Monday, March 19, 2007

Forræðishyggja og óbjóður!

Í tilefni af mikilli forræðishyggjudýrkun (langt orð!) minni og því að ég hreinlega elska reglur, boð og bönn vil ég stinga upp á annari reglu:

Undir engum kringumstæðum má ræða lista vikunnar við neinn af hinum höfundunum fyrir kl. 14:01 á föstudegi.

Kosning fer, sem fyrr, fram í athugasemdakerfi. Verði hún samþykkt fær hún númerið 5 sem er þó óttalegt bull. Ætti hún að mínu mati frekar að vera nr. 1, eða kannski nr. 2 og þá á eftir 'bannað að bora í nefið' reglunni - enda klárlega einstaklega mikilvægar reglur í samfélagi sem þessu! tíhí

Að lokum vil ég leggja til að Danmörk verði gerð að úthverfi Borgarness en slík ákvörðun gæti þarfnast nánari röksemdafærslu og mun ég því bíða með hana þar til á næsta Freyjukvöldi ;)



PS tekið skal fram að þrátt fyrir að hvísl milli toppfimmista sé eigi leyft er fullkomlega ásættanlegt að istarnir reyni að fá ábendingar um lista vikunnar frá veggjum, borðum, gólfum, böngsum or other inanimate objects - at your discretion!

6 comments:

Kristín Gróa said...

Ég kýs með þessari nýju reglu, sem og endurröðun reglna. Ég legg til að eftirfarandi röð verði notuð:

1. Bannað að bora í nefið
2. Setja þarf inn listann hér á síðunni kl. 14:01 á hverjum föstudegi
3. Undir engum kringumstæðum má ræða lista vikunnar við neinn af hinum höfundunum fyrir kl. 14:01 á föstudegi
4. Fylgja þarf reglunum sem settar eru fram um topp 5 listann hverju sinni
5. Ekki er undir nokkrum kringumstæðum leyfilegt að setja lag á listann sungið af Mick Hucknall

Erla Þóra said...

Reglan og endurröðun reglnanna er samþykkt hérna megin.

Hvað varðar að gera Danmörk að úthverfi Borganess þá tel ég það afar áhugaverða hugmynd. Best væri að það mál verði sett í nefnd, og að nefndin skili af sér áliti. Kosið yrði þá um málið eftir að allir toppfimmistar hafa kynnt sér álit nefndarinnar.

Pant ekki vera í nefndinni.

Krissa said...

Bwahaha
styð endurröðun reglna.

Varðandi hugmynd Erlu Þóru um skipun nefndar tel ég það áhugavert og tvímælalaust eitthvað sem toppfimmistar ættu að skoða. Þó ber að taka mið af því að verði nefnd skoðuð vakna fjölmargar spurningar í viðbót, svo sem: hversu margir skulu sitja í nefndinni? hverjir skuli sitja í henni? hvernig á að skipa í nefndina? hvenær skal nefndin skila áliti? er álit nefndar bindandi eða er toppfimmistasamfélaginu frjálst að hunsa álit hennar?

bwaha

Erla Þóra said...

Best er að ég skipi nefndina. Ég er nefninlega svo frek.

Í nefndinni er best að sitji 2 einstaklingar. Þar sem Krissa og Viggi búa saman tel ég að staðsetningalega séð sé best að þau sitji því í nefndinni.
Nefndin á að skila áliti miðvikudaginn 4.apríl, því það er ábyggilega fínn dagur. Álitið er ekki bindandi og er mér og Kristínu frjálst að vera alveg húrrandi ósammála því. Ef sú staða kemur upp verðum við að fá óháðann fimmta aðila til að taka ákvörðun um hvort Danmörk verði úthverfi Borganess eður ei.

Einnig er ágætt að taka fram að ef ákvörðun nefndarinnar verður það erfið að útlit er fyrir rof á trúlofun nefndarmanna þá má nefndin segja af sér og þá munu varamennirnir taka sæti í nefndinni (ég og Kristín).

Krissa said...

BWAHAHAHA!!! problem solved! Erlu á þing tíhí

En ok, áliti verður skilað 4. apríl. Með þeim fyrirvara þó að málið er nokkuð viðamikið og því viðbúið að tafir geti orðið. Mun þá skipuð nefnd sem skilgreinir vinnuferla fyrir aðalnefndina og skilar áliti um hvernig hún geti unnið hraðar.

Skvít!

Erla Þóra said...

Hahaha.. problem solved! :)