Friday, March 23, 2007
Topp rauðhærðir söngvarar - Vignir
1. David Bowie - Ziggy Stardust
Varla eru til rauðhærðari menn en Ziggy sjálfur og lagið hans er líka alveg þrusugott!
2. Queens of the Stone Age - In the Fade
Josh Homme syngur alveg slatta af laginu og er rauðbirkinn maður en í viðlaginu mætir Mark Lanegan og þrumar rauðhærðri vísu á liðið!
3. Tori Amos - Muhammad my Friend
Tori er náttúrulega einhver rauðhærðasta kona heimsins og er alltaf gaman að því hvað hún hefur átt það bágt í gegnum tíðina. Ég komst inn í þetta lag vegna upptöku sem ég átti með henni að syngja þetta live ásamt Maynard James Keenan úr Tool en ég ákvað að setja inn bara venjulega útgáfuna vegna þess að gæðin á tónleikaútgáfunni eru ekki svo góð. Aðeins of mikið af öskrandi stelpum sem að missa sig yfir Maynard(skiljanlega!).
4. Patrick Wolf - The Magic Position
Ég er aðeins búinn að vera að hlusta á þetta lag undanfarið og það grípur og grípur. Ég er ekki viss um hvort að herra Wolf sé proper ginger en hann er það allavega upp á síðkastið! :)
5. Guns n Roses - Live and Let Die
Axl Rose er náttúrulega hrikalega rauðhærður og fegrast ekki með árunum. Hérna er hann samt í góðum James Bond fíling.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Guns 'n Roses með Live And Let Die???? Þú ert vonandi að grínast! Gahhhhhh :D
Mér fannst þetta HEVÍ gott lag þegar ég var 11 ára! ÞAnnig að...
SCREW YOU!!!
Gaman að vera málefnalegur! :)
Kristín efaðist um að vilji minn til að giftast þér væri jafn sterkur eftir þennan lista - svo slæmt er Guns 'n Roses! :P
Suzanne Vega - Tom's Diner
Suzanne Vega, rauðhærð móðir MP3s, er á topp á listi minn. Hún er mjög awesome.
I hope this is sentence is not offensively wrong.
Hvenær var gefið út opið skotleyfi á G'N'R? Þeir voru klárlega eitt besta band síns tíma. Vignir, set these gals straigth!
Annars langar mig að benda á stutta grein sem skilgreinir Damien Rice ágætlega.
Post a Comment