Friday, September 7, 2007

Topp 5 þrennur

Engar hljóðskrár í þetta sinn... þetta er bara of mikið og ég er of löt. Þið ættuð hvort sem er öll að eiga þessar plötur ;)

5. Sufjan Stevens - Decatur,Or,Round Of Applause For Your Stepmother! / Chicago / Casimir Pulaski Day af Illinois (2005)

Það er fyrirsjáanlegt að ég skuli ná að klína Casimir Pulaski Day á lista enda fæ ég alltaf verki þegar ég heyri það. Mig langaði virkilega að standast freistinguna en ég get það bara ekki enda eru þessi þrjú lög í svo miklu uppáhaldi hjá mér að ég hlusta stundum bara á þau þrjú í röð og skipti svo yfir í að hlusta á eitthvað annað. Platan öll er alveg frábær en þegar ég þarf minn skammt af Sufjan þá er skilvirkast að hlusta á þessa þrennu. Gæsahúð!

4. Kate Bush - Running Up That Hill (A Deal With God) / Hounds Of Love / The Big Sky af Hounds Of Love (1985)

Furðufuglinn Kate Bush er ekki allra, svo mikið er víst, en ég fíla að hún hefur alltaf fylgt sinni sérvisku og komist upp með það. Sumir flissa bara þegar maður minnist á hana en ég held að hún sé alltaf að fá meira respect. Það var ekki að ástæðulausu að músíkpressan nánast pissaði á sig þegar hún gaf út Aerial í hitteðfyrra eftir 12 ára þögn. Þessi þrenna er alveg pottþétt og Hounds Of Love er hands down eitt besta lag ever. Þar sem við erum að tala um dramadrottninguna Kate Bush þá kemur auðvitað ekkert annað til greina en að horfa á myndböndin við lögin.

Running Up That Hill (A Deal With God):

Hounds Of Love:

The Big Sky:


3. Stevie Wonder - Superstition / Big Brother / Blame It On The Sun af Talking Book (1972)

Ég er búin að vera að bræða það með mér alla vikuna hvort ég eigi að velja þessa þrennu eða Living For The City / Golden Lady / Higher Ground af Innervisions en ég held ég sé sátt við þetta val. Svona næstum því allavega. Mér finnst þessi þrjú lög bara sýna alla styrkleika Stevie Wonder því þau eru alveg rosalega ólík en samt gætu þau bara verið eftir hann.

2. Bob Dylan - Visions Of Johanna / One Of Us Must Know (Sooner Or Later) / I Want You af Blonde On Blonde (1966)

Það fyrsta er að mínu mati eitt allra besta lag Dylans, svo kemur lagið sem kveikti áhuga minn á Dylan og loks lagið sem ég ofspilaði í eitt ár því það sagði einhvernveginn allt sem segja þurfti. Bætum því við að þetta var fyrsta platan sem ég hlustaði á með kallinum og hann er einn af tveimur uppáhalds tónlistarmönnunum mínum og þá er þetta eiginlega bara komið.

1. Pixies - Gigantic / River Euphrates / Where Is My Mind??? af Surfer Rosa (1988)

Í fyrsta sinn sem ég heyrði um þrennufyrirbærið þá var það í umræðu um þessi lög. Sá sem skrifaði gekk svo langt að kalla þetta hina heilugu þrenningu og ég get eiginlega ekki mótmælt þeirri lýsingu. Þetta er fyrsta Pixies platan sem ég eignaðist og þar sem ég varð heltekin af Pixies eftir það og þau breyttu því til frambúðar hvernig ég hlusta á tónlist þá er þessi þrenning í raun og veru heilög fyrir mér.

2 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

Auu góður listi! Einmitt þessi Sufjan þrenna var einmitt rétt fyrir utan minn lista

Krissa said...

haha Sufjan þrennan var líka til umhugsunar hjá mér...sem og Dylan þrennan...actually nákvæmlega sömu lögin! Crazy!