
5. Deer Tick - Art Isn't Real (City Of Sin)
Þetta er reyndar búið að fá ansi mikla spilun síðustu mánuðina en það gildir einu.

4. Fleetwood Mac - Angel
Það er yfirleitt eitt Fleetwood Mac lag í uppáhaldi og núna er það þetta.

3. Beck - Gamma Ray
Þetta er lagið sem greip mig strax af nýju plötunni og ég spila það í tíma og ótíma.

2. Lykke Li - Dance, Dance, Dance
Það er æðislegt að hlusta á þetta lag þegar ég er að búa mig undir bæjarferð, komin í kjól og með kokkteil í hendi. Mjög stelpulegt lag en það er bara betra!

1. The Felice Brothers - Roll On Arte
Ég las fyrst um The Felice Brothers hjá krökkunum í Breiðholti. Hlustaði ekkert rosalega mikið þá en enduruppgötvaði þetta lag svo um daginn og hef verið að hlusta stanslaust á það síðan. Æðislegt.
1 comment:
Mér sýnist Lykke Li hafa breyst í Olsen tvíbura á þessari mynd
Post a Comment