Friday, March 16, 2007

Topp 5 'hey moment' - Krissa

1. Pixies - Hey!

"Hey!
Been trying to meet you"
Ok ok, obvious en verður klárlega að vera á listanum! Fyrsta hey-ið er bara æði æði æði!

2. Modest Mouse - Tiny Cities Made of Ashes
"I got a call from the lord saying hey boy get a sweater" er bara endalaust flott lína í endalaust góðu lagi með flottum trommum og enn flottari bassa!
Svo minnir þetta mig líka á fyrstu festival ferð okkar Kristínar og rafmagnskontrabassann því mig langaði svooo að heyra þá spila þetta live!

3. The Beatles - You've Got To Hide Your Love Away
"Hey! You've got to hide your love away"
Hey-ið sem er AKKURAT öfugt við hey-ið í Tiny Cities Made of Ashes. Mér finnst alltaf mest eins og John Lennon sé að kalla á mig...og það er ekkert hægt að 'ekki hlusta' þegar Mr. Lennon himself kallar á mann!

4. The Arcade Fire - Une Année sans Lumière
"Hey! My eyes are shooting sparks.
La nuit, mes yeux t'éclairent."
Þetta er bara svo endalaust flott og áreynslulaust eitthvað. Maður getur bara ekkert sagt 'hey! my eyes are shooting sparks' svona rólega! Svo kemur líka alveg jafn flott frönsk setning beint á eftir...sem gerir þetta bara ennþá betra :)

5. Nina Simone - Blues for Mama
"Hey Lordy mama
I heard you wasn't feeling good"
Svooo flott rödd! Svo líður manni líka vel ef maður hlustar á lagið og fattar að maður hefur það bara frekar fínt :P

No comments: