Saturday, February 28, 2009

Topp 5 hreyfisöngvar - Unnur Birna

Já. Ég kýs frekar að hlaupa úti í hreina loftinu til að sleppa við að anda að mér uppgufun af 140 manns.

Sko, til að byrja með er mjög gott að hafa nógu mikið rokk og æsing til að peppa mann upp til að komast af stað og finna taktinn:





Nú ertu komin af stað. Drullaðu þér framhjá 5 ljósastaurum!





Og þegar maður hleypur framhjá fólki líður manni einsog það sjái mann sem sveittan fávita í ljótum fötum (allavega mér og ég hugsa þannig um hlaupandi fólk) og þetta lag toppar þá tilfinningu:






Og til að halda góðum takti:



Svo er maður orðinn svo obbossla þreyttur á hlaupunum og hægir niður í labb og þá gefur þetta lag manni von og trú á að fæturnir muni bera þig aftur heim... (þótt maður haldi að maður muni andast úr þreytu síðasta spölinn, verða úti eða springa einsog Maraþonkarlinn)



No comments: