Var búin að gleyma þessum lista.....svo ég ætla að svindla aðeins :p ....fæ þá bara skömm í hattinn fyrir að brjóta reglurnar. Ef ég hefði virkilega lagt hausinn í bleyti þá hefði þetta orðið talsvert öðruvísi listi en ég ákvað að hafa þetta frekar það svona "fyrsta sem poppaði uppí hugann lista" :)
5. Beck - Lost Cause
Finnst Beck alveg frábær en á eftir að kynna mér hann svo miklu miklu betur. Ákvað að velja þetta lag sem aðal hans á þessu augnabliki.

4. Jewel - Foolish games
Jájá veit væmna týpan.....en þetta lag er alltaf eitthvað svo yndislega nostalgískt.

3. Prince - Pussy Control
Var að spá í að setja Purple rain en finnst þetta lag eiginlega miklu skemmtilegra og minnir mig alltaf á gamla góða daga.

2. Iz - Somewhere over the rainbow
Hver man ekki eftir þessu lagi sem var misþyrmt í margskonar auglýsingum um árið. Samt finnst mér það alltaf jafn yndælt og hugljúft. Synd að hann skildi deyja svona ungur blessuð fitubollan.

1. Björk - I play dead
Þetta lag hefur alltaf verið mitt uppáhaldar Bjarkar lag.

No comments:
Post a Comment