5. Color Me Badd - I Wanna Sex You Up
Þessir eiga fimmta sætið skilið bara fyrir þennan dans og þessi outfit! Mon dieu! Já og hvernig getur karlmaður sungið svona??!!
4. Take That - Back For Good
Á sínum tíma var þetta alls ekki uppáhalds Take That lagið mitt en eftir að hafa farið yfir diskana mína þá er þetta eina lagið sem ég get hlustað á án þess að fá aulahroll og ég get alveg gúdderað að þetta sé gott popplag. Ég ELSKAÐI Take That þegar ég var 13 ára og eftir á að hyggja var það ekki út af tónlistinni (hehemm skrítið) heldur bara af því mér fannst þeir sætir. Tjah eða sko mér fannst bara Mark Owen sætur og fékk alveg sting í magann þegar ég sá myndir af honum. Ég var alveg heilluð af honum og keypti m.a.s. sólóplötuna hans sem var nú frekar crappy. Babe var einmitt uppáhalds Take That lagið mitt þrátt fyrir að vera óheyrilega væmið og með vondum texta en það skipti ekki máli því hann söng það... ég meina kommon hvaða 13 ára stelpa stenst þetta:
3. The Jackson 5 - I Want You Back
Hversu sætur er Michael Jackson í þessu vídjói? I rest my case...
2. The Temptations - My Girl
Ég fattaði ekki fyrr en í gær að The Temptations væru raun alveg dæmigert boyband. Meðlimir koma og fara, þeir syngja catchy lög, dansa samræmt og eru í samstæðum fötum. Sjáið bara!
1. The Monkees - The Porpoise Song
The Monkees eru nú eiginlega fyrirmynd allra boybanda enda var hljómsveitin sett saman fyrir sjónvarpsþátt og auglýst var eftir tónlistarmönnum í hana. Mér finnst hressu popplögin þeirra mjög skemmtileg en þetta lag er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það er mjög ólíkt því sem maður á að venjast frá þeim enda smá sækódelía í gangi og lítill fugl hvíslaði að mér að hinn merki Jack Nitzsche langtíma samstarfsmaður Neil Young hafi útsett strengina. Mæli með þessu.
Friday, September 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment