Friday, March 30, 2007

Topp 5 lög nefnd eftir stað

1. Glen Campbell - Wichita Lineman
Staður: Wichita County, Kansas USA
And I need you more than want you
And I want you for all time


Ég er ekki frá því að þetta sé eitt fallegasta lag allra tíma. Sumum finnst Glen Campbell kannski ekki kúl en by god ég fæ gæsahúð í hvert einasta skipti sem ég heyri þetta lag.

2. Kinks - Waterloo Sunset

Staður: Waterloo, London
And I don't need no friends
As long as I gaze on Waterloo Sunset I am in paradise


Þetta lag fær mig alltaf til að líða vel þó það sé í raun frekar melankólískt. Í seinni tíð minnir það mig líka alltaf á nóttina sem ég og Krissa eyddum á Waterloo lestarstöðinni eina sumarnótt árið 2004 ;)

3. Neutral Milk Hotel - Holland, 1945
Staður: Holland
Now she's a little boy in Spain playing pianos filled with flames

Þetta lag er á einni af mínum uppáhaldsplötum, In The Aeroplane Over The Sea, og fjallar víst um dauða Önnu Frank. Textinn er í raun alveg heartbreaking, sérstaklega þar sem lagið sjálft er eitthvað svo æst og uppveðrað.

4. Johnny Cash - Folsom Prison Blues
Staður: Folsom, California USA
I shot a man in Reno just to watch him die...

Þetta lag er í mínum huga Johnny Cash í hnotskurn. Glæpur og refsing, iðrun og frelsisþrá...

5. Of Montreal - A Sentence Of Sorts In Kongsvinger
Staður: Kongsvinger, Noregi
I felt the darkness of the black metal bands
But being such a fawn of a man I didn't burn down any old churches


Ókei ég var að spá í að setja Sufjan Stevens lag í fimmta sæti (Chicago, Romulus, Jacksonville, Decatur, o.s.frv... úr NÓGU að velja þar) en svo hugsaði ég "screw that" og hér í staðinn er lag af nýju Of Montreal plötunni. Ég er búin að hlusta svo mikið á hana upp á síðkastið að mér finnst við hæfi að setja þetta lag hérna með enda hresst og skemmtilegt þrátt fyrir óhressan texta.

2 comments:

Krissa said...

Víjj Waterloo!
Eigum við að endurtaka leikinn í sumar ef við fáum miða? The more the merrier 'n all ;)

Vignir Hafsteinsson said...

I shot a man in Reno just to watch him die...
jafnvel besta lína í rokklagi ever!

Góður listi! :)