Monday, March 23, 2009

Gott cover...

Ok, fyrst smá upphitun fyrir aðalið.... Árið 1981 gaf hljómsveitin Soft Cell út lagið Tainted Love á plötunni Non-Stop Erotic Cabaret (popppunkts moli nr 1), gott lag sem hefur verið coverað ca. milljón sinnum af alls konar fólki með misgóðum árangri (youtube linkur... og ég mæli ekkert sérstaklega á að þið hlustið á þetta). Lagið er þó ekki eftir Soft Cell félagana (sem flestir virðast halda) heldur eftir gæja sem heitir Ed Cobb (Popppunkts-moli nr. 2) og var fyrst flutt af Gloriu Jones (youtube linkur), (Popppunkts-moli nr. 3: Gloria Jones var einu sinni kærasta Marc Bolan og spilaði með honum og söng í hljómsveitinni T.Rex (youtube linkur)).

Lagið komst svo aftur í sviðsljósið þegar einhver pródúserinn samplaði það inn í lagið S.O.S. með Rihanna.... (hér kemur svo aðalið) sem var síðan coverað (mögnuð útgáfa) af The Last Shadow Puppets í þætti Jo Whiley 7. apríl í fyrra!

No comments: