Wednesday, December 23, 2009

Sarpurinn

Af því að það eru nú að koma jól og svona þá ætla ég að skrifa pínu um eina af uppáhalds jólaplötunum mínum, en það er platan Ella Wishes You A Swinging Christmas.


Mér finnst það ekki skemmtilegt þegar útvarpsstöðvarnar byrja að blast jólalögum við hvert tækifæri frá því um miðjan október, mest megnis af því að það eru til svo rosalega mörg jólalög sem eru bara ótrúlega leiðinleg og léleg. Aftur á móti finnst mér mjög skemmtilegt að hlusta á skemmtileg og góð jólalög, og finnst þess vegna rosa gaman aðð hafa dottið niður á þessa plötu. Hérna tekur Ella Fitzgerald klassísk hátíðar og jólalög og setur þau upp í ofur flottan swing-stíl (eins og nafnið gefur til kynna!) Platan kom út árið 1960 og var pródúseruð af Norman Granz, sem er víst legend innan jazz-heimsins, ekki það að ég viti nokkur deili á honum... og held að það sé bara óþarfi að segja eitthvað meira um plötuna.

Þetta verður líklega síðasta færslan á þessu ári en Topp 5 mætir brakandi fersk 2010 með allskonar árslista áratugarlista og fleira fínerí, en hérna koma lögin:
This Christmas Song
Have Yourself a Merry Little Christmas
Let It Snow! Let It Snow! Let It Snow!
White Christmas

1 comment:

Kristín Gróa said...

Já takk! Þetta eru held ég bara æðislegustu jólalög sem ég hef heyrt... mig langar í!