Friday, April 3, 2009

Topp 5 vínlög - Kristín Gróa


Þegar ég var búin að ákveða efstu þrjú lögin og fattaði að þau væru öll um vín þá varð ég eiginlega að einskorða mig bara við vínlög. Rauðvín er líka uppáhalds drykkurinn minn ;)

5. The National - All The Wine


Gott lag af einni af mest spiluðu plötum allra tíma á mínu heimili.

4. Neil Diamond - Red, Red Wine

Ég verð að viðurkenna að ég heyrði þetta lag fyrst í útgáfu UB40. Það kemur ekki mikið á óvart að orginallinn er umtalsvert betri.

3. Jeff Buckley - Lilac Wine

Ég er engin sérstök Jeff Buckley áhugamanneskja en þetta lag þykir mér fallegt. Mjög fallegt meira að segja.

2. Louie Parker - How Do You Quit Drinking Wine?

Heillandi lag um alkóhólisma.

1. Nancy Sinatra & Lee Hazelwood - Summer Wine

Þetta er í annað skipti sem lag með þessu tvíeyki trónir á toppnum hjá mér. Þetta lag er þó ekki eins súrt og Some Velvet Morning!

No comments: