the circumstances en flott nafn engu að síður. Svo eru þeir bara svo svalir! :)
Bombay Bicycle Club Hjólaklúbbur í Bombay? Likeit!
Seabear Hvaða snilld er það? Seabear. Sea bear. Sjávarbjörn? I'm intrigued!
Happy Mondays Jafn mikið og ég þoooli ekki Shaun Ryder, bara engan veginn, þá finnst mér nafnið frábært. Glaðir mánudagar. Ég er mögulega í vorskapi og finnst allt voða jákvætt og frábært :)

og svo topp5:


5. The Robot Ate Me
Skemmtilegt, skrítið, inniheldur robot og semur þar að auki fullt af lögum með svipað skrítnum titlum (og enn skrítnari textum). Yndi!

The Robot Ate Me - On Vacation


4. The Phenomenal Handclap Band
It is phenomenal! Ég fyllist alltaf óstjórnlegri löngun til að dilla mér og hlæja og hafa gaman og klappa þegar ég hlusta á þau - og nafnið endurspeglar algjörlega þá löngun.

The Phenomenal Handclap Band - 15 to 20



3. Suburban Kids With Biblical Names
Sem lætur mig alltaf fara að pæla í nöfnum og biblíunöfnum og afhverju krakkarnir ættu að heita biblíunöfnum (nú eða ekki).

Suburban Kids With Biblical Names - Loop Duplicate My Heart

2. She&Him
Í einfaldleika sínum finnst mér þetta nafn framúrskarandi frábært. Og svo finnst mér það passa obbosens vel við tónlistina.

She&Him - Sentimental Heart


1. Get Cape. Wear Cape. Fly.
Hversu æðislegt væri lífið ef það væri bara hægt? Redda skikkju, skella skikkju á sig, fljúga! Óhófleg bjartsýni og jákvæðni. I like it :)

Get Cape. Wear Cape. Fly. coverar D.A.N.C.E. með Justice

Topp 5 bestu hljómsveitanöfn

Ég get ekki útskýrt af hverju mér finnst þessi nöfn flott, þau bara hljóma vel eða lúkka vel eða passa rosalega vel við viðkomandi hljómsveit.


5. Sonic Youth

Sonic Youth - Eric's Trip



4. The Velvet Underground

The Velvet Underground - Sunday Morning


3. Delorean

Delorean - Seasun


2. Joy Division

Joy Division - She's Lost Control


1. My Bloody Valentine

My Bloody Valentine - I Only Said

Wednesday, March 10, 2010

Sarpurinn

Sarpur dagsins er ekki alveg týpískur en er tilkominn vegna geisladiskaimportverkefnisins sem ég stend í þessa dagana. Ég er sem sagt að færa alla diskana yfir á mp3 og það er EKKERT undanskilið, ekki einu sinni Gary Barlow smáskífan sem ég sver að einhver prangaði upp á mig saklausa táningsstúlkuna (hehemm). Sarpur dagsins fjallar því ekki um eina plötu heldur 90's tónlistina sem ég fann í diskasafninu. Ójá.



Fyrsta lagið kemur af meistaraverkinu U Got 2 Know með hljómsveitinni Cappella sem ég keypti í Bókaskemmunni á Akranesi á sínum tíma. Þetta var dæmigert 90's dúó með ljóshærði dreddaðri söngkonu sem veinaði eina línu aftur og aftur á milli þess sem svarti vinur hennar "rappaði". Hljómsveitin sjálf var eiginlega ítölsk og var víst hugarfóstur einhvers Ítala en það var breytilegt hverjir performuðu. Á þessari plötu frá árinu 1994 voru það Bretarnir Kelly Overett og Rodney Bishop sem sáu um flutninginn. Munið þið eftir þessu lagi?

Cappella - U Got 2 Let The Music



Næsta lag kemur frá hljómsveit sem fylgdi sömu formúlu og Cappella en var miklu vinsælli. Það er auðvitað gullpar næntísins í 2 Unlimited. Það sorglega við það að ég skuli eiga plötuna Real Things (limited edition, no less) er það að mig langaði virkilega í hana og sparaði pening til að geta keypt hana. Ég var villuráfandi, hvað get ég sagt. Ég man líka alveg að áður en ég átti pening fyrir plötunni þá hlustaði ég á Bylgjuna mörg kvöld í röð til að reyna að ná að taka titillag plötunnar upp á kassettu. Þvílíkur sigur þegar það tókst loksins!

2 Unlimited - The Real Thing



Til að þið gubbið nú ekki alveg yfir ykkur þá skulum við enda Sarpinn á jákvæðari næntís nótum. Ég fann nefnilega í fórum mínum gullmolann The Dungeon Tapes frá árinu 1995 með projectinu hans Kenny "Dope" Gonzalez sem kallaðist The Bucketheads. Þessa plötu keypti ég líka í Bókaskemmunni á Akranesi en veiddi hana upp úr 99 krónu körfunni ásamt Von með Sigur Rós. Ég vildi óska að ég gæti sagst hafa verið svona töff og sniðug en ég keypti þessar plötur bara af því þær kostuðu 99 krónur. Hvern hefði grunað að eftir 15 ár stæðu þær upp úr Bókaskemmuplötunum öllum?

The Bucketheads - The Bomb! (These Sounds Fall Into My Head) (Kenny's Remix)