5. Shirley Temple - On the Good Ship Lollipop
Nammigrísinn í mér elskar þetta lag! Hvernig er ekki hægt að elska lag með textum eins og þessum:
"On the good ship lollipop.
Its a sweet trip to a candy shop
Where bon-bons play
On the sunny beach of Peppermint Bay."
Þetta lag minnir mig líka alltaf á bæði mömmu og ömmu því ég man að í fyrsta skipti sem ég heyrði minnst á Shirley Temple var það þegar þær voru að segja mér frá henni þegar ég var lítil. Svo er þetta lag líka á einum af uppáhalds diskunum mínum, nefnilega Childhood Days.
4. Be Our Guest
Vá ég veit ekki hversu oft ég horfði á Beauty and the Beast - held ég hafi kunnað hana utan að. Síðan fór hún hefðbundinn rúnt milli allra 'litlu' frændsystkina minna en þegar ég sá hana aftur fyrir 2 eða 3 árum komst ég að því að ég get ennþá sungið með lögunum - sérstaklega þessu - enda var það í sérstöku uppáhaldi. Það er hresst og skemmtilegt, maður sér alla diskana, kertastjakana og hnífapörin fyrir sér dansandi og ég held að frönsku sletturnar inn á milli hafi veitt mér smávegis útrás fyrir tungumálaáhugann back in '91 :)
3.Supercalifragilisticexpialidocious
Út af Mary Poppins áráttu, Dick Van Dyke aðdáun og einskærum orðanördisma! Held að uppáhalds búturinn minn hljóti að vera:
"When Dukes and maharajas
Pass the time of day with me
I say me special word and then
They ask me out to tea"
Svo er líka karókí í myndinni! Hversu svalt er það? Sérstaklega miðað við að hún er frá 1964!
2. Danny Elfman - What's This
Jack er jafn spenntur fyrir jólunum og 7 ára krakki á Þorláksmessu...ahhh það er svo gaman að gleyma sér og verða endalaust spenntur út af einhverju! Og ef maður heyrir lagið rétt fyrir jól kemst maður þar að auki í mesta jólaskap í heimi!
1. Sofðu unga ástin mín
Mig minnir að ég hafi einhvern tíma lesið í grunnskóla að þetta ætti að vera móðir að syngja fyrir barnið sitt áður en hún bæri það út. Getur vel verið en mér finnst samt ekkert barnalag/vögguvísa fallegra og lang lang lang fallegast er það í flutningi föður míns :)
Friday, September 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já heavy sorgleg saga bakvið sofðu unga ástin mín, kórstjórinn okkar í íslendingakórnum í London sagði okkur hana einmitt áður en við byrjuðum að æfa þetta lag and it gave me chills. Mjög "haunting" lag... en fallegt!
Og mjööööög ánægð með What's this! :) Gotta love it :) :)
æðislegt lag!
Og allt sem kemur frá Danny Elfman er náttúrulega bara pjúra æði pæði! :)
Post a Comment