Wednesday, June 18, 2008

Eurythmics


Ég er öll í tilviljunum þessa dagana. Í gær var Martha Wainwright að syngja Eurythmics lagið Love Is A Stranger og ég fattaði svo að IT gaurinn í Akutan lét mig hafa Greatest Hits með Eurythmics um daginn. Nú er ég ekki mikill aðdáandi bestof diska en mér þykir ansi vænt um þetta tiltekna safn því bróðir minn gaf mér það á kassettu þegar ég var lítil (eins og svo margt annað gott) og ég hlustaði endalaust á það. Ég hef nú satt að segja ekki hlustað meðvitað á Eurythmics í mörg ár svo ég er í alveg brjáluðu nostalgíukasti að hlusta á þetta núna. Vá hvað Annie Lennox er mikið æði! Úff og nú er ég komin með algjört æði fyrir Love Is A Stranger og spila það á repeat eins og enginn sé morgundagurinn.

Eurythmics - Love Is A Stranger
af Sweet Dreams (Are Made Of This) (1983)
Eurythmics - Would I Lie To You af Be Yourself Tonight (1985)

No comments: