Friday, June 12, 2009

Topp 5 Various artists - Georg Atli

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég fór að hugsa um þennann lista var lagið Hallelujah eftri Leonard Cohen. Ég hætti svo við það að skrifa listann um það svona sjö sinnum (síðast í gær) og byrjaði listann allt öðruvísi svona fimm sinnum... en endaði einhvern veginn alltaf á þessu lagi aftur. Mér hefur alltaf þótt þetta lag mjög merkilegt, af ýmsum ástæðum og það hefur verið coverað mjög oft. Hérna koma þær sem mér finnst merkilegastar og bestar.

5. Bob Dylan (live)

Veit ekki alveg hvenær eða hvaðan þetta er tekið (skilst sem að þetta sé frá tónleikum í Montreal). Dylan tekur lagið og syngur það og spilar á sinn hátt. Samt er túlkunin á textanum sú sama og hjá Cohen, gott cover af Cohen...

4. Rufus Wainwright

Þetta er svo aldeilis öðruvísi en Bob Dylan, Rufus er klárlega meira stíliseraður og fágaður söngvari. Hann hefur einhvern falinn hroka í letilegri röddinni sem gerir lagið samt fallegt. Skemmtilegt hvernig hann snýr aðeins út úr laginu á þennann hrokafulla hátt og syngur ".. the holy duck, was moving too." Þetta er svo gott cover af Buckley útgáfunni... (Wainwright coverar Buckley að covera Cale að covera Cohen!)


3. Leonard Cohen

Ok hérna kemur svo orginallinn og er raðað í tímaröð (með næstu tveim lögum) því ég get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra.

Leonard Cohen samdi þetta lag og gaf það síðan út 1984 á plötunni Various Positions. Sagan segir að þetta lag hafi nánast gert Cohen bilaðann af því hann gat ekki klárað það (hann semur á sérstakan hátt, einblínir á gæði fremur en magn og getur víst ekki oft samið fleirri en eitt lag í einu) hann á að hafa skrifað næstum 90 vers af laginu og fyllt út tvær heilar stílabækur. Lagið er samið á þannig hátt að næstum hver sem er getur túlkað það á sinn hátt, yrkisefnið er í raun mjög óljóst og því nánast universalt. Hérna skil ég samt Cohen þannig að hann syngi um ást og kynlíf en snýr því út í trúarlegt stef á kaldlyndan og kaldhæðinn hátt:

You say I took the name in vain
I don't even know the name
But if I did, well really, what's it to you?
There's a blaze of light in every word
It doesn't matter which you heard
The holy or the broken Hallelujah


en hann er samt alltaf mannlegur og einlægur:

And even though it all went wrong
I'll stand before the Lord of Song
With nothing on my tongue but Hallelujah

... en aftur að versunum 90, þegar að Cohen flutti þetta lag á tónleikum fyrst eftir að platan kom út þá var það næstum aldrei þessi plötu útgáfa. Þá spilaði hann með lagið og "fiktaði" ein live útgáfan kom út á plötu sem heitir Cohen live og þá var textinn allt öðruvísi...


2. John Cale

John Cale fékk svo textabækurnar hans Cohens lánaðar til að gera lag fyrir tribute plötuna I'm Your Fan (orðaleikur!). Cale hafði víst heyrt Leonard Cohen flytja ein 15 erindi(!) á tónleikum og bað hann um að senda sér textann og Cohen sendi stílabækurnar tvær. Þar breytti hann laginu og skeytti samann texabrotum úr mörgum erindum. hann dró líka úr dramatískum kórnum og undirspilið varð einfaldað. Þessi útgáfa er í raun allt öðruvísi en upprunalega lagið. Þetta er orðið hin endanlega útgáfa af laginu. John Cale gerði lagið að sínu.
Hér syngur Cale um ást á einfaldann en sorglegan hátt, ástin er annaðhvort að dvína eða óendurgoldin.

"Love is not a victory march
It's a cold and it's a broken Hallelujah"

Það sem mér þykir sérstaklega merkilegt við þessa útgáfu er að hún er svo góð að meira að segja Leonard Cohen sjálfur tekur hana á tónleikum (Cohen coverar Cale að covera Cohen).

1. Jeff Buckley

Ég hef sett þetta lag á lista áður og á örugglega eftir að gera það aftur. Ef John Cale á hina einu sönnu útgáfu á laginu þá á Jeff Buckley hinn eina sanna flutning. Þetta er líklega besta cover heimsins. Hann skiptir píanóinu út og gítarinn kemur sterkur inn í staðinn. Þessi útgáfa breytir tilfinningu lagsins aftur, Cohen var þreyttur, bitur og kaldur, Cale var leiður og melankólískur en Jeff Buckley var nánast í trúarlegri bón um ást. Fullkomið (Buckley coverar Cale að covera Cohen)

No comments: