Tuesday, September 18, 2007

Til hamingju með afmælið Krissa!

Til að gleðja frankófílinn Kristjönu á 25 ára afmælisdaginn langar mig að setja hérna inn tvö gömul frönsk lög :)


Það fyrra er sungið af France Gall sem var ein af frönsku yé-yé tónlistarmönnunum og naut gríðarlega vinsælda í Frakklandi á sjöunda áratugnum. Lagið Poupée de cire, poupée de son er eftir konung slísísins eða sjálfan Serge Gainsbourg. Þau sigruðu Eurovision keppnina árið 1965 fyrir hönd Lúxemborgar með þessu lagi og ég er ekki frá því að þetta sé með betri júróvisjónlögum sem ég hef heyrt.


Það síðara er lagið 7 heures du matin með annari yé-yé söngkonu sem heitir Jacqueline Taieb. Hún vísar í The Who og Little Richard, minnist á Paul McCartney og Elvis Presley og garage hljómurinn í þessu plús franska röddin gera þetta allt frekar töff.

3 comments:

Krissa said...

Víjjj! Takk sa mycket! :)
Meloves the french! Meira að segja slísbollinn (all pun intended) Gainsbourg! ;)

Erla Þóra said...

Veiii! Krissa orðin a quarter century.. and a day ;)

Finnst annars einhverjum gaurinn á efstu myndinni vera líkur Jeff Goldblum?

Kristín Gróa said...

Kannski eru Serge Gainsbourt og Jeff Goldblum bræður! Scoop!