Tuesday, June 24, 2008

Wolf Parade


Nýja Wolf Parade platan, At Mount Zoomer, kom út síðasta þriðjudag svo ég arkaði auðvitað samdægurs í Easy Street Records (sem er nokkurn veginn æðislegasta plötubúð ever á eftir Amoeba Records í San Fransisco) og keypti hana. Mér finnst þetta vera frekar dæmigerð plata númer tvö, þ.e. hún er miklu heilsteyptari en sú fyrri og jafnbetri. Það eru kannski ekki jafn augljós snilldarmóment eins og I'll Believe In Anything en upp á móti kemur að það eru engir duds heldur. Það er heldur engin lognmolla í gangi því það eru algjörir gullmolar hérna eins og hið frábæra California Dreamer sem er án efa eitt besta lag þeirra félaga. Þrátt fyrir að ég eigi skyndilega allt of mikið af góðri tónlist þá kemst ekkert að í spilaranum nema þessi plata... hún er bara það góð. Ekki betri eða verri en sú fyrri heldur bara öðruvísi og það er gott!

Wolf Parade - California Dreamer
Wolf Parade - Fine Young Cannibals

No comments: