Tuesday, December 8, 2009

Plata mánaðarins


Áfram höldum við að hlusta á undarlegustu jólaplötu síðari tíma, Christmas In The Heart með Bob Dylan. Ég var einmitt í Habitat um helgina og þar hljómuðu þessi sérkennilegu tónar en það var bara vinalegt og fólk virtist ekkert kippa sér upp við þetta. Þetta er kannski ekkert svo skrítið í eyrum þeirra sem eru ekki miklir Dylan aðdáendur? Ég skal ekki segja.

Lag vikunnar er Have Yourself A Merry Little Christmas. Þetta lag var fyrst sungið af Judy Garland í söngvamyndinni Meet Me In St. Louis frá árinu 1944 en hefur í gegnum tíðina verið flutt af hundruðum ef ekki þúsundum tónlistarmanna.

Við skulum hlusta á upprunalegu útgáfuna og svo Bob Dylan útgáfuna (FJARLÆGT). Hvor þykir ykkur betri? ;)