
Það þyrmir reglulega yfir mig þegar ég fatta hvað það er til mikið af góðri tónlist sem ég hef aldrei hlustað á. Nú er ég með tónlist í eyrunum allan daginn alla daga en samt lendi ég reglulega í því að einhver segir við mig "hefurðu aldrei hlustað á so and so????!!!" í hneykslunartóni. Hvernig á maður að komast yfir þetta allt segi ég nú bara. Ég hef verið dálítið föst í nýrri tónlist síðustu mánuði en nú er ég markvisst að vinna í því að hlusta á gamalt dót sem ég hef látið framhjá mér fara.
Ég er þessa stundina aðeins að stúdera Peter Gabriel sem hefur satt að segja komið ánægjulega á óvart. Það er m.a.s. aldrei að vita nema ég þori í Genesis þegar ég hef melt Gabriel aðeins en það skelfir mig þó því það fer alltaf aðeins um mig þegar ég heyri minnst á prog. Það er aftur á móti alveg fáránlegt að vera með heilar sjö Genesis plötur við höndina en hlusta ekkert á þær. Ef ég pæli í gegnum þær þá kannski þori ég í allar átta Yes plöturnar sem ég er með. Sjáum samt aðeins til með það.
Peter Gabriel - Solsbury Hill af Peter Gabriel I (1977)
Peter Gabriel - Games Without Frontiers af Peter Gabriel III (1980)
Peter Gabriel - Blood Of Eden af Us (1992)
No comments:
Post a Comment