Wednesday, September 5, 2007

The Duke Spirit


Ég hef verið að vinna það þarfa en um leið ótrúlega tímafreka og leiðinlega verk að koma öllum diskunum mínum yfir á tölvutækt form og hef í leiðinni endurnýjað kynni mín við tónlist sem hefur gleymst í gegnum árin. Einhverra hluta vegna dettur sumt bara út af radarnum hjá manni þegar það er ekki við höndina alla daga.

Ein plata sem ég dustaði rykið af er Cuts Across The Land með bresku hljómsveitinni The Duke Spirit. Þessa plötu keypti ég í einhverju bríaríi fyrir tveimur árum síðan án þess að hafa nokkurntíma heyrt í sveitinni og var ansi kát með uppgötvunina. Ef ég ætti að líkja þessu við eitthvað þá koma The Raveonettes og Singapore Sling fyrst upp í hugann nema með aðeins minna feedbacki og sudda. Ég mæli með því að þið tékkið á laginu Love Is An Unfamiliar Name sem er þrusurokkari og var í miklu uppáhaldi hjá mér um tíma. Hljómsveitin er víst að vinna að nýrri plötu en annars hefur lítið heyrst í henni undanfarið þó hún hafi reyndar ljáð annari sveit krafta sína á nýlegri plötu... en meira um það á morgun.

The Duke Spirit - Love Is An Unfamiliar Name

The Duke Spirit - Darling, You're Mean

No comments: