Já, næsti listinn okkar verður aðeins öðruvísi og nýr af nálinni. Í fyrsta skipti (og alls ekki það síðasta) munum við ekki beina sjónum okkur að einstökum lögum. Næsti listi gengur nefnilega út á að finna bestu þrennurnar. Með þrennu eigum við við þegar það koma þrjú lög á plötu sem virka rosalega vel saman og maður vill helst heyra þau öll í þessari röð. Þetta eru flókin vísindi þar sem að hvert lag tengist hinum á einhvern hátt, þema, bít eða frábærlegheitum.
Dæmi um svona sterka þrennu er t.d. hægt að finna á Thriller hans Míkjáls Jáksonar. Þar byrja herlegheitin á Thriller, síðan er farið yfir í Beat It og loks endað á Billy Jean.
P.S. Við að leita að þessum youtube vídjóum, rakst ég á þetta vídjó þar sem að Amy Winehouse og Charlotte Church taka saman Beat It. Amy er alveg blazed-out-of-her-mind þarna, sem er sérstaklega styrkt með því að hafa sakleysingjann Church við hliðina á sér.
Friday, August 31, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment