
5. Psychic TV - The Orchids
Ég hef áður sett þetta lag hingað inn en þá í flutningi Califone sem coveruðu það á hinni frábæru plötu Roots & Crowns. Sú útgáfa finnst mér satt að segja mun betri en orginallinn en það er gaman að hlusta á hann öðru hvoru líka.

4. Statler Brothers - Flowers On The Wall
Eitt gamalt og gott... fæ aldrei leið á viðlaginu þegar bakröddin syngur watching captain kangaroo djúpri röddu.

3. Wilco - Forget The Flowers
Eitt af mörgum góðum lögum á tvöföldu skífunni Being There sem er umdeilanlega ein af betri plötum þessarar frábæru sveitar.

2. Elliott Smith - Rose Parade
Rólegt og fallegt lag eins og Elliott Smith gerði þau best.

1. Neutral Milk Hotel - King Of Carrot Flowers Part 1
Þessi plata er auðvitað skyldueign á heimilum allra sannra tónlistaráhugamanna. Þetta er ein heilstæðasta og besta platan í mínu plötusafni, svo mikið er víst, og upphafslagið er einn af hápunktum hennar.
No comments:
Post a Comment