Wednesday, September 12, 2007

Getraun!

Af því mér leiðist á meðan ég bíð eftir bróður mínum og af því veðrið úti er ömurlegt þá er ég að spá í að skella inn smá getraun til að lífga upp á tilveruna.


Hljómsveitin Spoon gaf út hina stórgóðu Ga Ga Ga Ga Ga í sumar og þar er að finna hið ofurhressa You Got Yr. Cherry Bomb sem ég get ekki mælt nógu mikið með. Gríðarhresst lag þar á ferð!


Stelpnametalpopppönkbandið The Runaways með þær Joan Jett og Micki Steele innanborðs entust ekki lengi en áttu þó nokkra smelli og þar má helst nefna lagið Cherry Bomb sem er mjög seventies teen angst og þar af leiðandi frekar hressandi líka.

Fyrir utan þá augljósu staðreynd að lögin heita bæði eftir kirsuberjasprengju, hvað tengir þau saman?

No comments: