Thursday, February 18, 2010

Sarpurinn



Árið 1995 var ég ungur og óákveðinn piltur sem eyddi flestum kvöldum í að rúnta um götur Akureyrar með vinum mínum. Þetta sama ár kom út ein albesta rappplata sögunnar, meistaraverkið Liquid Swords með Genius eða GZA eins og hann er oftast kallaður. Fyrir þá sem ekki vita þá er hann einnig meðlimur í Wu-Tang Clan sveitinni frábæru. Þegar ég fann þessa plötu í hljómplötudeild KEA, að mig minnir, skömmu eftir að hún kom út, þá kolféll ég alveg fyrir rappi.

Á einni nóttu breyttist ég úr saklausum sveitapilt í grjótharðan rappara, ég átti reyndar ekki hníf, rafbyssu eða Doberman. En næstu þrjú árin eða svo hlustaði ég nánast bara á rapp og náði meiri segja nokkrum vinum mínum inn á þá línu líka. Þessi plata vekur upp margar góðar minningar og sögur sem ég ætla þó ekki að deila hér því þá yrði þetta ansi löng grein, þó má nefna að ég hef lent í vandræðum fyrir það að halda að ég mætti nota „N“ orðið af meiri frjálsleika en aðrir hvítir menn(ég var 18 ára at the time) og ég hef verið í partý með RZA aðalsprautu Wu-Tang.

En aðeins um plötuna. Hún er almennt talin ein af bestu hiphop plötum sögunnar og besta sólóplata meðlima Wu-Tang. Platan opnar með mögnuðum díalóg úr kvikmyndinni Shogun Assassin á undan einu besta lagi plötunnar, titillaginu Liquid Swords. Líkt og á öðrum plötum tengdum Wu-Tang, þá er mikið af díalógum úr asískum slagsmálamyndum á plötunni, enda eru þeir sómapiltar undir miklum áhrifum frá þesslags bíómyndum, eins og glöggt má sjá á nafni sveitarinnar, Wu-Tang.

Eftir sterkt upphafslag þá heldur veislan áfram og lög eins og Living in the World Today, Cold World og Shadowboxin' grípa hlustandann föstum tökum. Textasmíðarnar eru mjög góðar og takturinn heillandi.

Heilt yfir þá er þetta besta rappplata sem ég hef hlustað á og hef ég nú hlustað á þær nokkrar. Ef þið hafið gaman af rappi og hafið ekki hlustað á þessa plötu þá mæli ég eindregið með henni.

Að lokum er hér fyrsta vers úr titillagi plötunnar og svo myndband við sama lag.

Fake niggaz get blitzed
and mic bites I swing swords and cut clowns
Shit is too swift to bite you record and write it down
I flow like the blood on a murder scene, like a syringe
on some loud howl shit, to insert a fiend
But it was yo ock, the shop stolen heart
Catch a swollen heart from not rollin smart
I put mad pressure, on phony wack rhymes that get hurt
Shit's played, like zodiac signs on sweatshirt
That's minimum, and feminine like sandals
My minimum table stacks a verse on a gamble
Energy is felt once the cards are dealt
With the impact of roundhouse kicks from black belts
that attack, the mic-fones like cyclones or typhoon
I represent from midnight to high noon
I don't waste ink, nigga I think
I drop megaton BOMBS more faster than you blink
Cause rhyme thoughts travel at a tremendous speed
Clouds of smoke, of natural blends of weed
Only under one circumstance is if I'm blunted
Turn that shit up, my clan in da front want it



2 comments:

Georg Atli said...

Þessi plata er alltof mikil snilld!

Theodór said...

Já, hún er hreint út sagt algjör snilld!