1. The Shins - New Slang
I'm looking in on the good life I might be doomed never to find
Það má alveg búast við því að þetta lag dúkki upp á fleirum en einum lista hjá mér enda eitt af mínum allra uppáhalds lögum. Hjartað í mér brestur alltaf smá þegar línan hér að ofan hljómar... kannski aðeins minna núna en áður samt.
2. Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day
And he takes and he takes and he takes...
Ef New Slang er ekki uppáhalds lagið mitt þá gæti þetta mögulega verið það. Það er svo fallegt og sorglegt og þó ég sé búin að hlusta á það þúsund sinnum þá get ég ekki annað en hlustað á textann með athygli í hvert einasta skipti.
3. Bonnie 'Prince' Billy - I See A Darkness
Is there hope that somehow you can save me from this darkness?
Þetta lag er nú bara heartbreaking því manninum líður augljóslega ekki vel. Ég sé alltaf fyrir mér að þetta lag passi fullkomlega í kojufyllerí með þunglyndislegri tónlist og táraflóði. Sem betur fer hef ég aldrei prófað slíkt en ef af því verður þá verður þetta fyrsta lagið á fóninn.
4. Cat Power - Good Woman
And that is why I am lying when I say that I don't love you no more...
Breakup eru auðvitað í eðli sínu hearbreaking og þetta er dæmigert breakup lag. Ég er alltaf mjög glöð yfir því að vera ekki í ástarsorg þegar ég hlusta á þetta því það væri nú ekki til að hressa mann við að heyra stúlkuna kveljast.
5. Feist - Let It Die
Let it die and get out of my mind...
Úff þetta er eitthvað svo skelfilegt lag. Þessi fyrsta lína segir svo allt um það þegar maður getur ekki hætt að hugsa um einhvern þó maður viti að það sé rugl. Gahhh kills me every time!
Tuesday, April 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment