Friday, September 21, 2007

Topp 5 afmælislög - Kristín Gróa

Heppin ég að eiga afmæli á föstudegi og fá afmælislagalista á sjálfan afmælisdaginn! Vúhú!

5. The Innocence Mission - Happy Birthday

Ljúfsárt lag sungið af konu með skrítna rödd sem minnir mig dálítið á Stinu Nordenstam. Þetta er afskaplega huggulegt lag sem er gott að spila þegar maður vaknar á afmælisdaginn.

4. Kelis - Young Fresh And New


Það er ágætt að hlusta á þetta ef maður er á einhverjum afmælisbömmer og syngja af fullum krafti "cause I gotta be... young fresh and new!!!". Ég er geðveikt ung, fersk og ný sko.

3. The Features - The Idea Of Growing Old

Þetta er svona "já ég er kannski að eldast en á meðan ég hef þig þá er það eiginlega bara fínt... við getum föndrað með krökkunum og fengið okkur síðdegislúr" lag. Já og alveg rosalega catchy líka sem er ekki verra.

2. Stevie Wonder - Happy Birthday

Æjj þetta er bara eitthvað svo krúttulegt lag sem fær mig til að vera glöð innan í mér og gleðjast yfir því að eiga afmæli.

1. The Beatles - Birthday

Það kemur einfaldlega ekkert annað lag til greina enda hef ég það að venju að spila þetta ítrekað á afmælisdaginn minn. Stuð!

No comments: