Friday, September 14, 2007

Barnalög - zvenni

Super Mario Bros lagið
Tengi þetta óneitanlega mikið við æskuna og Nintendótölvuna hans Guðjóns. Tími sakleysis, sveppa og skjaldbaka.

Jordy Lemoine - Alison

Hér kennir Jordy börnunum að það er allt í lagi að eiga ímyndaða vini og vinkonur og ef einhver er með múður þá gefum við þeim bara einn á lúðurinn... hahahaha.

Óli hundaóli - Dr. Gunni og Co.
Abbababb... besta barnaplata sem ég hef heyrt.

Bilbo Baggins - Leonard Nimoy

Máski ekki beint barnalag og þó... allaveganna hresst og skemmtilegt, skærir litir, stór eyru, skrítinn karl, drekar og ævintýri... hvað þarf meira?

Grænmetisvísur - Dýrin í Hálsaskógi
Ýmsir fræðingar segja að bernskan sé aðalmótunartíminn í lífi mannverunnar, veit svo sem ekki mikið um það en hlustaði ansi mikið á þessa plötu sem krakki.

Þeir sem bara borða kjöt
og bjúgu alla daga
þeir feitir verða og flón af því
og fá svo illt í maga.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og hrámeti.
Þá fá allir mettan maga,
menn þá verða alla daga
eins og lömbin ung í haga,
laus við slen og leti.

Sá er fá vill fisk og kjöt
hann frændur sína étur
og maginn sýkist molnar tönn
og melt hann ekki getur.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og tómata.
Hann verður sæll og viðmótsljúfur
og vinamargur, heilladrjúgur
og fær heilar, hvítar tennur,
heilsu má ei glata.

3 comments:

Erla Þóra said...

Jiiiii ég var nú bara búin að gleyma að hann Jordy væri til! Fyrsti geisladiskurinn sem ég keypti mér var einmitt geisladiskur með honum :) Mamma og pabbi áttu bókabúðina heima og mamma leyfði mér að fara og velja mér einn geisladisk og þennan valdi ég.
Lærði alla textana og allt. Get ennþá í dag sungið með flestum lögunum, þó ég geri það líklega kolvitlaust enda var ég enginn frönskusnillingur um 9 ára aldurinn ;)

Krissa said...

ahhh JORDY! Ég elskaði þetta lag!!!

Grænmetisvísurnar hafa pottþétt haft áhrif...síast smám saman inn ;)

Krissa said...

Ég vissi hinsvegar ekki að Jordy var yngstur allra til að koma plötu í 1. sæti...hann var bara 4,5 árs! Sheize það er rosalegt. Kannski þess vegna sem hann var líka látinn gefa út lagið 'Dur, dur d'être bebe' (Það er erfitt að vera barn) með texta sem var einhvern veginn svona:

"Viens ici, touche pas ça
Reste assis, va pas là
Fais comme ci, fais comme ça"

eða

"Komdu hingað, ekki koma við þetta.
Sittu kyrr, ekki fara þangað.
Gerðu þetta, gerðu hitt."

Gaman að vera Jordy öss öss ;/