
Frá LA koma HEALTH sem hljóma eins og sýrð blanda af Liars, Kraftwerk, drengjakór og mannætum. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég hlustaði á þetta er að trommuleikurinn er hreint út sagt brjálæðislegur... tribal, óskiljanlega hraður, dúndurfastur og stanslaus. Trommurnar í Crimewave eru sérstaklega kreisí... þið verðið að tékka á því þó ekki nema bara fyrir það! Glitter Pills er svo nokk áhugavert enda með ansi grípandi húkk. Mér líkar!
HEALTH - Crimewave
HEALTH - Glitter Pills
HEALTH á Myspace
No comments:
Post a Comment