Það erfiða við þennan shuffle lista var að meirihluti laganna sem kom upp var bara eitthvað dót sem ég hafði aldrei hlustað á (Santana, Elvis Costello og Yes eru góð dæmi). Lærdómurinn sem ég get dregið af því er að ég á allt of mikið af tónlist og ætti annað hvort að drattast til að hlusta á hana eða rýma til fyrir einhverju sem ég hlusta virkilega á. Ég fann samt þessa fimm laga syrpu sem mér fannst ég geta tjáð mig um:
Hercules & Love Affair - Athene af
Hercules & Love AffairÚff þetta lag er svo svakalega slick.
Hercules & Love Affair minna mig á Óla vin minn því ekki nóg með að hann sé slick þá fann ég fyrir hann eitthvað edit af
Blind sem hann hafði verið að leita að í margar vikur. Hann varð svo ofsaglaður að ég held ég hafi bara aldrei glatt nokkurn mann svona svakalega áður!
Echo & The Bunnymen - My White Devil [Alternate Version] af
PorcupineJakob góðvinur minn gaf mér
Porcupine í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum síðan ásamt hinni frábæru
Standards með
Tortoise. Ég var alltaf við það að demba mér af alvöru út í kanínumennina, var búin að melta best of plötuna ágætlega og hafði nýlega fjárfest í
Ocean Rain en þessi plata fór alveg með mig. Ótrúlega flott og þetta lag finnst mér eitt af hápunktunum. Þetta er reyndar alternate version en það er ekkert verra.
The White Stripes - I Fought Piranhas af
The White StripesHrár blús af fyrstu plötu "systkinanna". Kannski ekki eitt af þeirra sterkustu lögum en engu að síður er það frekar töff. Það er kannski ekki að marka mig því þetta er
Jack White og hann tekur gítarsóló og það þarf ekki mikið meira til að gleðja mig.
Four Tet - You Were There With Me af
Everything EcstaticÞetta er nú óttalegt gutl. Sorrí en ég á dálítið erfitt með
Four Tet þó ég eigi reyndar þessa plötu. Hún er í heildina alveg ágæt og ég fíla alveg sumt þó þetta sé ekki mín tegund af tónlist. Þetta síðasta lag plötunnar finnst mér samt alveg ógeðslega leiðinlegt og boring því það geeeriiiiist baaaaraaaa eeeekkeeeert. GOD! Ég mæli ekkert sérstaklega með því að þið hlustið á þetta lag því það eru sex mínútur af lífi ykkar sem þið fáið ekki aftur.
Genesis - Invisible Touch af
Invisible TouchÉg hef aldrei hlustað neitt á
Genesis þó ég sé með heilar sjö plötur með þeim í tónlistarsafninu. Bróðir minn var aftur á móti alveg svakalegur Genesis (og
Yes) aðdáandi þegar hann var yngri svo þetta kemur allt frá honum. Hans tónlistarsmekkur er alveg frábær svo ég trúi nú varla öðru en að það sé eitthvað varið í þetta og er þess vegna alltaf á leiðinni að tékka á þeim.
Vandamálið við þetta tiltekna lag er að það er frá hallæristímabilinu eftir að
Peter Gabriel var löngu farinn og hljómsveitin var farin að þróast út í eitthvað allt annað en hún var upphaflega. Ég verð samt að viðurkenna að þegar ég hlusta á það núna þá finnst mér það alveg fáránlega skemmtilegt. Þetta er svo geðveikt hallærislegt en samt svo catchy að ég get ekki annað en dillað mér. Er ég endanlega búin að má út línuna sem skilur að töff og vandræðalega tónlist? Hjálp!