Wednesday, September 26, 2007
Babyshambles
Uppáhalds krakkfíkill okkar allra og hljómsveitin hans Babyshambles eru loksins að fara að gefa út sína fyrstu plötu eftir að þeir skrifuðu undir samning við Parlophone útgáfufyrirtækið. Gripurinn nefnist Shotter's Nation og kemur út þann 1. október næstkomandi ásamt DVD diski með live upptökum og viðtölum við hljómsveitina. Ég geri persónulega ekki ráð fyrir að kaupa þessa plötu enda fannst mér síðasta afurð sveitarinnar, Down In Albion, algjör shambles (afskakið punið) þrátt fyrir að hafa innihaldið hið undurfallega Albion. Ég skil reyndar ekki hvernig þeim hefur virkilega tekist að koma saman heilli plötu miðað við allt fjölmiðlafárið og ruglið í kringum Pete Doherty en það er nú allt annað mál. Fyrsta smáskífan af plötunni kom út um daginn og hljómar svo sem bara ágætlega en er þó engin opinberun. Dæmið fyrir ykkur sjálf.
Babyshambles - Delivery
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment