Thursday, February 19, 2009

Fimmtudagshressleiki!

Fimmtudagsskemmtilegheit: 'In Their Own Words: The Montréal Sessions', Indyish Mixtapes vol. 2, c-hressleiki og cover dagsins!



In Their Own Words: The Montréal Sessions: Midnight Poutine er æði pæði skemmtilegt Montréalskt blogg sem ég gróf upp áður en ég flutti út í fyrra. Skrifa um tónlist og hellings fleira skemmtilegt. Í nýjustu færslum síðunnar er t.d. umfjöllun um tónleika, ábending um góðan burrito stað, heads up um að Spike Lee verði í gamla skólanum mínum (damn!), hokkípælingar um Habs, review um árlega moustache partyið á La Sala Rossa OG nýtt podcast! Ég var búin að steingleyma podcastinu þeirra en það er æði. Í nýjasta podcastinu er m.a. annar hluti af 10 í seríu sem heitir 'In Their Own Words: The Montréal Sessions' þar sem maður heyrir tónlistarmann/hljómsveit frá Montréal lýsa tónlist sinni sjálfir. Í þessum hluta er Plants&Animals. Gaman! :) Það eina sem mögulega er hægt að segja slæmt um Midnight Poutine er að alltaf þegar maður sér það fer mann að langa allsvaaaðalega í poutine...og maður fær hvergi svoleiðis búhú ;/

Í einu podcastanna sem ég hlustaði á í dag var minnst á The Tom Fun Orchestra. Lýsingin gekk út á að þau hljómuðu eins og Tom Waits að syngja með Arcade Fire. Lagið í podcastinu (Rum&Tequila) fannst mér reyndar hljóma meira eins og Tom Waits að syngja með Gogol Bordello eða Man Man (sem væri jafnvel enn betra en Waits og Arcade Fire!). En það gerði mig allavega forvitna þannig að ég ákvað að tékka aðeins betur á þeim og jú, You Will Land With a Thud hljómar svolítið eins og Tom Waits og Arcade Fire hafi ákveðið að búa til tónlist saman. Gaman! Allavega alveg þess virði að tékka á því :)



Indyish mixtapes, vol. 2: Annað sem ég var búin að gleyma. Nýtt 'mixtape' frá Indyish. Er á póstlista hjá þeim þannig að öðru hverju fæ ég bara tilkynningu um að einhver sé búinn að safna saman skemmtilegum lögum og henda inn for my listening pleasure. Styð það. Nokkur ágætis lög þarna inn á milli :)  Eureka Birds - Oh! My Dear er t.d. skemmtilegt og sungið af gaur með svo flotta rödd að það er hægt að hlusta á það á repeat ;) 

C-hressleiki: Ooog í tilefni af því að mánudagurinn var þemahlustunardagur (ég hlustaði bara á tónlistarmenn/hljómsveitir sem byrja á C) langar mig að benda ykkur á að fara í gegnum libraryið ykkar og gá hvort c-ið inniheldur ekki bara hressa tónlist? C-in mín gera það nefnilega (allavega vinnutölvulibraryið). Eina vafamálið var núverandi frakklandsforsetafrú, madame Carla Bruni, en hún er svo sem ekkert ofurdepressing heldur - bara ekkert ofurhress alltaf. Anywho, í tilefni af c-þemanu koma hér 3 random ofurhress lög með tónlistarmönnum/hljómsveitum sem byrja á stafnum c :)


3 comments:

Anonymous said...

Styð'etta!!

Halldór said...

The Tom Fun Orchestra fær mitt atkvæði og extra prik fyrir gríðarlega skemmtilegt nafn :D

Krissa said...

Skvítíó! :)

Mér finnst The Tom Fun Orchestra einmitt vera alveg gríðarlega gott nafn á hljómsveit!