Tuesday, April 10, 2007

Topp 5 heartbreaking lög

Páskarnir taka á. Bumban stækkar og maður m.a.s. gleymir að setja inn listann sinn. En ég var reyndar fjarri tengingum við Lýðnetið. En hérna, allt of seint, er listinn minn:

1. Bonnie Prince Billy & Matt Sweeney - I Gave You
I gave you a child, and you didn't want it
Thats the most that I have to give.

Ég hef oft sagt að þetta sé eitt sorglegasta lag sem ég heyrt og ég stend alveg við það. Manni líður einfaldlega bara illa með honum Will kallinum.

Minni annars á góða þrífara

2. Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day
Tuesday night at the Bible study
We lift our hands and pray over your body
But nothing ever happens

Sufjan saknar stelpunnar sem hann missti áður en eitthvað náði að gerast á milli þeirra. Lagið er fallegt, textinn er fallegur og söngurinn er óaðfinnanlegur og fullur trega.

3. Radiohead - Pyramid Song
Jumped in the river, what did I see?
Black-eyed angels swam with me

Ég man þegar Amnesiac kom út og ég var að reyna að verja þessa plötu með kjafti og klóm og reyna að segja fólki að þetta væri bara ein mest solid b-sides plata allra tíma. Ég nýtti stundum þetta lag til að sýna hvað ég væri að meina en yfirleitt fékk ég bara pirring til baka því þetta lag væri svo gífurlega depressing. Satt, en það er samt alveg gífurlega fallegt og ótrúlega flókið í einfaldleika sínum. Ég mana þig til að hlusta á það með góð headphone.

Svo fylgir myndbandið hérna sem er eitt af þessum myndböndum sem actually bætir lagið sem það er við. Þú ættir samt að reyna að redda þér því í betri gæðum.



4. The Cure - There Is No If...
"if you die" you said "so do i" you said...
But it ends the day you see how it is
There is no always forever... just this...
Just this...

Heartbreaking lög án Cure? Njah-ah! Frábært lag með mjög góðum texta um samband sem er orðið gamalt og hefur ekki elst vel.

5. Immortal Technique - Dance With the Devil
I once knew a nigga whose real name was William
His primary concern was making a million
Being the illest hustler that the world ever seen
He used to fuck moviestars and sniff coke in his dreams

Ég var að keyra heim eitt kvöldið og var með útvarpið á og þetta lag kom á og ég mest festist inn í því alla leiðina heim. Sagan í þessu lagi er eins heartbreaking og það gerist og alveg gífurlega gróf þannig að maður er sleginn utan undir með henni.

No comments: