Friday, March 30, 2007

Topp 5 staðarnöfn - Vignir

Sheeeeeshk, þetta var erfiður listi. Ekki að það hafi verið erfitt að finna lög á hann, heldur var meira erfitt að grisja lögin af honum!

1. Poni Hoax - Budapest
Here I am just a guest who doesn't need to be blessed,
In Budapest.
Þetta lag er alveg ótrúlega skemmtilegt og varð að fara inn á þennan lista því að ég hef mjög sterkar og góðar minningar um þetta lag með þessu liði sem er á þessu bloggi. Þetta var lag ferðarinnar þegar við fórum hringinn á helgi sumarið 2006.


2. Editors - Munich
Ég hef ekki fundið út úr því hvort að þetta lag hafi eitthvað að gera með borgina en það er fínasta lag og er Editors líka bara fínasta hljómsveit, eins og ég sagði einhvern tímann, Interpol fátæka mannsins.

3. Interpol - NYC
I know you've supported me for a long time
Somehow I'm not impressed
but New York Cares
Þetta stendur, held ég, frekar fyrir New York Cares heldur en New York City. Lagið er samt alveg frábært og gefur mér alltaf þægindanostalgíu tilfinningu þegar ég heyri það. Svo er líka góður staðsetningarfílingur yfir því.

4. The Clash - Guns of Brixton
You can crush us
You can bruise us
But you'll have to answer to
Oh, the guns of Brixton
HAHA! Þú hélst að ég myndi setja London Calling, er það ekki?!?! Ekki í dag! Annars hef ég aldrei verið neinn Clash aðdáandi, hef eiginlega aldrei fattað þá en ég fór að hlusta á þetta lag um daginn eftir að ég heyrði að Arcade Fire hefði verið að covera það á tónleikunum sínum hér á dögunum. Lagið er samt alveg frábært, það er einhver svona undirlykkjandi reiði sem kurrar í laginu.

5. Sufjan Stevens - The Predatory Wasp Of The Palisades Is Out To Get Us!
We were in love, we were in love
Palisades, Palisades
I can wait, I can wait
Það er náttúrulega hálfgert svindl að setja lög með Sufjan á lista um staðsetningar en ég bara varð að setja þetta lag. Eins og flest lög Sufjans er þetta lag alveg gullfallegt og textinn er jafnvel fallegri. Síðan fær þetta lag ennþá sérstakari sess hjá mér eftir að ég fór á tónleikana hans í Fríkirkjunni. Sagan sem hann sagði af vini sínum sem lagið er um, hvernig þeir tveir hefðu barist við sjóræningja og fleira var óborganleg. Og svo man ég eftir ennþá meiri trega í "We were in love" partinum þegar hann söng þá á tónleikunum.


Svo nokkur honorable mentions...
Það voru náttúrulega fullt af lögum sem að komust ekki á listann en það var sérstaklega sárt að missa tvö:
Tapes n Tapes - In Houston: Lagið Omaha af sömu plötu er jafnvel betra en þetta lag er eiginlega sterkara hjá mér, því ég fæ alveg ótrúlega sterka tilfinningu af Edmonton, Alberta þegar ég heyri þetta.
Muse - Stockholm Syndrome: Því það er með Muse, fyrir Kristínu!

2 comments:

Kristín Gróa said...

Góður listi og takk fyrir Muse Viggi minn, það kætti óendanlega mitt litla hjarta *hóst*. Ég trúi samt ekki að ég hafi sleppt NYC með Interpol! Það er alveg eitt af uppáhalds lögunum mínum! Híhí.

Unknown said...

Hey, can "staður" mean a place like...

In the Trunk of a Black Lexus
Ridley Bent

?

'cause it's a pretty awesome song. He rhymes "black lexus" with "solar plexus".