Mjög dramatískt lag frá glysrappara nr. 1. Kórinn í viðlaginu setur punktinn yfir i-ið.
4. Carl Orf - O Fortuna
Úr Carmina Burana.... örugglega eina klassíska lagið sem ég kem til með að setja inn á þessa síðu.
3. Megas og Spilverk Þjóðanna - Af Síra Sæma
"Hvaða Gvendi!?"

2. Björk - vökuró
Af plötunni Medúlla, þar sem öll hljóðin á plötunni eru sungin eru tæknilega séð öll lögin af plötunni kór/hópsöngslög. Þetta lag er eitt af tveimur sem björk semur ekki sjálf textann, textinn er saminn af Jórunni Viðar Sigurðardóttur. Hitt er Sonnets/Unrealities XI (þar túlkar hún reyndar texta E.E. Cummings þannig að það telst kannski sem samið af henni...en það er önnur saga)
1. Spiritualized - Ladies and Gentlemen, We Are Floating In Space

Af samnemndu meistarastykki Spiritualized. Besta sambandsslitaplata fyrr og síðar og eitt að stærstu og bestu plötum rokksögunnar, að mínu mati (og svo er umslagið líka flott). Verður endurútgefin á næstunni í viðhafnarútgáfu og af því tilefni ætlar hljómsveitin að koma fram og spila plötuna í heild sinni í Royal Festival Hall í London 12. október næstkomandi og mig langar svakalega rosalega ótrúlega mikið að fara. Valið er kannski soldið svindl af því að er í raun er þetta bara sama röddin (sitthvor textalínan) lúppuð aftur og aftur en það er samt flott og hljómar eins og margir séu að syngja það.
No comments:
Post a Comment