
Jæja þessum færslum sem eru innblásnar af nýlegum diskakaupum fer nú bráðum að ljúka. Núna ætla ég aðeins að tala um nýsjálensku hljómsveitina The Ruby Suns en ég fjárfesti einmitt í þeirra nýjustu afurð, Sea Lion, á dögunum. Þetta er ekki dæmigerð indírokkplata því það liggur frekar við að hægt sé að kalla þetta (Krissa lokaðu augunum núna) world music! Gahh! Ekki hlaupa öskrandi í burtu samt því þessi plata er uppfull af gleði og ljúfum tónum, sumari og yndislegum glundroða. Hvernig hægt er að láta plötu hljóma nýsjálenska, afríska, spænska og kaliforníska (o.fl. o.fl) á sama tíma án þess að úr verði stefnulaus vitleysa er eitthvað sem ég kann ekki skýringu á en einhvernveginn virkar það samt. Ég mæli eindregið með þessari, hún er alveg svakalega skemmtileg.
The Ruby Suns - Oh, Mojave
The Ruby Suns - Tane Mahuta
1 comment:
Nauhh! Kannski er ég bara með sólsting en mér líkar þetta - 'tis all summery and happy! Tékka klárlega betur á þessu eftir prófin ;)
Post a Comment