1. Led Zeppelin - Stairway to Heaven
Þetta hefur lengi verið uppáhalds sólóið mitt. Jimmy Page í mesta roknastuði lífs síns og manni finnst gítarinn vera með sína eigin rödd og texta. Það liggur við að fyrstu 5 mínúturnar og 56 sekúndurnar séu bara upphitun fyrir gítarsólóið sem er hámarkið á einu besta lagi allra tíma.
2. Jimi Hendrix - Little Wing
Það væri skrýtið að gera einhvern gítarlista án Jimi Hendrix. Virðist vera að það megi ekki gera þannig lista án hans. Little Wing er gullfallegt lag og eitt af því besta sem Jimi gerði. Svo er þetta lag eiginlega 2 og hálfs mínútna langt gítarsóló með einni rosalegustu byrjun sem til er.
3. Guns n Roses - November Rain
Slash á hérna alveg ótrúleg gítarsóló og ekki bara eitt, ekki tvö, heldur ÞRJÚ!. Eftir u.þ.b. þrjár mínútur byrjar Axl að syngja
I know it's hard to keep an open heart
When even friends seem out to harm you
og þá heyrir maður að Slash er að hita upp og gera sig ready og böstar síðan út alveg rosalegu sólói.
viiii diii vu vu dínú dínú dínú diiiiii diid diid didi diid diiii
og svo fær hann sér sígópásu og leyfir Axl aðeins að syngja og maður hugsar: "vóóóóóó! Djöfulli er Slash svalur! Ég ætla að fá mér hatt!" En þá var þetta bara fyrri parturinn og trommurnar undirbúa mann og Slash spilar skala. Svo kemur sóló númer 2:
víu viii væ nú ví vúúúúú
Stutt og gott, hann var greinilega ekki búinn. Axl syngur tregalega...
So never mind the darkness
We still can find a way
'Cause nothin' lasts forever
Even cold November rain
Svo koma strengirnir inn og svo kemur allt í einu píanó! En var lagið ekki búið!?!? Og Slash er að gera eitthvað... Annað sóló?
viii vi nú vi núú
viiiii viiii viii nú nú viiii
meeeedleeee meeedleee meeeeee
Meistaraverk Slash? Jafnvel....
4. Red Hot Chilli Peppers - Throw Away Your Television(live at Slane Castle)
Þetta lag er ekki jafn sterkt í stúdíó útgáfunni en það virðist líka vera þannig með RHCP lög. Það virðist vera að öll lögin þeirra njóti sín best í live útgáfum. Ég held að þar komi inn að þarna eru alveg ótrúlega færir tónlistarmenn, þ.á.m. John Frusciante sem er uppáhalds starfandi gítarleikarinn minn. Það eru reyndar allir alveg ótrúlega góðir í þessu lagi en meistari Frusciante er fremstur meðal jafninga.
Ég gæti haldið langa ræðu um snilli John Frusciante en ég bendi ykkur bara á þetta... Þið sjáið aldrei jafn mikla upplifun í manni að spila á gítar og þarna.
5. Smashing Pumpkins - Soma
Annað svona lag sem virðist vera bara eitt gott gítarsóló. Lagið er frábært og fallegt og tregafullt og Billy Corgan spilar úr sér hjartað í seinni hálfleik lagsins.
Það voru fullt af lögum sem komust ekki inn á hérna en sárast var að missa:
The Who - Young Man's Blues
John Frusciante - The Past Recedes
Sleater-Kinney - Let's Call it Love
Friday, April 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Góður listi maður... ég er reyndar með Guns n Roses ofnæmi en ég skal alveg viðurkenna að Slash kann að spila á gítar ;)
vó! Ég trúi ekki að ég hafi gleymt bæði Soma OG Frusciante!?! Crazy
Sammála Kristínu annars með Guns n Roses...meika þá eigi en jú, gítarinn er eigi slæmur...sérstaklega ekki í November Rain
Fruisciante er vissulega alveg brilliant gítarleikari, en topp 5 sóló...sssss, tæpt :) Annars rifjaðist það upp fyrir mér þegar ég horði á þetta vidjó hvað hann Chad Smith er fáránlega líkur Will Ferrel.
Annars er ég hræddur um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Enginn David Gilmoure í Comfortably Numb? Sjiiii!
Guns 'n roses eru töff ;) Það er bara Axl sem er ekki töff. There IS a difference :D
Ahh ég spáði einmitt í að setja Comfortably Numb á minn lista...lagið er æði...en sólóið er það bara ekkert. Vel gert? jájá. Örugglega rosa rosa erfitt? jájá. Brilliant skemmtilegt, moving eða syngjanlegt? nu-uh!
@kristjana: Sólóið er einmitt frábært. Ekkert rosalega erfitt (eiginlega frekar einfalt, eins og Gilmore sóló eru yfirleitt), en það er órjúfanlegur partur af laginu.
@erla þóra: Sammála! :-)
Post a Comment