Thursday, August 9, 2007

Þið verðið að afsaka að það fylgja engar hljóðskrár með í þetta sinn þar sem ég er ekki í aðstöðu til þess að uploada neinu. Listinn birtist líka afbrigðilega snemma þar sem ég er hinum megin á hnettinum!

5. The Church - Under The Milky Way

The Church höfðu þegar gefið út nokkrar plötur þegar þeir náðu vinsældum með þessu lagi árið 1988. Þeir hafa kannski aldrei beint náð almennum vinsældum en hafa gjörsamlega pumpað út plötum síðustu 25 árin og eru enn á fullu. Ég held þeir séu að gefa út nýja plötu í ár sem verður þá þeirra fimmta á jafnmörgum árum.

4. INXS - I Need You Tonight

Þetta er eitt af þessum lögum sem ég get ekki setið kyrr við. Mig langar ekki beint að dansa þegar ég hlusta á það heldur meira að klappa höndunum saman og segja svona grúví "újeeeeee" og kippast til. Very disturbing en já, ég get ekki annað en elskað þetta lag.

3. The Easybeats - Friday On My Mind

Hið eina sanna föstudagslag!

2.Augie March - There's No Such Place

Þetta er lagið sem ég setti hérna á síðuna í síðustu viku. Ég ætla svo sem ekki að segja mikið meira um Augie March en hvet ykkur innilega til að tékka á þeim. Platan Strange Bird er í mestu uppáhaldi hjá mér, hún er dálítið löng og þarfnast smá þolinmæði en það er vel þess virði að gefa henni séns.

1. Nick Cave - Straight To You

Það er úr svo mörgum góðum Nick Cave lögum að velja að ég ætla svo sem ekki að reyna að velja það besta. Ástæðan fyrir því að þetta lag stendur mér næst er sú að það minnir mig á Zvenna og Ástralíuferð sem ég fór í stuttu eftir við byrjuðum saman þar sem ég hlustaði endalaust á þetta lag. Jájá væmið ég veit, en hei svona er þetta bara!

1 comment:

Vignir Hafsteinsson said...

mér finnst ég vera svo heimskur!

Ég steingleymdi því svo rosalega að Nick Cave væri ástralskur! Hann er næstum ástralskari en kengúran!