Thursday, September 6, 2007
UNKLE
Í framhaldi af færslunni um The Duke Spirit í gær langar mig að minnast á nýja plötu með bresku sveitinni UNKLE sem kom út í júlí. Ég verð að viðurkenna að þessi plata fór nú eiginlega framhjá mér enda hef ég aldrei verið brjálaður aðdáandi. Ég hlustaði eitthvað á plötuna Psyence Fiction sem kom út '98 en ekkert svakalega mikið og var satt að segja hrifnust af samstarfi þeirra og Thom Yorke sem leiddi af sér lagið Rabbit In Your Headlights. Nýja platan, War Stories, virkar á mig sem agressívari en það sem ég hef áður heyrt og einfaldlega dansvænni á köflum. Lögin tvö sem ég set hérna gripu mig strax en í því fyrra fá þeir aðstoð frá fyrrnefndri The Duke Spirit og í því seinna frá groddarokkaranum Josh Homme
UNKLE - May Day (feat. The Duke Spirit)
UNKLE - Restless (feat. Josh Homme)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment