Friday, June 6, 2008

Topp 5 stríðslög - Vignir

5. Edwin Starr - War
HUH! Good god! Maður verður að leyfa þessu lagi að fylgja með.

4. A Perfect Circle - Counting Bodies Like Sheep to the Rhythm of the Wardrums
Þetta lag er af hinni mistæku eMotive og er í raun remix af laginu Pet sem var á Thirteenth Step. Hér er verið að tala um hvernig bandaríska þjóðin var göbbuð og leidd út í Íraksstríðið af mönnum sem var alveg sama um fórnarkostnaðinn þar á bak við.

3. The Decemberists - Sixteen Military Wives
Sixteen military wives
Thirty-two softly focused brightly colored eyes
Staring at the natural tan
of thirty-two gently clenching wrinkled little hands
Seventeen company men
Out of which only twelve will make it back again
Sergeant sends a letter to five
Military wives, whose tears drip down through ten little eyes
Kostnaðurinn á bak við stríð er settur fram hér sem hress og skemmtilegur töluleikur.

2. Metallica - One
Now that the war is through with me
I'm waking up, I cannot see
That there's not much left of me
Nothing is real but pain now

Þetta lag er byggt á smásögu um mann sem missir andlitið í sprengju í stríði og þar með öll skynfærin sín. Hann getur ekki fundið fyrir heiminum og finnur í raun bara fyrir sársauka. Stríðstilfinningin í laginu er mögnuð upp með stríðslátum í byrjuninni á laginu og svo ofurhröðu riffi James Hetfield á 4:37 sem líkist helst vélbyssuskothríð.

1. Black Sabbath - War Pigs
Politicians hide themselves away
They only started the war
Why should they go out to fight?
They leave that role to the poor

Ozzy segir okkur hvernig þessi stríðsrekstur virkar. Einn besti texti sem hann hefur samið og eitt langbesta lag Sabbath. Hægur hrynjandi, letilegur bassaleikur og hrár gítar ásamt loftvarnarflautum gefur tóninn fyrir enn eitt frábært riffið frá Hr. Iommi.

1 comment:

Kristín Gróa said...

Jeijj The Decemberists! Elska þetta lag! :D