Monday, March 2, 2009

Ábreiða dagsins.

Eins og ég sagði einhvern tímann finnast mér cover lög rosalega merkileg og ég á örugglega eftir að henda svona póstum inn svona semí-reglulega...

Lagið í dag er 'Cape Cod Kwassa Kwassa'.


Hljómsveitin Vampire Weekend gaf út plötu í fyrr sem er/var rosa góð þar var þetta lag einn af hápunktunum. Það er alveg magnað, rímar luis vuitton við benetton við reggeaton og það eitt og sér er frábært.

Útgáfa tvö er með Hot Chip og Peter Gabriel, skemmtileg pörun þarna og útkoman líka. Hot Chip leynigrúvið í algleymingi og með Peter Gabriel að syngja verður það einhvern veginn eins og aukalag af Lion King sándtrakkinu. Fyndið þegar Peter Gabriel syngur 'feels so unnatural to sing your own name.'

Þriðja útgáfan af þessu lagi er alls ekki sú versta. Kemur af Plötunni 'Esau Mwamwaya and Radioclit are the Very Best' með The Very Best (sem heita einmitt Radioclit og Esau Mwamwaya). Radioclit eru hálffrægir af netinu sem svona mixteip gaurar og ákváðu að gera heila plötu með söngvara frá Malaví. Platan kom út í fyrra og er klárlega ein af bestu plötum seinasta árs, þeir taka nokkur coverlög, en gera þau að sínum eigin (eins og heyrist kannski) m.a. eru lög þar eftir Bítlana og M.I.A.. Magnað stöff.

-Georg Atli

4 comments:

Kristín Gróa said...

Mér finnst The Very Best útgáfan ÆÐI! Æði æði æði! :D

Anonymous said...

Það er líka alveg geðveik plata.. verst hvað ég fékk hana seint í 'hendur' annars hefði hún pottþétt farið á topp 2008 listann minn.

Krissa said...

Ég elska elska eeelska The Very Best útgáfuna!!!

Unknown said...

The Very Best útgáfan er frábær. Ég var ekki búinn að heyra Hot Chip útgáfuna - takk fyrir mig eins og svo oft áður