Friday, March 6, 2009

Topp 5 dónalög - Kristín Gróa


Ótrúlegt en satt þá er ekkert lag á þessum lista með slísbelli numero uno en það var eiginlega meðvituð ákvörðun að sleppa honum so that's why!

5. Frankie Goes To Hollywood - Relax

Ókei ekkert sérstaklega skemmtilegt lag en það tengist úlnliðnum mínum órjúfanlegum böndum svo það fær að fljóta með ;)

4. Isaac Hayes - Chocolate Salty Balls

So suck on my balls! Blásaklaust lag um bakstur.

3. The Hidden Cameras - Smells Like Happiness

What smells like happiness? Ég er að spá í að leyfa ykkur að gúgla bara textann að þessu lagi því ég er allt of mikið blóm til að segja frá því. Það fyndna er samt að þó textinn sé frekar... tjah... opinskár þá er lagið svo fáránlega hresst og skemmtilegt að maður syngur með með bros á vör. Satt að segja þá verð ég bara að hvetja ykkur eindregið til að hlusta á þetta lag ef þið hafið ekki heyrt það áður því það mun fá ykkur til að brosa! Ég lofa!

2. Snoop Doggy Dogg - Ain't No Fun (If The Homies Can't Have None)

Hugsanlega dónalegasta lag í heimi og ef ekki þá allavega það sem inniheldur mestu kvenfyrirlitninguna. Jájá þetta er hresst.

1. Íkarus - Krókódílamaðurinn


Þetta lag er kannski minna dónalegt en hroðalega sóðalegt og subbulegt.

No comments: