Monday, June 2, 2008

Peter Gabriel


Það þyrmir reglulega yfir mig þegar ég fatta hvað það er til mikið af góðri tónlist sem ég hef aldrei hlustað á. Nú er ég með tónlist í eyrunum allan daginn alla daga en samt lendi ég reglulega í því að einhver segir við mig "hefurðu aldrei hlustað á so and so????!!!" í hneykslunartóni. Hvernig á maður að komast yfir þetta allt segi ég nú bara. Ég hef verið dálítið föst í nýrri tónlist síðustu mánuði en nú er ég markvisst að vinna í því að hlusta á gamalt dót sem ég hef látið framhjá mér fara.

Ég er þessa stundina aðeins að stúdera Peter Gabriel sem hefur satt að segja komið ánægjulega á óvart. Það er m.a.s. aldrei að vita nema ég þori í Genesis þegar ég hef melt Gabriel aðeins en það skelfir mig þó því það fer alltaf aðeins um mig þegar ég heyri minnst á prog. Það er aftur á móti alveg fáránlegt að vera með heilar sjö Genesis plötur við höndina en hlusta ekkert á þær. Ef ég pæli í gegnum þær þá kannski þori ég í allar átta Yes plöturnar sem ég er með. Sjáum samt aðeins til með það.

Peter Gabriel - Solsbury Hill af Peter Gabriel I (1977)
Peter Gabriel - Games Without Frontiers af Peter Gabriel III (1980)
Peter Gabriel - Blood Of Eden af Us (1992)

No comments: