Friday, April 13, 2007

Topp 5 vorlög sem fá mann til að langa að hlaupa um í grasinu og kasta frisbí og minna mann á að lífið er ekkert svo slæmt sko! - Krissa

Úff púff hvað er erfitt að velja bara 5!!! But here goes:

The Cure - Close to Me
"I never thought this day would end
I never thought tonight could ever be
This close to me"

The definitive summer song! Robert Smith að vera hress - sem er náttúrulega oxymoron út af fyrir sig :) Allavega þetta er líka lagið sem er svo gaman að dansa við með Kristínu á sumrin...sérstaklega í stofunni á Freyjunni :)

Maus - 90 kr perla
"En ég vill endurgreiðslu, því þetta er gallað lag!
Það grúvar ekki neitt og það er erfitt að dansa við það!"

Er ekki kominn tími á íslenskt lag? Þetta er hressasta lag í heimi! Og það er líka um frábært lag 'n all. Og mér hefur alltaf fundist röddin í Bigga flott!
90 kr. perla er líka the original dillirassalag. Það kom á undan Know Your Onion! með Shins og allt!

Það tók mig reyndar þónokkurn tíma að sætta mig við að hann syngur 'ég vilL endurgreiðslu' en ekki 'vil' - en hey...það sem maður fyrirgefur ekki fyrir ofursumarleg dillirassalög!

Kings of Leon - Milk

"She had problems with drinking milk
and being school tardy
She'll loan you her toothbrush
She'll bartend you party"

Ahhh 10 tíma lestarferðir með skemmtilegum stelpum, slatti af skemmtilegum N-írskum ferðafélögum, share-uðum ipodum og Kings of Leon! Hressleiki í hámarki! Góðar minningar :)

Yann Tiersen - Soir de Fête


"I love Paris in the springtime..." er SVO satt! Ég náði að búa í Frakklandi í hálft ár án þess að fara til París. Svo náði ég á þrjóskunni að halda það út í 3 ár í viðbót. Svo í fyrravor sprakk ég og fór í þónokkura daga ferð með unnustanum - nýbúin að fá hann heim eftir Kanadaútlegð - og VÁ hvað París er best! Soir de Fête var klárlega lag ferðarinnar og við klöppuðum með þegar við rauluðum það úti á götu og vorum bara kjánaleg í alla staði - það er fáranlega gaman!

Ferðin var með bestu ferðum sem ég hef farið í á ævinni og lagið minnir mig alltaf á ferðina. Þ.a.l. hlýtur lagið að vera eitt af mest vorlögunum! :)

Justin Timberlake - My Love
"If I wrote you a symphony
Just to say how much you mean to me
what would you do?"

Mér hefur alltaf fundist JT vera æði pæði! Fyrri diskurinn var 50:50 góður:ekki svo góður. En nýji er bara æði æði æði! Þessvegna er líka heppilegt að hann ætlar að spila í París kvöldið eftir að ég flýg út í maí! Og að ég á miða á besta stað! SKVÍT! Ætla að hlusta á þetta nonstop þangað til!

Það er reyndar smá svindl, a few honourable mentions:
The Beatles - Here Comes the Sun (of course!), Tv on the Radio - Wrong Way, Fujiya & Miyagi - Collarbone, Donovan - Colours, The American Analog Set - Know by Heart, Elbow - Mexican Standoff